Við höfum val og vald Hrefna Rós Sætran skrifar 12. október 2022 10:30 Fyrir fáeinum dögum birtist frétt af því að dreifingarfyrirtækin Norðanfiskur og Fisherman hefðu verið skikkuð til að fjarlægja af umbúðum utan um sjókvíaeldislax orðin „vistvænn, umhverfisvænn og sjálfbær“. Þetta gerðist eftir að Neytendasamtökin bentu Neytendastofu á þessar merkingar sem nákvæmlega engin innistæða er fyrir. Þvert á móti reyndar því sjókvíaeldi er flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar. Og það ekki að ástæðulausu. Úrgangur, fóður-, eitur- og lyfjaleifar streyma beint í gegnum netmöskvana í sjóinn og reglulega sleppa eldislaxar úr kvíunum. Afleiðingarnar af þessu eru skaði fyrir umhverfið og óafturkræf erfðablöndun við villta laxastofna Íslands. Vantar merkingar Eins og við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum margsinnis bent á þá er sjókvíaeldi óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er ástæðan fyrir því að ég býð ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum mínum. Mikilvægt er að muna að við neytendur höfum val og vald. Við getum sniðgengið vörur sem eru framleiddar með svona skaðlegum hætti. Framleiðendur og dreifingarfyrirtækin gera okkur hins vegar erfitt fyrir því á umbúðirnar utanum um eldislax í verslunum vantar að stærstu leyti upprunamerkingar. Þó liggur fyrir að afgerandi meirihluti fólks vill vita hvaðan laxinn kemur. Þetta var staðfest í skoðanakönnun sem Gallup gerði í fyrra, en þar lýstu 69 prósent aðspurðra sig fylgjandi því að á umbúðum eldislax eigi að koma fram hvort hann er úr sjókvíaeldi eða landeldi. Úr þessu þarf að bæta sem allra fyrst. Vel gert hjá Brynju Dan Það var því ánægjulegt að lesa um fyrirspurn framsóknarkonunnar Brynju Dan Gunnarsdóttur en hún notaði tækifærið þegar tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður til þess að leggja fram þessa fyrirspurn til matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur: Hyggst ráðherra setja reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað eldislax sem seldur er á Íslandi? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því að gera það ekki? Telur ráðherra stöðu laxeldis á Íslandi ásættanlega með tilliti til heilbrigðis og dýravelferðar? Ef ekki, hvað telur ráðherra að hægt sé að bæta og mun hann beita sér fyrir því? Telur ráðherra þörf á að bæta reglur um losun lífræns úrgangs eða frárennslisvatns í laxeldi? Telur ráðherra þörf á að bregðast frekar við með einhverjum hætti vegna vísbendinga um erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og villtra laxastofna? Þetta eru lykilspurningar hjá Brynju. Fróðlegt verður að lesa svör matvælaráðherra, en þau eiga að berast á næstu dögum. Framtíð villta íslenska laxastofnsins er í húfi. Okkur ber skylda til að vernda hann. Aðstæður þessarar merkilegu dýrategundar, ein af fáum sem á heimkynni bæði í salt og ferskvatni, eru sífellt að verða erfiðari vegna súrnun sjávars og hækkandi hitastigs í hafinu. Það er til skammar að þrengja enn frekar að möguleikum villta laxins til að lifa af með því að fylla firðina okkar af opnu mengandi sjókvíaeldi. Höfundur er matreiðslumeistari og stjórnarkona í Íslenska náttúruverndarsjóðnum, The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum birtist frétt af því að dreifingarfyrirtækin Norðanfiskur og Fisherman hefðu verið skikkuð til að fjarlægja af umbúðum utan um sjókvíaeldislax orðin „vistvænn, umhverfisvænn og sjálfbær“. Þetta gerðist eftir að Neytendasamtökin bentu Neytendastofu á þessar merkingar sem nákvæmlega engin innistæða er fyrir. Þvert á móti reyndar því sjókvíaeldi er flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar. Og það ekki að ástæðulausu. Úrgangur, fóður-, eitur- og lyfjaleifar streyma beint í gegnum netmöskvana í sjóinn og reglulega sleppa eldislaxar úr kvíunum. Afleiðingarnar af þessu eru skaði fyrir umhverfið og óafturkræf erfðablöndun við villta laxastofna Íslands. Vantar merkingar Eins og við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum margsinnis bent á þá er sjókvíaeldi óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er ástæðan fyrir því að ég býð ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum mínum. Mikilvægt er að muna að við neytendur höfum val og vald. Við getum sniðgengið vörur sem eru framleiddar með svona skaðlegum hætti. Framleiðendur og dreifingarfyrirtækin gera okkur hins vegar erfitt fyrir því á umbúðirnar utanum um eldislax í verslunum vantar að stærstu leyti upprunamerkingar. Þó liggur fyrir að afgerandi meirihluti fólks vill vita hvaðan laxinn kemur. Þetta var staðfest í skoðanakönnun sem Gallup gerði í fyrra, en þar lýstu 69 prósent aðspurðra sig fylgjandi því að á umbúðum eldislax eigi að koma fram hvort hann er úr sjókvíaeldi eða landeldi. Úr þessu þarf að bæta sem allra fyrst. Vel gert hjá Brynju Dan Það var því ánægjulegt að lesa um fyrirspurn framsóknarkonunnar Brynju Dan Gunnarsdóttur en hún notaði tækifærið þegar tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður til þess að leggja fram þessa fyrirspurn til matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur: Hyggst ráðherra setja reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað eldislax sem seldur er á Íslandi? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því að gera það ekki? Telur ráðherra stöðu laxeldis á Íslandi ásættanlega með tilliti til heilbrigðis og dýravelferðar? Ef ekki, hvað telur ráðherra að hægt sé að bæta og mun hann beita sér fyrir því? Telur ráðherra þörf á að bæta reglur um losun lífræns úrgangs eða frárennslisvatns í laxeldi? Telur ráðherra þörf á að bregðast frekar við með einhverjum hætti vegna vísbendinga um erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og villtra laxastofna? Þetta eru lykilspurningar hjá Brynju. Fróðlegt verður að lesa svör matvælaráðherra, en þau eiga að berast á næstu dögum. Framtíð villta íslenska laxastofnsins er í húfi. Okkur ber skylda til að vernda hann. Aðstæður þessarar merkilegu dýrategundar, ein af fáum sem á heimkynni bæði í salt og ferskvatni, eru sífellt að verða erfiðari vegna súrnun sjávars og hækkandi hitastigs í hafinu. Það er til skammar að þrengja enn frekar að möguleikum villta laxins til að lifa af með því að fylla firðina okkar af opnu mengandi sjókvíaeldi. Höfundur er matreiðslumeistari og stjórnarkona í Íslenska náttúruverndarsjóðnum, The Icelandic Wildlife Fund.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun