„Við verðum að grípa í taumana“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 12. október 2022 22:23 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. Í samtali við fréttastofu segir Andrés málið snúast um forgangsröðun stjórnvalda þegar kemur að loftslagsmálum, að þau skipti máli. Nauðsynlegt sé fyrir ríkisstjórnina að horfast í augu við stöðuna. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi í fimm ár verið að monta sig af því að vera sú metnaðarfyllsta í Íslandssögunni í loftslagsmálum þá er hún miklu meira að tala en að gera. Tölurnar eru bara farnar að sýna okkur það að á síðasta ári jókst losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum og það er bara afrakstur af allt of litlum metnaði stjórnarinnar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir Alþingi þurfa að bregðast við þeirri stöðu sem upp sé komin en engar líkur séu á að ríkisstjórnin geti sammælst um nægilega róttækar aðgerðir í loftslagsmálum. Hann játar því að ekki sé nógu mikil samstaða innan ríkisstjórnar um þessi mál og kallar það pólitískt neyðarástand. „Við sem Alþingi, sem fulltrúar alls almennings og sem fólkið sem ber ábyrgð á að næstu kynslóðir geti átt hér sómasamlegt líf líka, við verðum bara að grípa í taumana,“ segir Andrés Ingi. Viðtalið við Andrés Inga ásamt ræðu hans á þingi í dag má sjá hér að ofan. Alþingi Píratar Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja að ný ríkisstjórn lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að loftslagsmál verði í kjarna nýs ríkisstjórnarsamstarfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðastliðin fjögur ár hafi loftslagsstefna stjórnvalda verið „ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.“ 4. október 2021 12:33 Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. 4. maí 2019 20:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Andrés málið snúast um forgangsröðun stjórnvalda þegar kemur að loftslagsmálum, að þau skipti máli. Nauðsynlegt sé fyrir ríkisstjórnina að horfast í augu við stöðuna. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi í fimm ár verið að monta sig af því að vera sú metnaðarfyllsta í Íslandssögunni í loftslagsmálum þá er hún miklu meira að tala en að gera. Tölurnar eru bara farnar að sýna okkur það að á síðasta ári jókst losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum og það er bara afrakstur af allt of litlum metnaði stjórnarinnar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir Alþingi þurfa að bregðast við þeirri stöðu sem upp sé komin en engar líkur séu á að ríkisstjórnin geti sammælst um nægilega róttækar aðgerðir í loftslagsmálum. Hann játar því að ekki sé nógu mikil samstaða innan ríkisstjórnar um þessi mál og kallar það pólitískt neyðarástand. „Við sem Alþingi, sem fulltrúar alls almennings og sem fólkið sem ber ábyrgð á að næstu kynslóðir geti átt hér sómasamlegt líf líka, við verðum bara að grípa í taumana,“ segir Andrés Ingi. Viðtalið við Andrés Inga ásamt ræðu hans á þingi í dag má sjá hér að ofan.
Alþingi Píratar Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja að ný ríkisstjórn lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að loftslagsmál verði í kjarna nýs ríkisstjórnarsamstarfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðastliðin fjögur ár hafi loftslagsstefna stjórnvalda verið „ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.“ 4. október 2021 12:33 Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. 4. maí 2019 20:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Vilja að ný ríkisstjórn lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að loftslagsmál verði í kjarna nýs ríkisstjórnarsamstarfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðastliðin fjögur ár hafi loftslagsstefna stjórnvalda verið „ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.“ 4. október 2021 12:33
Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. 4. maí 2019 20:30