Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2022 13:54 Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri Akraness. Vísir Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Frá þessu segir í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar en landið sem um ræðir er Akrakot, suðaustur af Akraneskaupstað, en land Hvalfjarðarsveitar nær alveg að jaðri þéttbýlis Akraneskaupstaðar. Akraneskaupstaður sér fyrir sér íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti Hvalfjarðarsveitar, segir í samtali í samtali við Vísi að erindi nágrannanna í Akraneskaupstað hafi borist í morgun og verði tekið fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. október næstkomandi. „Ekki er unnt að tjá sig um málið fyrr en að þeim fundi loknum,“ segir Andrea Ýr. Hafa keypt Akrakot Í tilkynningunni á vef Akraneskaupstaðar segir að nýverið hafi verið samþykkt á lokuðum fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar kaup á landi Akrakots sem sé í Hvalfjarðarsveit. „Í framhaldinu var gengið frá samningi við eigendur að landi og eignum Akrakots. Eftir að málið var kynnt fulltrúum Hvalfjarðarsveitar hefur sveitarfélagið óskað eftir formlegu erindi og boðið til framhaldsfundar þar sem Akraneskaupstað er gefið tækifæri til að kynna erindi sitt nánar. Samningurinn er með ákveðnum fyrirvörum m.a. um að samþykki Hvalfjarðarsveitar fáist fyrir því að sveitarfélagamörk á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar verði breytt með þeim hætti að land Akrakots falli innan sveitarfélagamarka Akraness þ.e. allt landsvæði ofan við Ásfell og Fögrubrekku. Í þessu felst að óskað er eftir að færsla sveitarfélagamarkanna nái einungis til hluta þess lands sem keypt er (sjá rauðlitað á mynd en ekki til svæðis sem merkt er grænlitað á mynd),“ segir í tilkynningunni. Akraneskaupstaður vill að rauða svæðið á myndinni falli innan marka Akraneskaupstaðar. Akranes Kaup eða makaskipti Fram kemur að Akraneskaupstaður hafi sent tvö erindi til Hvalfjarðarsveitar, annars vegar þar sem þess sé góðfúslega farið á leit við Hvalfjarðarsveit að taka upp viðræður við Akraneskaupstað um breytingu á sveitarfélagamörkum. „Hins vegar er beiðni um viðræður um kaup eða makaskipti á landi af Hvalfjarðarsveit sem er í eigu Hvalfjarðarsveitar til tengingar inn á hið selda landssvæði. Sjá blálitað á mynd). Akraneskaupstaður fyrirhugar íbúabyggð sérbýla þ.e. einbýlishús og par-/raðhús þ.e. lágreist byggð 1-3 hæðir á landinu. Ekki eru fyrirhuguð stærri fjölbýlishús á svæðinu en kaupin eru ætluð til að tryggja um 40% hlutfall sérbýla í bæjarfélaginu. Með þessu vil Akraneskaupstaður tryggja til langs tíma framþróun bæjarfélagsins í góðri sátt við Hvalfjarðarsveit. Í því felast tækifæri til áframhaldandi góðs samstarfs sveitarfélaganna sem og hagræði fyrir bæði sveitarfélögin til hagsbóta fyrir íbúa beggja sveitarfélaga m.a. með vegtengingum o.fl. Ef fallist verður á sölu eða makaskipti munu sveitarfélagamörk breytast til samræmis,“ segir á vef Akraneskaupstaðar. Hvalfjarðarsveit Akranes Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar en landið sem um ræðir er Akrakot, suðaustur af Akraneskaupstað, en land Hvalfjarðarsveitar nær alveg að jaðri þéttbýlis Akraneskaupstaðar. Akraneskaupstaður sér fyrir sér íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti Hvalfjarðarsveitar, segir í samtali í samtali við Vísi að erindi nágrannanna í Akraneskaupstað hafi borist í morgun og verði tekið fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. október næstkomandi. „Ekki er unnt að tjá sig um málið fyrr en að þeim fundi loknum,“ segir Andrea Ýr. Hafa keypt Akrakot Í tilkynningunni á vef Akraneskaupstaðar segir að nýverið hafi verið samþykkt á lokuðum fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar kaup á landi Akrakots sem sé í Hvalfjarðarsveit. „Í framhaldinu var gengið frá samningi við eigendur að landi og eignum Akrakots. Eftir að málið var kynnt fulltrúum Hvalfjarðarsveitar hefur sveitarfélagið óskað eftir formlegu erindi og boðið til framhaldsfundar þar sem Akraneskaupstað er gefið tækifæri til að kynna erindi sitt nánar. Samningurinn er með ákveðnum fyrirvörum m.a. um að samþykki Hvalfjarðarsveitar fáist fyrir því að sveitarfélagamörk á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar verði breytt með þeim hætti að land Akrakots falli innan sveitarfélagamarka Akraness þ.e. allt landsvæði ofan við Ásfell og Fögrubrekku. Í þessu felst að óskað er eftir að færsla sveitarfélagamarkanna nái einungis til hluta þess lands sem keypt er (sjá rauðlitað á mynd en ekki til svæðis sem merkt er grænlitað á mynd),“ segir í tilkynningunni. Akraneskaupstaður vill að rauða svæðið á myndinni falli innan marka Akraneskaupstaðar. Akranes Kaup eða makaskipti Fram kemur að Akraneskaupstaður hafi sent tvö erindi til Hvalfjarðarsveitar, annars vegar þar sem þess sé góðfúslega farið á leit við Hvalfjarðarsveit að taka upp viðræður við Akraneskaupstað um breytingu á sveitarfélagamörkum. „Hins vegar er beiðni um viðræður um kaup eða makaskipti á landi af Hvalfjarðarsveit sem er í eigu Hvalfjarðarsveitar til tengingar inn á hið selda landssvæði. Sjá blálitað á mynd). Akraneskaupstaður fyrirhugar íbúabyggð sérbýla þ.e. einbýlishús og par-/raðhús þ.e. lágreist byggð 1-3 hæðir á landinu. Ekki eru fyrirhuguð stærri fjölbýlishús á svæðinu en kaupin eru ætluð til að tryggja um 40% hlutfall sérbýla í bæjarfélaginu. Með þessu vil Akraneskaupstaður tryggja til langs tíma framþróun bæjarfélagsins í góðri sátt við Hvalfjarðarsveit. Í því felast tækifæri til áframhaldandi góðs samstarfs sveitarfélaganna sem og hagræði fyrir bæði sveitarfélögin til hagsbóta fyrir íbúa beggja sveitarfélaga m.a. með vegtengingum o.fl. Ef fallist verður á sölu eða makaskipti munu sveitarfélagamörk breytast til samræmis,“ segir á vef Akraneskaupstaðar.
Hvalfjarðarsveit Akranes Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira