Tilkynnt var um sigurvegara í ólíkum flokkum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í Háskólabíó. Lokahófið var afar hátíðleg athöfn og það var Skúli Helgason, formaður menninga, íþrótta- og tómstundaráðs sem formlega sleit hátíðinni.
Að lokinni athöfn var myndin Sumarljós og svo kemur nóttin frumsýnd. Viðtökur gesta voru góðar en gestir risu úr sætum í lokin og klöppuðu fyrir Elfari Aðalsteins, leikstjóra og handritshöfundi, og aðstandendum myndarinnar. Myndin byrjar í almennum sýningum næsta föstudag.
Hér að neðan má sjá myndir frá viðburðinum:






















