Munu reyna allt til að koma í veg fyrir lokun starfstöðvar Hafró í Ólafsvík Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2022 14:00 Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar þar sem meðal annars má finna Ólafsvík, Rif og Hellissand. Snb „Okkur líst engan veginn á þessi áform og erum í raun mjög ósátt að Hafró sé að gera þetta.“ Þetta segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, um þau áform Hafrannsóknastofnunar að loka starfstöð stofnunarinnar í Ólafsvík. Kristinn segir að fulltrúar sveitarfélagsins hafi nú þegar átt fundi með Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafró, og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þar sem óánægjunni var komið á framfæri. Þá munu þeir eiga fund með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á mánudaginn. „Við munum gera allt til að reyna að snúa þessu við, reyna að tryggja okkur stuðning ráðherra og þingmanna þannig að þetta gangi ekki eftir,“ segir Kristinn. Stangast á við stefnu ríkisstjórnarinnar Bæjarstjórinn segir sömuleiðis að þessi áform stangist á við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga störfum á landsbyggðinni. Kristinn rifjar upp að í sjávarútvegsráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2016, hafi verið samið um samstarf tveggja vísindastofnana í Ólafsvík – Hafrannsóknastofnunar og sjávarrannsóknarsetursins Varar – og þar hafi verið stefnt að því að tryggja fimm störf í Ólafsvík tengdum starfseminni. Skessuhorn sagði frá því í gær starfsmanni Hafró í Ólafsvík hefði borist bréf um að starfsstöðinni þar yrði lokað frá og með 1. janúar 2023, vegna uppsagnar á samningi um reksturinn. Kæmi fram í bréfinu að undirbúningur lokunarinnar væri þegar hafinn og að starfsmanninum hafi verið boðið starf á annarri starfstöð stofnunarinnar. Áhersla á vistkerfi Breiðafjarðar Á heimasíðu Hafró segir um starfstöðina í Ólafsvík, sem staðsett er við höfnina að Norðurtanga, að sérstök áhersla sé lögð á vistkerfi Breiðafjarðar í rannsóknum starfsmanna þar. „Meðal verkefna er regluleg umhverfisvöktun þar sem rýnt er í grunnstoðir vistkerfisins með mælingum á efnaþáttum og frumframleiðslu. Einnig fara fram rannsóknir á svifþörungum, svifdýrum og fæðuvef. Starfsmenn taka einnig þátt í gagnasöfnun úr afla sem eru nýtt í stofnmatsráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Þá eru starfsmenn oft þáttakendur í ýmsum rannsóknum á umhverfisáhrifum af framkvæmdum og nýtingu á Breiðafjarðarsvæðinu,“ segir á vef Hafró. Áður hefur komið fram að Hafró hafi gengið erfiðlega að manna starfstöðina og sömuleiðis að takmarkað fjármagn réði því að ákveðið hafi verið að loka starfstöðinni. Snæfellsbær Vinnumarkaður Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Þetta segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, um þau áform Hafrannsóknastofnunar að loka starfstöð stofnunarinnar í Ólafsvík. Kristinn segir að fulltrúar sveitarfélagsins hafi nú þegar átt fundi með Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafró, og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þar sem óánægjunni var komið á framfæri. Þá munu þeir eiga fund með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á mánudaginn. „Við munum gera allt til að reyna að snúa þessu við, reyna að tryggja okkur stuðning ráðherra og þingmanna þannig að þetta gangi ekki eftir,“ segir Kristinn. Stangast á við stefnu ríkisstjórnarinnar Bæjarstjórinn segir sömuleiðis að þessi áform stangist á við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga störfum á landsbyggðinni. Kristinn rifjar upp að í sjávarútvegsráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2016, hafi verið samið um samstarf tveggja vísindastofnana í Ólafsvík – Hafrannsóknastofnunar og sjávarrannsóknarsetursins Varar – og þar hafi verið stefnt að því að tryggja fimm störf í Ólafsvík tengdum starfseminni. Skessuhorn sagði frá því í gær starfsmanni Hafró í Ólafsvík hefði borist bréf um að starfsstöðinni þar yrði lokað frá og með 1. janúar 2023, vegna uppsagnar á samningi um reksturinn. Kæmi fram í bréfinu að undirbúningur lokunarinnar væri þegar hafinn og að starfsmanninum hafi verið boðið starf á annarri starfstöð stofnunarinnar. Áhersla á vistkerfi Breiðafjarðar Á heimasíðu Hafró segir um starfstöðina í Ólafsvík, sem staðsett er við höfnina að Norðurtanga, að sérstök áhersla sé lögð á vistkerfi Breiðafjarðar í rannsóknum starfsmanna þar. „Meðal verkefna er regluleg umhverfisvöktun þar sem rýnt er í grunnstoðir vistkerfisins með mælingum á efnaþáttum og frumframleiðslu. Einnig fara fram rannsóknir á svifþörungum, svifdýrum og fæðuvef. Starfsmenn taka einnig þátt í gagnasöfnun úr afla sem eru nýtt í stofnmatsráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Þá eru starfsmenn oft þáttakendur í ýmsum rannsóknum á umhverfisáhrifum af framkvæmdum og nýtingu á Breiðafjarðarsvæðinu,“ segir á vef Hafró. Áður hefur komið fram að Hafró hafi gengið erfiðlega að manna starfstöðina og sömuleiðis að takmarkað fjármagn réði því að ákveðið hafi verið að loka starfstöðinni.
Snæfellsbær Vinnumarkaður Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira