Katastrófa í dönskum byggingariðnaði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 13. október 2022 08:30 Fram undan er svartur vetur í dönskum byggingariðnaði og líklega í stórum hluta Evrópu. Rafmagns og hitunar kostnaður ríkur upp sem og matur og því hefur dregið verulega úr kaupgetu Hr og Fru Hansen eins og Daninn kallar hinn almenna einstaklings kúnna. 10% verðbólga er staðreynd í Evrópu og Danir að upplifa mestu verðbólgu í 40 ár. Sambærilega mæld verðbólga er um 5% á Íslandi. Orkukostnaður kemur ofan í gríðarlegar hækkanir sem hafa orðið á byggingarvörum og þá sérstaklega vörum sem framleiddar eru með mikilli orku eins og múrsteinn, sement, stál, einangrun og gifs. Í Danmörku og Þýskalandi þá er mikið af þessum vörum framleidd með gasi sem gerir stöðuna enn verri. Erfiðleikar í framleiðslu og afhendingu á vörum frá Kína hafa svo alls ekki bætt stöðuna. En það sem er síðan að bæta gráu ofan á svart eru gríðarlegar vaxtahækkanir og er það orðið svo nú að 30 ára húsnæðislán með föstum vöxtum hjá stóru húsnæðislánastofnununum (Real kredit, Total kredit…) eru komin í 7,5% (árlegur kostnaður) og hærra…. Þetta hefur orðið til þess að sala á eldra húsnæði hefur snar minnkað en kannski það sem hefur mest áhrif er að sala á nýju húsnæði er fallið niður um 60-80%. Danskur byggingarmarkaður er öðru vísi en sá íslenski að því leiti að hér í dk þekkist nánast ekki að byggja og selja. Hér eru leigufélögin stórir á markaði (útboð) og síðan eru nær öll einbýli byggð af týpuhúsafyrirtækjum fyrir einstaklinga sem tryggt hafa sér lóð, því í Dk reyna öll sveitarfélög að tryggja nægt lóðaframboð. Verðandi íbúi hefur þannig leitað tilboða og lætur byggja fyrir sig. Hér er selt og svo byggt. Vegna þessa svimandi hárra vaxta er því nær enginn að tryggja sér lóð og láta byggja fyrir sig sem og leigufélögin stóru halda að sér höndum því byggingarkostnaður og vextir hafa rokið upp og því borgar sig ekki lengur að byggja leiguhúsnæði. Háir vextir og aukinn kostnaður hefur því dregið nýbyggingargeirann mjög hratt saman og núna er verið að afhenda hús sem voru seld seint á síðasta ári, en samdrátturinn hófst í byrjun þessa árs 2022. Nú þegar hafa flest stóru týpuhúsafyrirtækin (sem hafa byggt 1.000-1.500 hús á ári) dregið saman reksturinn um 50% og sum meira. Mörg meðalstór fyrirtæki með 50-100 iðnaðarmenn hafa verið að fara á hausinn vegna verðhækkana á byggingarefni. Við sjáum td að stærsta týpuhúsafyrirtæki Danmörku, Huscompagniet AS sem er á markaði, hefur lækkað gríðarlega á hlutabréfamarkaði eða úr 125 kr á hlut í fyrra í 42 kr á hlut í dag…. Það er gríðarleg lækkun og lýsir ástandinu mjög vel. Miklar uppsagnir hafa þegar orðið og verður allt fram að jólum. Vissulega eru mörg verkefni í gangi en mikið er keyrt áfram af sveitarfélögunum sem líka hafa þurft að draga saman seglin vegna vaxtakostnaðar. Bara í mínu sveitarfélagi Sønderborg þá var sveitarfélagið að fresta verkefnum upp á 300 milljónir danskar. Það er alveg sama hvernig horft er á þetta, það er katastrófa fram undan í dönskum byggingariðnaði og líklega á það við um byggingargeirann víðar í Evrópu. En hvernig horfir þetta þá við Íslandi? Jú eins dauði er annars brauð. Það er alveg ljóst að í kortunum er einhver lækkun á byggingarvörum vegna minni eftirspurnar er líður á veturinn, þó vissulega muni orkukostnaður halda einhverjum vörum háum áfram. Við munum líka sjá að miklu meira verður um hæfileika ríka iðnaðarmenn sem gætu komið til Íslands og tekið þátt í bráð nauðsynlegri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. Verðbólga er á niðurleið á Íslandi, atvinnuleysi er nánast ekkert, hátt matvælaverð gagnast íslenskum sjávarútvegi, met hækkun varð á áli í gær 12.okt eða 7,5% á einum degi vegna mögulegs sölubanns á rússnesku áli, ferðaþjónusta er á fullri siglingu eftir covid. En kannski það allra mikilvægasta er að söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í dag er amk 30-40% hærra en byggingarkostnaður. Það er því gott rými fyrir einhverja lækkun á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu (sem lækkar verðbólgu) og góðan hagnað fyrir verktaka sem eru svo heppnir að fá lóð á íslenskum lóða skortmarkaði. Fyrir 15 árum fóru íslenskir iðnaðarmenn til hinna norðurlandanna í leit að vinnu, nú stefnir í að þetta gæti snúist við. Að Íslendingar gætu fengið til sín hæfileika ríka iðnaðarmenn frá Danmörku td, menn sem kunna að ganga frá flötum þökum, hlaða veggi og setja upp loftræsingu. Ísland á bullandi tækifæri núna að laga sveltan húsnæðismarkað á stuttum tíma með aukinni lóðaúthlutun og góðum iðnaðarmönnum. Stóra tækifæri Íslands núna er að fá lærða og reynda erlenda iðnaðarmenn, ekki bara verkamenn. Kannski er kominn tími til að rifja upp og byrja að „snakke dansk“. Höfundur er eigandi byggingarfyrirtækisins Nordisk Boligbyg aps í Dk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Danmörk Björgmundur Örn Guðmundsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fram undan er svartur vetur í dönskum byggingariðnaði og líklega í stórum hluta Evrópu. Rafmagns og hitunar kostnaður ríkur upp sem og matur og því hefur dregið verulega úr kaupgetu Hr og Fru Hansen eins og Daninn kallar hinn almenna einstaklings kúnna. 10% verðbólga er staðreynd í Evrópu og Danir að upplifa mestu verðbólgu í 40 ár. Sambærilega mæld verðbólga er um 5% á Íslandi. Orkukostnaður kemur ofan í gríðarlegar hækkanir sem hafa orðið á byggingarvörum og þá sérstaklega vörum sem framleiddar eru með mikilli orku eins og múrsteinn, sement, stál, einangrun og gifs. Í Danmörku og Þýskalandi þá er mikið af þessum vörum framleidd með gasi sem gerir stöðuna enn verri. Erfiðleikar í framleiðslu og afhendingu á vörum frá Kína hafa svo alls ekki bætt stöðuna. En það sem er síðan að bæta gráu ofan á svart eru gríðarlegar vaxtahækkanir og er það orðið svo nú að 30 ára húsnæðislán með föstum vöxtum hjá stóru húsnæðislánastofnununum (Real kredit, Total kredit…) eru komin í 7,5% (árlegur kostnaður) og hærra…. Þetta hefur orðið til þess að sala á eldra húsnæði hefur snar minnkað en kannski það sem hefur mest áhrif er að sala á nýju húsnæði er fallið niður um 60-80%. Danskur byggingarmarkaður er öðru vísi en sá íslenski að því leiti að hér í dk þekkist nánast ekki að byggja og selja. Hér eru leigufélögin stórir á markaði (útboð) og síðan eru nær öll einbýli byggð af týpuhúsafyrirtækjum fyrir einstaklinga sem tryggt hafa sér lóð, því í Dk reyna öll sveitarfélög að tryggja nægt lóðaframboð. Verðandi íbúi hefur þannig leitað tilboða og lætur byggja fyrir sig. Hér er selt og svo byggt. Vegna þessa svimandi hárra vaxta er því nær enginn að tryggja sér lóð og láta byggja fyrir sig sem og leigufélögin stóru halda að sér höndum því byggingarkostnaður og vextir hafa rokið upp og því borgar sig ekki lengur að byggja leiguhúsnæði. Háir vextir og aukinn kostnaður hefur því dregið nýbyggingargeirann mjög hratt saman og núna er verið að afhenda hús sem voru seld seint á síðasta ári, en samdrátturinn hófst í byrjun þessa árs 2022. Nú þegar hafa flest stóru týpuhúsafyrirtækin (sem hafa byggt 1.000-1.500 hús á ári) dregið saman reksturinn um 50% og sum meira. Mörg meðalstór fyrirtæki með 50-100 iðnaðarmenn hafa verið að fara á hausinn vegna verðhækkana á byggingarefni. Við sjáum td að stærsta týpuhúsafyrirtæki Danmörku, Huscompagniet AS sem er á markaði, hefur lækkað gríðarlega á hlutabréfamarkaði eða úr 125 kr á hlut í fyrra í 42 kr á hlut í dag…. Það er gríðarleg lækkun og lýsir ástandinu mjög vel. Miklar uppsagnir hafa þegar orðið og verður allt fram að jólum. Vissulega eru mörg verkefni í gangi en mikið er keyrt áfram af sveitarfélögunum sem líka hafa þurft að draga saman seglin vegna vaxtakostnaðar. Bara í mínu sveitarfélagi Sønderborg þá var sveitarfélagið að fresta verkefnum upp á 300 milljónir danskar. Það er alveg sama hvernig horft er á þetta, það er katastrófa fram undan í dönskum byggingariðnaði og líklega á það við um byggingargeirann víðar í Evrópu. En hvernig horfir þetta þá við Íslandi? Jú eins dauði er annars brauð. Það er alveg ljóst að í kortunum er einhver lækkun á byggingarvörum vegna minni eftirspurnar er líður á veturinn, þó vissulega muni orkukostnaður halda einhverjum vörum háum áfram. Við munum líka sjá að miklu meira verður um hæfileika ríka iðnaðarmenn sem gætu komið til Íslands og tekið þátt í bráð nauðsynlegri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. Verðbólga er á niðurleið á Íslandi, atvinnuleysi er nánast ekkert, hátt matvælaverð gagnast íslenskum sjávarútvegi, met hækkun varð á áli í gær 12.okt eða 7,5% á einum degi vegna mögulegs sölubanns á rússnesku áli, ferðaþjónusta er á fullri siglingu eftir covid. En kannski það allra mikilvægasta er að söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í dag er amk 30-40% hærra en byggingarkostnaður. Það er því gott rými fyrir einhverja lækkun á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu (sem lækkar verðbólgu) og góðan hagnað fyrir verktaka sem eru svo heppnir að fá lóð á íslenskum lóða skortmarkaði. Fyrir 15 árum fóru íslenskir iðnaðarmenn til hinna norðurlandanna í leit að vinnu, nú stefnir í að þetta gæti snúist við. Að Íslendingar gætu fengið til sín hæfileika ríka iðnaðarmenn frá Danmörku td, menn sem kunna að ganga frá flötum þökum, hlaða veggi og setja upp loftræsingu. Ísland á bullandi tækifæri núna að laga sveltan húsnæðismarkað á stuttum tíma með aukinni lóðaúthlutun og góðum iðnaðarmönnum. Stóra tækifæri Íslands núna er að fá lærða og reynda erlenda iðnaðarmenn, ekki bara verkamenn. Kannski er kominn tími til að rifja upp og byrja að „snakke dansk“. Höfundur er eigandi byggingarfyrirtækisins Nordisk Boligbyg aps í Dk.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar