Virðing fyrir skoðunum barna Hanna Borg Jónsdóttir skrifar 17. október 2022 17:27 Á undanförnum misserum hefur UNICEF á Íslandi lagt ríka áherslu á auka meðvitund í samfélaginu um mikilvægi þess að börn fái tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Til þess að það sé mögulegt þurfa að vera til staðar aðgengilegar leiðir fyrir börn til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri þannig að þau eigi raunhæfa möguleika á því að hafa áhrif á öll mál er þau varða. Það er nefnilega þannig að í röddum, reynslu og hugmyndum barna felast verðmæti og það er skylda okkar fullorðna fólksins að nýta þessi verðmæti. Börn geta bent okkur á svo margt sem við fullorðna fólkið getum ekki vitað og sett fram hugmyndir sem okkur hefði aldrei dottið í hug. Vernd, umönnun og þátttaka Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fjallar í meginatriðum um þrennt; skyldu fullorðna fólksins til þess að tryggja öllum börnum vernd, umönnun og þátttöku. Með þátttöku er átt við að börn fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem þau varða og að tekið sé tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þroska. Þetta á við allsstaðar í samfélaginu, alveg frá heimilinu þar sem barn hefur áhrif á hverju það klæðist, hvað það borðar, hvernig það leikur sér og hvaða bók er lesin og yfir í að hafa áhrif á námið sitt, hverfisskipulagið eða opinbera ákvörðun um umgengni eða forsjá. Þarna er ekki átt við að börn eigi alltaf að ráða öllu ein þar sem einnig þarf að hugsa um önnur réttindi barnsins; Barnið á einnig rétt á leiðsögn foreldra, forsjáraðila eða umsjónaraðila sem byggir á því sem er best fyrir barnið og tryggja þarf jafnræði allra barna. Allar greinar Barnasáttmálans tengjast og mikilvægt er að horfa heildrænt til réttinda barna. Ef við ímyndum okkur hvernig líf okkar væri ef að okkur væri vissulega tryggt öruggt og notalegt húsaskjól, nóg af mat og drykk og vinsamlegur félagsskapur en við fengjum ekki að ráða því eða hafa áhrif á það hvað við gerðum, hvað við horfðum á, hvenær við færum út, hvaða íþróttir við stunduðum, hverju við klæddumst og væri bannað að kjósa - þá liði okkur ekki vel. Við verðum að bera virðingu fyrir skoðunum barna og skoðanafrelsi þeirra. Hvaða mál varða börn? En hvaða mál eru það sem varða börn? Eru það einungis málefni sem tengjast heimilinu, skólanum og tómstundunum? Getur verið að það séu líka samfélagsleg málefni líkt og skipulagsmál og fjárhagsáætlanagerð? Hverjir eru það sem nota hverfin okkar einna mest og vita nákvæmlega hvar það er sem alltaf er keyrt of hratt, hvar vantar lýsingu og hvar væri hentugt að koma fyrir leikvelli? Hverjir geta líka sagt okkur hvaða staðir eru einfaldlega frábærir og hvar þeim líður vel? Já, það eru ekki síst börnin. Ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við fjárhagsáætlanagerð hafa svo alltaf óbein áhrif á börn því allt spilar saman; hversu framarlega á forgangslistann skal það fara að fjármagn sé tryggt í viðhald og endurbætur á skólahúsnæði, uppsetningu nýrra gangbrautarljósa eða í að tryggja nægan stuðning innan skóla og leikskóla? Á hvaða málefnum geta börn myndað sér skoðanir? En hvernig eiga börn eiginlega að hafa áhrif á svo flóknar ákvarðanir og geta þau skilið þetta nægilega vel til þess að geta myndað sér skoðun? Börn geta það í samræmi við aldur og þroska en til þess að geta myndað sér skoðun er algjör grundvallarforsenda að börn hafi aðgang að stuðningi og skýrum upplýsingum. Það má sannarlega tryggja börnum þessi tækifæri og þessar leiðir og það er einmitt það sem við hjá UNICEF á Íslandi höfum verið að leggja okkur fram um að fræða bæði börn og fullorðna um. Höfum við í þeim tilgangi framleitt fræðsluefni, haldið námskeið, vinnustofur og fyrirlestra fyrir fjölbreytta hópa sem vinna með okkur að verkefnunum Barnvæn sveitarfélög og Réttindaskólar UNICEF, bæði fyrir fullorðna og börn. Ráðstefna um þátttöku barna Á haustdögum héldum við ráðstefnu um þátttöku barna og tækifæri þeirra til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Markmiðið var að bjóða starfsfólki sveitarfélaga og skóla að koma og fræðast um fjölbreyttar þátttökuleiðir fyrir börn. Meðal þess sem þar fór fram var kynning fulltrúa frá skipulagssviði Reykjavíkurborgar á því hvernig hægt er að tryggja að börn fái tækifæri til að hafa áhrif á sitt nærumhverfi og hverfisskipulag með verklaginu Skapandi samráð sem ég hvet öll sveitarfélög til þess að kynna sér vel. Í stuttu máli hafa börn mikilvægt hlutverk þegar kemur að skapandi samráði; þau fá fræðslu um hverfisskipulag og rétt sinn til þátttöku, taka þátt í að útbúa líkan af hverfinu og eru svo hvött til þess að skrifa sínar ábendingar á miða og setja á viðeigandi staði á líkaninu. Úr þessu er svo unnið á markvissan hátt. Barnvæn sveitarfélög kynntu fleiri þátttökuleiðir, líkt og að koma upp veggspjöldum víða um bæinn þar sem börn eiga leið hjá þar sem börn eru hvött til þess að senda inn ábendingar sínar og/eða hugmyndir um bæinn með hjálp QR kóða eða koma upp ábendingar- og tilkynningahnöppum á spjaldtölvur nemenda. Fjallað var um leiðir fyrir leikskólabörn til þess að hafa áhrif á leikskólastarfið og umhverfið í leikskólanum, t.d. með einföldum göngutúrum um svæðið þar sem hlustað er eftir líðan og skoðunum barna á umhverfi sínu. Einnig var fjallað um leiðir fyrir börn í grunnskóla til þess að hafa áhrif á skólaumhverfið og námið sitt og mikilvægi þess að búa til umhverfi innan skólans þar sem mannréttindi og lýðræði eru virt. Umhverfi þar sem öll börn fá tækifæri til og þora að taka þátt og segja sínar skoðanir og hafa þannig áhrif á menntun sína og skólamenningu. Á ráðstefnunni var lögð áhersla á mikilvægi þess að allt fullorðið fólk fái fræðslu um réttindi barna og að við tileinkum okkur barnaréttindanálgun í öllum okkar störfum en það er það sem bæði innanlandsverkefni UNICEF, Barnvæn sveitarfélög og Réttindaskólar leggja mikla áherslu á. Öll sveitarfélög hafi virk og upplýst ungmennaráð Önnur áhrifarík þátttökuleið fyrir börn sem einnig var fjallað um á ráðstefnunni eru ungmennaráð sveitarfélaga. Ungmennaráð geta verið gífurlega áhrifamikil ef vel er að þeim staðið og þau fá þann stuðning sem þarf til þess að þátttaka þeirra sé merkingarbær en ekki aðeins til skrauts. Samkvæmt æskulýðslögum ber sveitarfélögum að hlutast til um að ungmennaráð séu stofnuð og að þau séu ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir. Að mörgu er að huga ef virkja á öflugt ungmennaráð sem hefur raunveruleg tækifæri til þess að hafa áhrif á málefni bæjarins, þau þurfa stuðning, upplýsingar og utanumhald og þá þurfa allir aðilar innan stjórnsýslunnar að vera meðvitaðir um tilvist þess og tilgang. Í kjölfarið á ráðstefnunni sendi UNICEF á Íslandi út erindisbréf til allra sveitarfélaga landsins þar sem þau eru hvött til þess að tryggja framangreint. Það er von okkar að sem allra flest sveitarfélög og menntastofnanir taki þátt í átakinu og yfirfari hvaða leiðir standa börnum til boða til þess að hafa raunveruleg áhrif og bæti úr. Höfundur er sérfræðingur í innleiðingu Barnasáttmálans og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga UNICEF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur UNICEF á Íslandi lagt ríka áherslu á auka meðvitund í samfélaginu um mikilvægi þess að börn fái tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Til þess að það sé mögulegt þurfa að vera til staðar aðgengilegar leiðir fyrir börn til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri þannig að þau eigi raunhæfa möguleika á því að hafa áhrif á öll mál er þau varða. Það er nefnilega þannig að í röddum, reynslu og hugmyndum barna felast verðmæti og það er skylda okkar fullorðna fólksins að nýta þessi verðmæti. Börn geta bent okkur á svo margt sem við fullorðna fólkið getum ekki vitað og sett fram hugmyndir sem okkur hefði aldrei dottið í hug. Vernd, umönnun og þátttaka Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fjallar í meginatriðum um þrennt; skyldu fullorðna fólksins til þess að tryggja öllum börnum vernd, umönnun og þátttöku. Með þátttöku er átt við að börn fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem þau varða og að tekið sé tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þroska. Þetta á við allsstaðar í samfélaginu, alveg frá heimilinu þar sem barn hefur áhrif á hverju það klæðist, hvað það borðar, hvernig það leikur sér og hvaða bók er lesin og yfir í að hafa áhrif á námið sitt, hverfisskipulagið eða opinbera ákvörðun um umgengni eða forsjá. Þarna er ekki átt við að börn eigi alltaf að ráða öllu ein þar sem einnig þarf að hugsa um önnur réttindi barnsins; Barnið á einnig rétt á leiðsögn foreldra, forsjáraðila eða umsjónaraðila sem byggir á því sem er best fyrir barnið og tryggja þarf jafnræði allra barna. Allar greinar Barnasáttmálans tengjast og mikilvægt er að horfa heildrænt til réttinda barna. Ef við ímyndum okkur hvernig líf okkar væri ef að okkur væri vissulega tryggt öruggt og notalegt húsaskjól, nóg af mat og drykk og vinsamlegur félagsskapur en við fengjum ekki að ráða því eða hafa áhrif á það hvað við gerðum, hvað við horfðum á, hvenær við færum út, hvaða íþróttir við stunduðum, hverju við klæddumst og væri bannað að kjósa - þá liði okkur ekki vel. Við verðum að bera virðingu fyrir skoðunum barna og skoðanafrelsi þeirra. Hvaða mál varða börn? En hvaða mál eru það sem varða börn? Eru það einungis málefni sem tengjast heimilinu, skólanum og tómstundunum? Getur verið að það séu líka samfélagsleg málefni líkt og skipulagsmál og fjárhagsáætlanagerð? Hverjir eru það sem nota hverfin okkar einna mest og vita nákvæmlega hvar það er sem alltaf er keyrt of hratt, hvar vantar lýsingu og hvar væri hentugt að koma fyrir leikvelli? Hverjir geta líka sagt okkur hvaða staðir eru einfaldlega frábærir og hvar þeim líður vel? Já, það eru ekki síst börnin. Ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við fjárhagsáætlanagerð hafa svo alltaf óbein áhrif á börn því allt spilar saman; hversu framarlega á forgangslistann skal það fara að fjármagn sé tryggt í viðhald og endurbætur á skólahúsnæði, uppsetningu nýrra gangbrautarljósa eða í að tryggja nægan stuðning innan skóla og leikskóla? Á hvaða málefnum geta börn myndað sér skoðanir? En hvernig eiga börn eiginlega að hafa áhrif á svo flóknar ákvarðanir og geta þau skilið þetta nægilega vel til þess að geta myndað sér skoðun? Börn geta það í samræmi við aldur og þroska en til þess að geta myndað sér skoðun er algjör grundvallarforsenda að börn hafi aðgang að stuðningi og skýrum upplýsingum. Það má sannarlega tryggja börnum þessi tækifæri og þessar leiðir og það er einmitt það sem við hjá UNICEF á Íslandi höfum verið að leggja okkur fram um að fræða bæði börn og fullorðna um. Höfum við í þeim tilgangi framleitt fræðsluefni, haldið námskeið, vinnustofur og fyrirlestra fyrir fjölbreytta hópa sem vinna með okkur að verkefnunum Barnvæn sveitarfélög og Réttindaskólar UNICEF, bæði fyrir fullorðna og börn. Ráðstefna um þátttöku barna Á haustdögum héldum við ráðstefnu um þátttöku barna og tækifæri þeirra til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Markmiðið var að bjóða starfsfólki sveitarfélaga og skóla að koma og fræðast um fjölbreyttar þátttökuleiðir fyrir börn. Meðal þess sem þar fór fram var kynning fulltrúa frá skipulagssviði Reykjavíkurborgar á því hvernig hægt er að tryggja að börn fái tækifæri til að hafa áhrif á sitt nærumhverfi og hverfisskipulag með verklaginu Skapandi samráð sem ég hvet öll sveitarfélög til þess að kynna sér vel. Í stuttu máli hafa börn mikilvægt hlutverk þegar kemur að skapandi samráði; þau fá fræðslu um hverfisskipulag og rétt sinn til þátttöku, taka þátt í að útbúa líkan af hverfinu og eru svo hvött til þess að skrifa sínar ábendingar á miða og setja á viðeigandi staði á líkaninu. Úr þessu er svo unnið á markvissan hátt. Barnvæn sveitarfélög kynntu fleiri þátttökuleiðir, líkt og að koma upp veggspjöldum víða um bæinn þar sem börn eiga leið hjá þar sem börn eru hvött til þess að senda inn ábendingar sínar og/eða hugmyndir um bæinn með hjálp QR kóða eða koma upp ábendingar- og tilkynningahnöppum á spjaldtölvur nemenda. Fjallað var um leiðir fyrir leikskólabörn til þess að hafa áhrif á leikskólastarfið og umhverfið í leikskólanum, t.d. með einföldum göngutúrum um svæðið þar sem hlustað er eftir líðan og skoðunum barna á umhverfi sínu. Einnig var fjallað um leiðir fyrir börn í grunnskóla til þess að hafa áhrif á skólaumhverfið og námið sitt og mikilvægi þess að búa til umhverfi innan skólans þar sem mannréttindi og lýðræði eru virt. Umhverfi þar sem öll börn fá tækifæri til og þora að taka þátt og segja sínar skoðanir og hafa þannig áhrif á menntun sína og skólamenningu. Á ráðstefnunni var lögð áhersla á mikilvægi þess að allt fullorðið fólk fái fræðslu um réttindi barna og að við tileinkum okkur barnaréttindanálgun í öllum okkar störfum en það er það sem bæði innanlandsverkefni UNICEF, Barnvæn sveitarfélög og Réttindaskólar leggja mikla áherslu á. Öll sveitarfélög hafi virk og upplýst ungmennaráð Önnur áhrifarík þátttökuleið fyrir börn sem einnig var fjallað um á ráðstefnunni eru ungmennaráð sveitarfélaga. Ungmennaráð geta verið gífurlega áhrifamikil ef vel er að þeim staðið og þau fá þann stuðning sem þarf til þess að þátttaka þeirra sé merkingarbær en ekki aðeins til skrauts. Samkvæmt æskulýðslögum ber sveitarfélögum að hlutast til um að ungmennaráð séu stofnuð og að þau séu ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir. Að mörgu er að huga ef virkja á öflugt ungmennaráð sem hefur raunveruleg tækifæri til þess að hafa áhrif á málefni bæjarins, þau þurfa stuðning, upplýsingar og utanumhald og þá þurfa allir aðilar innan stjórnsýslunnar að vera meðvitaðir um tilvist þess og tilgang. Í kjölfarið á ráðstefnunni sendi UNICEF á Íslandi út erindisbréf til allra sveitarfélaga landsins þar sem þau eru hvött til þess að tryggja framangreint. Það er von okkar að sem allra flest sveitarfélög og menntastofnanir taki þátt í átakinu og yfirfari hvaða leiðir standa börnum til boða til þess að hafa raunveruleg áhrif og bæti úr. Höfundur er sérfræðingur í innleiðingu Barnasáttmálans og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga UNICEF.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun