Er með tvo af eigendum liðsins í leikmannahópnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 07:01 Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Eignarhaldið þar er ekki eins og hjá flestum öðrum fótboltafélögum. Lars Ronbog/Getty Images Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur. Freyr stýrði Lyngby upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun en það virðist ekki eiga mikla möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Eftir 13 umferðir er liðið með aðeins fimm stig og á enn eftir að vinna leik. Í gærkvöld, föstudag, tapaði Lyngby 0-2 á heimavelli gegn Álaborg. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Lyngby sitji á botninum þar sem liðið er langt á eftir öðrum liðum deildarinnar þegar kemur að fjármagni. Raunar er það þannig að nokkur lið í B-deildinni eru með meira á milli handanna en Freyr og félagar. Ástæðan er sú að fyrir fjórum árum þá fór Lyngby á hausinn. Til að bjarga félaginu þá keyptu fjársterkir aðilar það og settu allskyns fjárhagsreglur svo sagan gæti ekki endurtekið sig. Þar af voru tveir menn sem voru enn að spila fótbolta. Í hlaðvarpinu fer Freyr yfir sitt fyrsta tímabil með félagið þar sem fram kemur að hann hafi eytt litlu sem engu i leikmenn og þá staðreynd að tveir af leikmönnum liðsins hafi verið í leikmannahópi þess. Breiðhyltingarnir í liði Lyngby.Lyngby „Við kaupum Sævar Atla [Magnússon] á mjög sanngjarnt verð fyrir klúbbinn. Leiknir Reykjavík fékk ekki háa fjárhæð fyrir hann en vonandi eitthvað ef við seljum hann lengra. Annars kaupi ég ekkert í byrjun en leigi svo Andreas Bjelland frá FC Kaupmannahöfn, hann var kominn í kælinn þar. Er uppalinn í Lyngby, 33 ára og geggjaður leikmaður.“ „Það var himnasending fyrir mig, að fá hann. Hann er einn af eigendum klúbbsins, þannig ég er með einn af eigendunum í leikmannahópnum. Svo var ég með annan, Brian Hämäläinen, sem er búinn að vera á bekknum síðustu fimm leiki. Hann er líka í eignarhaldinu, 33 ára gamall. Það er ekkert vesen, hann er svo flottur. Hann sættir sig við hlutverk og gerir það upp á tíu.“ „Það er ýmislegt svona, ég er bara þjálfari liðsins og geri það sem er best fyrir liðið,“ sagði Freyr að endingu um þessa skemmtilegu staðreynd. Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Sjá meira
Freyr stýrði Lyngby upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun en það virðist ekki eiga mikla möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Eftir 13 umferðir er liðið með aðeins fimm stig og á enn eftir að vinna leik. Í gærkvöld, föstudag, tapaði Lyngby 0-2 á heimavelli gegn Álaborg. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Lyngby sitji á botninum þar sem liðið er langt á eftir öðrum liðum deildarinnar þegar kemur að fjármagni. Raunar er það þannig að nokkur lið í B-deildinni eru með meira á milli handanna en Freyr og félagar. Ástæðan er sú að fyrir fjórum árum þá fór Lyngby á hausinn. Til að bjarga félaginu þá keyptu fjársterkir aðilar það og settu allskyns fjárhagsreglur svo sagan gæti ekki endurtekið sig. Þar af voru tveir menn sem voru enn að spila fótbolta. Í hlaðvarpinu fer Freyr yfir sitt fyrsta tímabil með félagið þar sem fram kemur að hann hafi eytt litlu sem engu i leikmenn og þá staðreynd að tveir af leikmönnum liðsins hafi verið í leikmannahópi þess. Breiðhyltingarnir í liði Lyngby.Lyngby „Við kaupum Sævar Atla [Magnússon] á mjög sanngjarnt verð fyrir klúbbinn. Leiknir Reykjavík fékk ekki háa fjárhæð fyrir hann en vonandi eitthvað ef við seljum hann lengra. Annars kaupi ég ekkert í byrjun en leigi svo Andreas Bjelland frá FC Kaupmannahöfn, hann var kominn í kælinn þar. Er uppalinn í Lyngby, 33 ára og geggjaður leikmaður.“ „Það var himnasending fyrir mig, að fá hann. Hann er einn af eigendum klúbbsins, þannig ég er með einn af eigendunum í leikmannahópnum. Svo var ég með annan, Brian Hämäläinen, sem er búinn að vera á bekknum síðustu fimm leiki. Hann er líka í eignarhaldinu, 33 ára gamall. Það er ekkert vesen, hann er svo flottur. Hann sættir sig við hlutverk og gerir það upp á tíu.“ „Það er ýmislegt svona, ég er bara þjálfari liðsins og geri það sem er best fyrir liðið,“ sagði Freyr að endingu um þessa skemmtilegu staðreynd. Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Sjá meira