Carragher: Liverpool þarf að stöðva De Bruyne frekar en Haaland Atli Arason skrifar 16. október 2022 12:01 Jamie Carragher, sparkspekingur hjá Sky Sports. Getty Images Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, telur að sínir fyrrum liðsfélagar þurfa að leggja meiri áherslu á að stöðva Kevin De Bruyne, leikmann Manchester City, frekar en samherja De Bruyne og markahæsta leikmann úrvalsdeildarinnar, Erling Haaland. „Það eru þessir tveir leikmenn, Haaland og De Bruyne, sem eru saman eins og einn leikmaður í pakkadíll. Ef þú stöðvar De Bruyne þá dregurðu úr u.þ.b. 50 prósent af því sem Haaland gerir. Tengingin sem þessir tveir leikmann hafa er ótrúleg. Fyrir mér er Kevin De Bruyne besti miðjumaður í heimi. Ég myndi frekar leggja áherslu á að stöðva De Bruyne en Haaland í þessum leik,“ svaraði Carragher í hlaðvarpi Sky Sports, aðspurður hvernig Liverpool ætti að stöðva Manchester City. „Liverpool ætti ekki að leggjast niður, það er ekki þeirra stíll. Liverpool er á heimavelli og ætti að nota stuðningin úr stúkunni sér í hag, vera árásargjarnir og reyna að gera þetta eins erfitt fyrir Manchester City og hægt er. Ég hef fulla trú á því að Liverpool geti unnið þennan leik,“ bætti Carragher við. De Bruyne er nú þegar kominn með níu stoðsendingar í deildinni til þessa, meira en helmingi meira en næstu menn, Bukayo Saka og Bernardo Silva sem hafa lagt upp fjögur mörk hingað til. „Það hjálpar Haaland vissulega mikið að skora mörk þegar hann er mögulega með besta sendingarmann sem enska deildin hefur nokkurn tímann séð í sínu liði. Ef Haaland væri að spila fyrir Liverpool núna þá væri enginn möguleiki að hann væri búinn að skora jafn mörg mörk þar sem Liverpool er ekki með sömu gæði á miðjunni,“ sagði Carragher áður en hann bætti við. „Haaland hefur verið óstöðvandi í úrvalsdeildinni en hann þarf aðstoð og augljóslega er enginn betri í því en Kevin De Bruyne.“ Stórleikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 15.30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
„Það eru þessir tveir leikmenn, Haaland og De Bruyne, sem eru saman eins og einn leikmaður í pakkadíll. Ef þú stöðvar De Bruyne þá dregurðu úr u.þ.b. 50 prósent af því sem Haaland gerir. Tengingin sem þessir tveir leikmann hafa er ótrúleg. Fyrir mér er Kevin De Bruyne besti miðjumaður í heimi. Ég myndi frekar leggja áherslu á að stöðva De Bruyne en Haaland í þessum leik,“ svaraði Carragher í hlaðvarpi Sky Sports, aðspurður hvernig Liverpool ætti að stöðva Manchester City. „Liverpool ætti ekki að leggjast niður, það er ekki þeirra stíll. Liverpool er á heimavelli og ætti að nota stuðningin úr stúkunni sér í hag, vera árásargjarnir og reyna að gera þetta eins erfitt fyrir Manchester City og hægt er. Ég hef fulla trú á því að Liverpool geti unnið þennan leik,“ bætti Carragher við. De Bruyne er nú þegar kominn með níu stoðsendingar í deildinni til þessa, meira en helmingi meira en næstu menn, Bukayo Saka og Bernardo Silva sem hafa lagt upp fjögur mörk hingað til. „Það hjálpar Haaland vissulega mikið að skora mörk þegar hann er mögulega með besta sendingarmann sem enska deildin hefur nokkurn tímann séð í sínu liði. Ef Haaland væri að spila fyrir Liverpool núna þá væri enginn möguleiki að hann væri búinn að skora jafn mörg mörk þar sem Liverpool er ekki með sömu gæði á miðjunni,“ sagði Carragher áður en hann bætti við. „Haaland hefur verið óstöðvandi í úrvalsdeildinni en hann þarf aðstoð og augljóslega er enginn betri í því en Kevin De Bruyne.“ Stórleikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 15.30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira