Aðeins fimm ríki greiddu atkvæði á móti tillögunni; Rússland, Hvíta - Rússland, Norður - Kórea, Sýrland og Níkaragva. Þrjátíu og fimm ríki sátu hjá, þeirra á meðal Kína, Indland, Suður - Afríka og Pakistan.
Geng Shuang, einn fulltrúa Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði Kínhverja hafa setið hjá þar sem þeim þætti tillagan ekki líkleg til að stuðla að friði í Úkraínu.
Úkraínumenn voru að vonum ánægðir með stuðninginn og Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti tísti í kjölfarið að heimsbyggðin hefði fellt sinn dóm; tilraunir Rússa til að innlima svæði í Úkraínu hefðu enga þýðingu og yrðu aldrei viðurkenndar af frjálsum þjóðum.
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði niðurstöðuna senda skýr skilaboð til Moskvu. Öllum væri ljóst hvað væri undir í átökunum í Úkraínu og skilaboð ríkja heims væru skýr; Rússar gætu ekki þurrkað fullvalda ríki af kortinu, gætu ekki breytt landamærum með valdi né lagt annað land undir sig sem sitt eigið.
Grateful to 143 states that supported historic #UNGA resolution "Territorial integrity of Ukraine: defending the principles of the UN Charter". The world had its say - RF s attempt at annexation is worthless & will never be recognized by free nations. will return all its lands pic.twitter.com/FupYPfZz8M
— (@ZelenskyyUa) October 12, 2022