Við höfum val og vald Hrefna Rós Sætran skrifar 12. október 2022 10:30 Fyrir fáeinum dögum birtist frétt af því að dreifingarfyrirtækin Norðanfiskur og Fisherman hefðu verið skikkuð til að fjarlægja af umbúðum utan um sjókvíaeldislax orðin „vistvænn, umhverfisvænn og sjálfbær“. Þetta gerðist eftir að Neytendasamtökin bentu Neytendastofu á þessar merkingar sem nákvæmlega engin innistæða er fyrir. Þvert á móti reyndar því sjókvíaeldi er flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar. Og það ekki að ástæðulausu. Úrgangur, fóður-, eitur- og lyfjaleifar streyma beint í gegnum netmöskvana í sjóinn og reglulega sleppa eldislaxar úr kvíunum. Afleiðingarnar af þessu eru skaði fyrir umhverfið og óafturkræf erfðablöndun við villta laxastofna Íslands. Vantar merkingar Eins og við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum margsinnis bent á þá er sjókvíaeldi óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er ástæðan fyrir því að ég býð ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum mínum. Mikilvægt er að muna að við neytendur höfum val og vald. Við getum sniðgengið vörur sem eru framleiddar með svona skaðlegum hætti. Framleiðendur og dreifingarfyrirtækin gera okkur hins vegar erfitt fyrir því á umbúðirnar utanum um eldislax í verslunum vantar að stærstu leyti upprunamerkingar. Þó liggur fyrir að afgerandi meirihluti fólks vill vita hvaðan laxinn kemur. Þetta var staðfest í skoðanakönnun sem Gallup gerði í fyrra, en þar lýstu 69 prósent aðspurðra sig fylgjandi því að á umbúðum eldislax eigi að koma fram hvort hann er úr sjókvíaeldi eða landeldi. Úr þessu þarf að bæta sem allra fyrst. Vel gert hjá Brynju Dan Það var því ánægjulegt að lesa um fyrirspurn framsóknarkonunnar Brynju Dan Gunnarsdóttur en hún notaði tækifærið þegar tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður til þess að leggja fram þessa fyrirspurn til matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur: Hyggst ráðherra setja reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað eldislax sem seldur er á Íslandi? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því að gera það ekki? Telur ráðherra stöðu laxeldis á Íslandi ásættanlega með tilliti til heilbrigðis og dýravelferðar? Ef ekki, hvað telur ráðherra að hægt sé að bæta og mun hann beita sér fyrir því? Telur ráðherra þörf á að bæta reglur um losun lífræns úrgangs eða frárennslisvatns í laxeldi? Telur ráðherra þörf á að bregðast frekar við með einhverjum hætti vegna vísbendinga um erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og villtra laxastofna? Þetta eru lykilspurningar hjá Brynju. Fróðlegt verður að lesa svör matvælaráðherra, en þau eiga að berast á næstu dögum. Framtíð villta íslenska laxastofnsins er í húfi. Okkur ber skylda til að vernda hann. Aðstæður þessarar merkilegu dýrategundar, ein af fáum sem á heimkynni bæði í salt og ferskvatni, eru sífellt að verða erfiðari vegna súrnun sjávars og hækkandi hitastigs í hafinu. Það er til skammar að þrengja enn frekar að möguleikum villta laxins til að lifa af með því að fylla firðina okkar af opnu mengandi sjókvíaeldi. Höfundur er matreiðslumeistari og stjórnarkona í Íslenska náttúruverndarsjóðnum, The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum birtist frétt af því að dreifingarfyrirtækin Norðanfiskur og Fisherman hefðu verið skikkuð til að fjarlægja af umbúðum utan um sjókvíaeldislax orðin „vistvænn, umhverfisvænn og sjálfbær“. Þetta gerðist eftir að Neytendasamtökin bentu Neytendastofu á þessar merkingar sem nákvæmlega engin innistæða er fyrir. Þvert á móti reyndar því sjókvíaeldi er flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar. Og það ekki að ástæðulausu. Úrgangur, fóður-, eitur- og lyfjaleifar streyma beint í gegnum netmöskvana í sjóinn og reglulega sleppa eldislaxar úr kvíunum. Afleiðingarnar af þessu eru skaði fyrir umhverfið og óafturkræf erfðablöndun við villta laxastofna Íslands. Vantar merkingar Eins og við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum margsinnis bent á þá er sjókvíaeldi óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er ástæðan fyrir því að ég býð ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum mínum. Mikilvægt er að muna að við neytendur höfum val og vald. Við getum sniðgengið vörur sem eru framleiddar með svona skaðlegum hætti. Framleiðendur og dreifingarfyrirtækin gera okkur hins vegar erfitt fyrir því á umbúðirnar utanum um eldislax í verslunum vantar að stærstu leyti upprunamerkingar. Þó liggur fyrir að afgerandi meirihluti fólks vill vita hvaðan laxinn kemur. Þetta var staðfest í skoðanakönnun sem Gallup gerði í fyrra, en þar lýstu 69 prósent aðspurðra sig fylgjandi því að á umbúðum eldislax eigi að koma fram hvort hann er úr sjókvíaeldi eða landeldi. Úr þessu þarf að bæta sem allra fyrst. Vel gert hjá Brynju Dan Það var því ánægjulegt að lesa um fyrirspurn framsóknarkonunnar Brynju Dan Gunnarsdóttur en hún notaði tækifærið þegar tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður til þess að leggja fram þessa fyrirspurn til matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur: Hyggst ráðherra setja reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað eldislax sem seldur er á Íslandi? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því að gera það ekki? Telur ráðherra stöðu laxeldis á Íslandi ásættanlega með tilliti til heilbrigðis og dýravelferðar? Ef ekki, hvað telur ráðherra að hægt sé að bæta og mun hann beita sér fyrir því? Telur ráðherra þörf á að bæta reglur um losun lífræns úrgangs eða frárennslisvatns í laxeldi? Telur ráðherra þörf á að bregðast frekar við með einhverjum hætti vegna vísbendinga um erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og villtra laxastofna? Þetta eru lykilspurningar hjá Brynju. Fróðlegt verður að lesa svör matvælaráðherra, en þau eiga að berast á næstu dögum. Framtíð villta íslenska laxastofnsins er í húfi. Okkur ber skylda til að vernda hann. Aðstæður þessarar merkilegu dýrategundar, ein af fáum sem á heimkynni bæði í salt og ferskvatni, eru sífellt að verða erfiðari vegna súrnun sjávars og hækkandi hitastigs í hafinu. Það er til skammar að þrengja enn frekar að möguleikum villta laxins til að lifa af með því að fylla firðina okkar af opnu mengandi sjókvíaeldi. Höfundur er matreiðslumeistari og stjórnarkona í Íslenska náttúruverndarsjóðnum, The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar