Geimskot frá Langanesi misheppnaðist Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 13:39 Skylark L eldflaug á skotpalli á Langanesi um síðustu helgi. Forsvarsmenn skoska fyrirtækisins Skyrora tilkynntu í morgun að geimskot hefði verið reynt frá Langanesi um síðustu helgi. Geimskotið misheppnaðist þó og eldflaugin hafnaði í sjónum skammt frá skotstaðnum. Markmiðið var að skjóta eldflaug af gerðinni Skylark L í hundrað kílómetra hæð, sem margar endalok gufuhvolfsins og upphaf geimsins, en fljótt eftir skotið á laugardaginn kom upp bilun. Flaugin endaði í sjónum um 500 metrum frá skotstaðnum, samkvæmt yfirlýsingu sem birt var á vef Skyrora í morgun. Í yfirlýsingunni segir að hvorki fólk né dýralíf hafi borið skaða af og unnið sé að því að endurheimta eldflaugina úr sjónum. Sama fyrirtæki skaut upp eldflaug frá Langanesi árið 2020. Fyrr á þessu ári sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins svo að óþarfa skrifræði stjórnvalda hefði tafið geimskotið sem reynt var um helgina en upprunalega átti að skjóta henni á loft í september í fyrra. Stutt drónamyndband frá skotstaðnum má sjá hér að neðan. Fyrirtækið hefur ekki birt myndefni af geimskotinu sjálfu. Skylark L er ellefu metra há eldflaug sem hönnuð er til að ná rúmlega 125 kílómetra hæð. Hún er einnig hönnuð til að notast við færanlegan skotpall og til marks um það benda forsvarsmenn Skyrora á að undirbúningur fyrir tilraunina um helgina hafi einungis tekið sjö daga. Í áðurnefndri yfirlýsingu er haft eftir Lee Rosen, framkvæmdastjóra Skyrora að rúmlega þriggja áratuga reynsla í bransanum hafi sýnt honum að eitthvað geti alltaf komið upp á. Hægt sé að smíða hina bestu eldflaug og undirbúa geimskaut gaumgæfilega en þrátt fyrir það komi óvænt atvik upp á. Þrátt fyrir að geimskotið hafi misheppnast hafi starfsmenn fyrirtækisins fengið mikilvæg gögn í hendurnar og öðlast mikilvæga reynslu. Rosen segist einnig hæstánægður með þann stuðning sem fyrirtækið hafi fengið frá stjórnvöldum Íslands og samfélaginu á Þórshöfn. Haft er eftir Birni Sigurði Lárussyni, bæjarstjóra Langanesbyggðar, að það hafi verið forréttindi fyrir samfélagið að hafa verið valið sem skotstaður fyrir Skylark L. Hann segist vonast til þess að verkefni muni leiða til áframhaldandi þróunar geimiðnaðar hér á landi og bæta samskipti Bretlands og Íslands. Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36 Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07 Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35 Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Markmiðið var að skjóta eldflaug af gerðinni Skylark L í hundrað kílómetra hæð, sem margar endalok gufuhvolfsins og upphaf geimsins, en fljótt eftir skotið á laugardaginn kom upp bilun. Flaugin endaði í sjónum um 500 metrum frá skotstaðnum, samkvæmt yfirlýsingu sem birt var á vef Skyrora í morgun. Í yfirlýsingunni segir að hvorki fólk né dýralíf hafi borið skaða af og unnið sé að því að endurheimta eldflaugina úr sjónum. Sama fyrirtæki skaut upp eldflaug frá Langanesi árið 2020. Fyrr á þessu ári sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins svo að óþarfa skrifræði stjórnvalda hefði tafið geimskotið sem reynt var um helgina en upprunalega átti að skjóta henni á loft í september í fyrra. Stutt drónamyndband frá skotstaðnum má sjá hér að neðan. Fyrirtækið hefur ekki birt myndefni af geimskotinu sjálfu. Skylark L er ellefu metra há eldflaug sem hönnuð er til að ná rúmlega 125 kílómetra hæð. Hún er einnig hönnuð til að notast við færanlegan skotpall og til marks um það benda forsvarsmenn Skyrora á að undirbúningur fyrir tilraunina um helgina hafi einungis tekið sjö daga. Í áðurnefndri yfirlýsingu er haft eftir Lee Rosen, framkvæmdastjóra Skyrora að rúmlega þriggja áratuga reynsla í bransanum hafi sýnt honum að eitthvað geti alltaf komið upp á. Hægt sé að smíða hina bestu eldflaug og undirbúa geimskaut gaumgæfilega en þrátt fyrir það komi óvænt atvik upp á. Þrátt fyrir að geimskotið hafi misheppnast hafi starfsmenn fyrirtækisins fengið mikilvæg gögn í hendurnar og öðlast mikilvæga reynslu. Rosen segist einnig hæstánægður með þann stuðning sem fyrirtækið hafi fengið frá stjórnvöldum Íslands og samfélaginu á Þórshöfn. Haft er eftir Birni Sigurði Lárussyni, bæjarstjóra Langanesbyggðar, að það hafi verið forréttindi fyrir samfélagið að hafa verið valið sem skotstaður fyrir Skylark L. Hann segist vonast til þess að verkefni muni leiða til áframhaldandi þróunar geimiðnaðar hér á landi og bæta samskipti Bretlands og Íslands.
Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36 Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07 Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35 Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36
Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07
Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35
Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent