Pétur Sveinsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt hafa gengið vel fyrir sig að mestu. Hann nefnir þó leigubílinn sem lenti í Reykjavíkurtjörn í gærmorgun.
Lögreglan minni á nauðsyn þess að skafa rúður og fara varlega í umferðinni. Margir séu nú þegar komnir á nagladekk vegna veðursins. Það sé svo sannarlega refsilaust að skella þeim undir núna.
„Það hefur almennt bara verið þannig með Íslendinginn, við erum allt of, allt of löt við að skafa,“ segir Pétur.
Hann segir að það séu alltaf einhverjir sem geymi það að setja vetrardekkin undir aðeins of lengi, það sé þó svo sannarlega refsilaust að skella þeim undir núna. Margir séu nú þegar komnir á nagladekk vegna veðursins.