Munu reyna allt til að koma í veg fyrir lokun starfstöðvar Hafró í Ólafsvík Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2022 14:00 Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar þar sem meðal annars má finna Ólafsvík, Rif og Hellissand. Snb „Okkur líst engan veginn á þessi áform og erum í raun mjög ósátt að Hafró sé að gera þetta.“ Þetta segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, um þau áform Hafrannsóknastofnunar að loka starfstöð stofnunarinnar í Ólafsvík. Kristinn segir að fulltrúar sveitarfélagsins hafi nú þegar átt fundi með Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafró, og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þar sem óánægjunni var komið á framfæri. Þá munu þeir eiga fund með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á mánudaginn. „Við munum gera allt til að reyna að snúa þessu við, reyna að tryggja okkur stuðning ráðherra og þingmanna þannig að þetta gangi ekki eftir,“ segir Kristinn. Stangast á við stefnu ríkisstjórnarinnar Bæjarstjórinn segir sömuleiðis að þessi áform stangist á við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga störfum á landsbyggðinni. Kristinn rifjar upp að í sjávarútvegsráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2016, hafi verið samið um samstarf tveggja vísindastofnana í Ólafsvík – Hafrannsóknastofnunar og sjávarrannsóknarsetursins Varar – og þar hafi verið stefnt að því að tryggja fimm störf í Ólafsvík tengdum starfseminni. Skessuhorn sagði frá því í gær starfsmanni Hafró í Ólafsvík hefði borist bréf um að starfsstöðinni þar yrði lokað frá og með 1. janúar 2023, vegna uppsagnar á samningi um reksturinn. Kæmi fram í bréfinu að undirbúningur lokunarinnar væri þegar hafinn og að starfsmanninum hafi verið boðið starf á annarri starfstöð stofnunarinnar. Áhersla á vistkerfi Breiðafjarðar Á heimasíðu Hafró segir um starfstöðina í Ólafsvík, sem staðsett er við höfnina að Norðurtanga, að sérstök áhersla sé lögð á vistkerfi Breiðafjarðar í rannsóknum starfsmanna þar. „Meðal verkefna er regluleg umhverfisvöktun þar sem rýnt er í grunnstoðir vistkerfisins með mælingum á efnaþáttum og frumframleiðslu. Einnig fara fram rannsóknir á svifþörungum, svifdýrum og fæðuvef. Starfsmenn taka einnig þátt í gagnasöfnun úr afla sem eru nýtt í stofnmatsráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Þá eru starfsmenn oft þáttakendur í ýmsum rannsóknum á umhverfisáhrifum af framkvæmdum og nýtingu á Breiðafjarðarsvæðinu,“ segir á vef Hafró. Áður hefur komið fram að Hafró hafi gengið erfiðlega að manna starfstöðina og sömuleiðis að takmarkað fjármagn réði því að ákveðið hafi verið að loka starfstöðinni. Snæfellsbær Vinnumarkaður Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þetta segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, um þau áform Hafrannsóknastofnunar að loka starfstöð stofnunarinnar í Ólafsvík. Kristinn segir að fulltrúar sveitarfélagsins hafi nú þegar átt fundi með Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafró, og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þar sem óánægjunni var komið á framfæri. Þá munu þeir eiga fund með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á mánudaginn. „Við munum gera allt til að reyna að snúa þessu við, reyna að tryggja okkur stuðning ráðherra og þingmanna þannig að þetta gangi ekki eftir,“ segir Kristinn. Stangast á við stefnu ríkisstjórnarinnar Bæjarstjórinn segir sömuleiðis að þessi áform stangist á við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga störfum á landsbyggðinni. Kristinn rifjar upp að í sjávarútvegsráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2016, hafi verið samið um samstarf tveggja vísindastofnana í Ólafsvík – Hafrannsóknastofnunar og sjávarrannsóknarsetursins Varar – og þar hafi verið stefnt að því að tryggja fimm störf í Ólafsvík tengdum starfseminni. Skessuhorn sagði frá því í gær starfsmanni Hafró í Ólafsvík hefði borist bréf um að starfsstöðinni þar yrði lokað frá og með 1. janúar 2023, vegna uppsagnar á samningi um reksturinn. Kæmi fram í bréfinu að undirbúningur lokunarinnar væri þegar hafinn og að starfsmanninum hafi verið boðið starf á annarri starfstöð stofnunarinnar. Áhersla á vistkerfi Breiðafjarðar Á heimasíðu Hafró segir um starfstöðina í Ólafsvík, sem staðsett er við höfnina að Norðurtanga, að sérstök áhersla sé lögð á vistkerfi Breiðafjarðar í rannsóknum starfsmanna þar. „Meðal verkefna er regluleg umhverfisvöktun þar sem rýnt er í grunnstoðir vistkerfisins með mælingum á efnaþáttum og frumframleiðslu. Einnig fara fram rannsóknir á svifþörungum, svifdýrum og fæðuvef. Starfsmenn taka einnig þátt í gagnasöfnun úr afla sem eru nýtt í stofnmatsráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Þá eru starfsmenn oft þáttakendur í ýmsum rannsóknum á umhverfisáhrifum af framkvæmdum og nýtingu á Breiðafjarðarsvæðinu,“ segir á vef Hafró. Áður hefur komið fram að Hafró hafi gengið erfiðlega að manna starfstöðina og sömuleiðis að takmarkað fjármagn réði því að ákveðið hafi verið að loka starfstöðinni.
Snæfellsbær Vinnumarkaður Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira