Reuters greinir frá því að annars vegar hafi rússnesk yfirvöld sagt mennina vera frá ríki sem hafi áður verið innan Sovéska lýðveldinu. Úkraínsk yfirvöld hafi sagt mennina tvo frá Tadsjikistan. Árásin hafi hafist eftir deilur um trú.
Reuters setur þó þann fyrirvara á umfjöllunina að ástæður árásarinnar og fjöldi látinna hafi ekki fengist staðfestur en hafa eftir rússneskri rannsóknarnefnd að til viðbótar við þá ellefu sem sagðir eru látnir séu fimmtán særðir.
Átökin hafi verið sögð mjög hörð nú um helgina í Donetsk, Lúhansk og Kherson héröðum. Það eru héröð sem Rússland staðfesti að væru nú hluti af Rússlandi í síðasta mánuði.
Nú er rússneski herinn sagður glíma við skort á búnaði vegna sprengingarinnar við Kertsj brúnna en mikill hluti vopnabirgða til rússneska hersins í suður Úkraínu hafi verið fluttur yfir þá brú.
Á sólarhringnum sem lauk nú á sunnudagsmorgun er Rússland sagt hafa beint öflum sínum að tugum úkraínskra þorpa og bæja ásamt því að setja fimm flugskeyti og sextíu eldflaugar á loft. Úkraína hafi þá svarað því með 32 árásum og hæft 24 skotmörk.