Leitar skýringa á halla vegna þjónustu við fatlað fólk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 15:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, vill sveitarfélögin í lið með sér í leit að lausnum og skýringum. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að ríki og sveitarfélög þurfi í sameiningu að leita skýringa og lausna vegna fjárhagslegs halla við þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð. Guðmundur Ingi ávarpaði fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Ráðherra fagnaði því að fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð væri til umræðu. Um leið undirstrikaði hann þann mikla fjárhagslega halla sem væri á þjónustu við málaflokkinn hjá sveitarfélögum. Það væri alvarleg staða sem ríki og sveitarfélög þyrftu að takast á við í sameiningu. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála á Facebook í gær. Fleiri sveitarstjórar hafa talað á svipuðum nótum. „Það er ljóst að flutningur á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga hefur ekki gengið sem skyldi. Vanfjármögnum málaflokksins er ein megin orsök fjárhagsvanda sveitarfélaga í landinu. Nú er tilefni að mínu mati til að skoða hvort ekki sé heillavænlegast að ríkið taki aftur við málaflokknum,“ sagði Rósa. Guðmundur Ingi segir að í sameiningu leiti nú ríki og sveitarfélög skýringa. Fram kom í máli hans að starfshópur sem hann hefði skipað í upphafi sumars ætti að skila tillögum að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga á grundvelli kortlagningar og rýni sem hópnum væri jafnframt falið að vinna. Ráðherra hefði óskað eftir því að fyrstu tillögur hópsins lægju fyrir í desember næstkomandi. Guðmundur Ingi minnti sömuleiðis á að stórir hlutir væru í farvatninu í málaflokknum, enda væri kveðið á um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Vinna við gerð framkvæmdaáætlunar, eða landsáætlunar, á grundvelli samningsins væri að hefjast í þessum mánuði. „Við eigum enn þá talsvert langt í land með að jafna tækifæri fatlaðs fólks á við ófatlað fólk. Tækifæri til mennta eru færri. Möguleikar á vinnumarkaði eru minni. En á sama tíma er framlag fatlaðs fólks til samfélagsins meira en við gerum okkur oft grein fyrir,“ sagði hann. „Meiri fjölbreytileika fylgir opnara, manneskjulegra og betra samfélag. Vanmetum ekki kraftinn í fötluðu fólki og framlagi þess og hjálpumst að við það á næstu árum að tryggja full mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Inga á vef Stjórnarráðsins. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Guðmundur Ingi ávarpaði fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Ráðherra fagnaði því að fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð væri til umræðu. Um leið undirstrikaði hann þann mikla fjárhagslega halla sem væri á þjónustu við málaflokkinn hjá sveitarfélögum. Það væri alvarleg staða sem ríki og sveitarfélög þyrftu að takast á við í sameiningu. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála á Facebook í gær. Fleiri sveitarstjórar hafa talað á svipuðum nótum. „Það er ljóst að flutningur á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga hefur ekki gengið sem skyldi. Vanfjármögnum málaflokksins er ein megin orsök fjárhagsvanda sveitarfélaga í landinu. Nú er tilefni að mínu mati til að skoða hvort ekki sé heillavænlegast að ríkið taki aftur við málaflokknum,“ sagði Rósa. Guðmundur Ingi segir að í sameiningu leiti nú ríki og sveitarfélög skýringa. Fram kom í máli hans að starfshópur sem hann hefði skipað í upphafi sumars ætti að skila tillögum að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga á grundvelli kortlagningar og rýni sem hópnum væri jafnframt falið að vinna. Ráðherra hefði óskað eftir því að fyrstu tillögur hópsins lægju fyrir í desember næstkomandi. Guðmundur Ingi minnti sömuleiðis á að stórir hlutir væru í farvatninu í málaflokknum, enda væri kveðið á um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Vinna við gerð framkvæmdaáætlunar, eða landsáætlunar, á grundvelli samningsins væri að hefjast í þessum mánuði. „Við eigum enn þá talsvert langt í land með að jafna tækifæri fatlaðs fólks á við ófatlað fólk. Tækifæri til mennta eru færri. Möguleikar á vinnumarkaði eru minni. En á sama tíma er framlag fatlaðs fólks til samfélagsins meira en við gerum okkur oft grein fyrir,“ sagði hann. „Meiri fjölbreytileika fylgir opnara, manneskjulegra og betra samfélag. Vanmetum ekki kraftinn í fötluðu fólki og framlagi þess og hjálpumst að við það á næstu árum að tryggja full mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Inga á vef Stjórnarráðsins.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira