Eiginkona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2022 07:38 Frá vettvangi á Ólafsfirði. Vísir/Tryggvi Páll Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar nokkur mál þar sem talið er að maðurinn, sem fannst látinn í íbúð á Ólafsfirði fyrir rúmri viku, og eiginkona hans, sem var viðstödd þegar hann lést, hafi átt í átökum sín á milli. Meðal annars er konan grunuð um að hafa stungið manninn, sem nú er látinn, með eggvopni í mars síðastliðnum. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 5. október síðastliðnum um gæsluvarðhald yfir konunni. Hún var handtekin ásamt þremur öðrum aðfaranótt 3. október síðastliðinn þegar tilkynning barst lögreglu á Ólafsfirði um að karlmaður hafi verið stunginn til bana í íbúð við Ólafsveg á Ólafsfirði. Konan, sem var eiginkona mannsins, sat í gæsluvarðhaldi þar til 7. október þegar henni var sleppt úr haldi ásamt annarri konu, sem var handtekin á sama tíma. Nú situr karlmaður enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á þriðjudag. Úrskurður Landsréttar um gæsluvarðhald yfir eiginkonunni var kveðinn upp 5. október síðastliðinn en var ekki birtur á vef Landsréttar fyrr en í gærkvöldi. Þar kemur fram að gögn bendi til að upphaf málsins hafi verið að hinn látni hafi sent einstakling, sem sé sennilega vitni í málinu, á heimilið við Ólafsveg að sækja eiginkonu sína. Þar hafi hún virst vera við neyslu á áfengi og hugsanlega öðrum vímugjöfum. Sá sem hinn látni hafi sent til að sækja konu sína hafi snúið til baka og tjáð manninum að hún hafi ekki viljað koma með honum. Þá hafi hinn látni farið sjálfur á staðinn og atburðarrás hafist sem hafi lokið með því að hann hafi verið stunginn til bana og maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi hlotið alvarlega áverka eftir hníf. Enn sé ekki vitað hver hafi veitt hinum látna þá áverka sem virðast hafa leitt til dauða hans. Ýmislegt bendi þó til að hinn látni og sá sem nú situr í gæsluvarðhaldi hafi átt í átökum þar sem hnífi var beitt. Rannsókn sé þó ekki komin það langt. Hafa skal í huga að þessar upplýsingar voru ritaðar strax 3. október og því líklegt að lögregla sé komin lengra á veg í rannsókn sinni nú, tíu dögum síðar. Manndráp á Ólafsfirði Lögreglumál Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03 Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37 Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 5. október síðastliðnum um gæsluvarðhald yfir konunni. Hún var handtekin ásamt þremur öðrum aðfaranótt 3. október síðastliðinn þegar tilkynning barst lögreglu á Ólafsfirði um að karlmaður hafi verið stunginn til bana í íbúð við Ólafsveg á Ólafsfirði. Konan, sem var eiginkona mannsins, sat í gæsluvarðhaldi þar til 7. október þegar henni var sleppt úr haldi ásamt annarri konu, sem var handtekin á sama tíma. Nú situr karlmaður enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á þriðjudag. Úrskurður Landsréttar um gæsluvarðhald yfir eiginkonunni var kveðinn upp 5. október síðastliðinn en var ekki birtur á vef Landsréttar fyrr en í gærkvöldi. Þar kemur fram að gögn bendi til að upphaf málsins hafi verið að hinn látni hafi sent einstakling, sem sé sennilega vitni í málinu, á heimilið við Ólafsveg að sækja eiginkonu sína. Þar hafi hún virst vera við neyslu á áfengi og hugsanlega öðrum vímugjöfum. Sá sem hinn látni hafi sent til að sækja konu sína hafi snúið til baka og tjáð manninum að hún hafi ekki viljað koma með honum. Þá hafi hinn látni farið sjálfur á staðinn og atburðarrás hafist sem hafi lokið með því að hann hafi verið stunginn til bana og maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi hlotið alvarlega áverka eftir hníf. Enn sé ekki vitað hver hafi veitt hinum látna þá áverka sem virðast hafa leitt til dauða hans. Ýmislegt bendi þó til að hinn látni og sá sem nú situr í gæsluvarðhaldi hafi átt í átökum þar sem hnífi var beitt. Rannsókn sé þó ekki komin það langt. Hafa skal í huga að þessar upplýsingar voru ritaðar strax 3. október og því líklegt að lögregla sé komin lengra á veg í rannsókn sinni nú, tíu dögum síðar.
Manndráp á Ólafsfirði Lögreglumál Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03 Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37 Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03
Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37
Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47