Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2022 07:01 Guðmundur Magnús Kristjánsson kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. Í samtali við fréttastofu segist Guðmundur vera ævinlega þakklátur fyrir það traust sem Ísafjarðarbær hefur sýnt honum alla hans tíð. Nú sé hann hins vegar kominn á eftirlaunaaldur og því kominn tími til að segja það gott sem hafnarstjóri. Guðmundur segist hafa verið mjög ánægður í starfi öll árin tuttugu. „Það hafa verið mjög miklar breytingar. Höfnin var í viðvarandi taprekstri fyrir tuttugu árum síðan vegna minnkandi kvótastöðu og fækkun togara í plássinu. Við höfum náð að snúa þeirri þróun við með aukningu á komu skemmtiferðaskipa. Það hefur aukist mjög hratt,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður hvort starfið hafi breyst á árum hans sem hafnarstjóri. Tekjur hafnarinnar af komu skemmtiferðaskipa eru nú orðin meirihluti árstekna. Nú er höfnin hætt að vera í taprekstri og farin að græða. Ókeypis flugeldasýning og básúnunám Síðasti dagur Guðmundar í starfi verður gamlársdagur. Þá verður tappinn tekinn úr flöskunni, skálað við vini og vandamenn og fylgst með flugeldasýningum bæjarbúa. En hvað tekur við hjá Guðmundi eftir áramót? „Fyrsta sem ég ætla að gera er að skrá mig í tónlistarskólann og halda áfram að læra á básúnu þar sem ég hætti þrettán ára gamall. Ég er að spila hérna með lúðrasveitinni en ég finn það hjá sjálfum mér að ég þarf að ná betri tökum á hljóðfærinu. Þannig ég ætla að halda áfram þar sem ég hætti þrettán ára,“ segir Guðmundur. Verið mjög lánsamur Í gegnum ævina hefur Guðmundur fengið tækifæri til að starfa um víðan heim og þannig kynnst fólki í mörgum löndum. Hann vonast til þess að geta ferðast til þessara landa með konu sinni og rifjað upp gamla tíma. „Svo bara vonandi næ ég að halda heilsu til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef verið mjög lánsamur í lífinu. Það eru margir í kringum mig sem hafa ekki náð þessu markmiði. Sem er engin trygging að ég nái einhverju langlífi en ég stefni að því,“ segir Guðmundur. Ísafjarðarbær Tímamót Hafnarmál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Guðmundur vera ævinlega þakklátur fyrir það traust sem Ísafjarðarbær hefur sýnt honum alla hans tíð. Nú sé hann hins vegar kominn á eftirlaunaaldur og því kominn tími til að segja það gott sem hafnarstjóri. Guðmundur segist hafa verið mjög ánægður í starfi öll árin tuttugu. „Það hafa verið mjög miklar breytingar. Höfnin var í viðvarandi taprekstri fyrir tuttugu árum síðan vegna minnkandi kvótastöðu og fækkun togara í plássinu. Við höfum náð að snúa þeirri þróun við með aukningu á komu skemmtiferðaskipa. Það hefur aukist mjög hratt,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður hvort starfið hafi breyst á árum hans sem hafnarstjóri. Tekjur hafnarinnar af komu skemmtiferðaskipa eru nú orðin meirihluti árstekna. Nú er höfnin hætt að vera í taprekstri og farin að græða. Ókeypis flugeldasýning og básúnunám Síðasti dagur Guðmundar í starfi verður gamlársdagur. Þá verður tappinn tekinn úr flöskunni, skálað við vini og vandamenn og fylgst með flugeldasýningum bæjarbúa. En hvað tekur við hjá Guðmundi eftir áramót? „Fyrsta sem ég ætla að gera er að skrá mig í tónlistarskólann og halda áfram að læra á básúnu þar sem ég hætti þrettán ára gamall. Ég er að spila hérna með lúðrasveitinni en ég finn það hjá sjálfum mér að ég þarf að ná betri tökum á hljóðfærinu. Þannig ég ætla að halda áfram þar sem ég hætti þrettán ára,“ segir Guðmundur. Verið mjög lánsamur Í gegnum ævina hefur Guðmundur fengið tækifæri til að starfa um víðan heim og þannig kynnst fólki í mörgum löndum. Hann vonast til þess að geta ferðast til þessara landa með konu sinni og rifjað upp gamla tíma. „Svo bara vonandi næ ég að halda heilsu til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef verið mjög lánsamur í lífinu. Það eru margir í kringum mig sem hafa ekki náð þessu markmiði. Sem er engin trygging að ég nái einhverju langlífi en ég stefni að því,“ segir Guðmundur.
Ísafjarðarbær Tímamót Hafnarmál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira