Sagður hafa okrað á ríkinu fyrir lífvörslu Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2022 22:00 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/José Luis Villegas Fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, rukkaði lífverði forsetans meira fyrir herbergi í eignum fyrirtækisins en opinberum starfsmönnum er heimilt að greiða. Þetta gerðist minnst fjörutíu sinnum, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar, en tvisvar sinnum voru lífverðirnir rukkaðir fyrir meira en ellefu hundruð dali fyrir nóttina. Nefndin, sem er á vegum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að á þeim fjórum árum sem hann var forseti hafi Trump farið rúmlega fimm hundruð ferðir á hótel eða sveitarklúbba í hans eigu. Þessar ferðir kostuðu ríkið töluvert af peningum, sem rötuðu í hirslur fyrirtækis forsetans. AP fréttaveitan segir að í yfirlýsingu frá Trump Organization sé því hafnað að fyrirtækið hafi grætt á veru lífvarða forsetans í eignum þess. Herbergi hafi verið leigð til þeirra á kostnaðarverði eða með miklum afslætti. Eric Trump, sonur forsetans fyrrverandi, segir fjölskyldu sína líklega fyrstu forsetafjölskylduna í sögu Bandaríkjanna sem hafi ekki hagnast á ríkisstjórn Bandaríkjanna. Trump var ítrekað gagnrýndur af Demókrötum og and-spillingarsamtökum í Bandaríkjunum fyrir að reyna að hagnast á forsetaembætti sínu. Fyrir utan ítrekaðar ferðir til eigin hótela og sveitarklúbba tók Trump á móti öðrum þjóðarleiðtogum á þessum stöðum. Hann reyndi einnig að halda G-7 fund í National Doral sveitarklúbbi sínum í Flórída. Sjá einnig: Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Í niðurstöðum nefndarinnar segir að bandarískir skattgreiðendur hafi, í gegnum lífverði forsetans, greitt fyrirtæki hans minnst 1,4 miljónir dala. Líklega sé raunverulega upphæðin þó nokkuð hærri þar sem upplýsingarnar sem nefndin fékk ná eingöngu yfir forsetatíð Trumps og innihéldu ekki gögn um allan kostnað lífvarða hans á eignum hans né ferðir hans erlendis. Þá ná gögnin ekki yfir fjárflæði lífvarðasveitarinnar til fyrirtækis Trumps eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu og í Mar-a-Lago, sveitarklúbb sinn í Flórída, þar sem hann hefur búið síðan. The new documents indicate that Trump-owned properties repeatedly charged the Secret Service nightly rates FAR in excess of government per diem rates, including rates as high as $1,100 per room.— Oversight Committee (@OversightDems) October 17, 2022 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir „Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. 14. október 2022 14:16 Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. 13. október 2022 20:03 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það. 4. október 2022 22:00 Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Nefndin, sem er á vegum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að á þeim fjórum árum sem hann var forseti hafi Trump farið rúmlega fimm hundruð ferðir á hótel eða sveitarklúbba í hans eigu. Þessar ferðir kostuðu ríkið töluvert af peningum, sem rötuðu í hirslur fyrirtækis forsetans. AP fréttaveitan segir að í yfirlýsingu frá Trump Organization sé því hafnað að fyrirtækið hafi grætt á veru lífvarða forsetans í eignum þess. Herbergi hafi verið leigð til þeirra á kostnaðarverði eða með miklum afslætti. Eric Trump, sonur forsetans fyrrverandi, segir fjölskyldu sína líklega fyrstu forsetafjölskylduna í sögu Bandaríkjanna sem hafi ekki hagnast á ríkisstjórn Bandaríkjanna. Trump var ítrekað gagnrýndur af Demókrötum og and-spillingarsamtökum í Bandaríkjunum fyrir að reyna að hagnast á forsetaembætti sínu. Fyrir utan ítrekaðar ferðir til eigin hótela og sveitarklúbba tók Trump á móti öðrum þjóðarleiðtogum á þessum stöðum. Hann reyndi einnig að halda G-7 fund í National Doral sveitarklúbbi sínum í Flórída. Sjá einnig: Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Í niðurstöðum nefndarinnar segir að bandarískir skattgreiðendur hafi, í gegnum lífverði forsetans, greitt fyrirtæki hans minnst 1,4 miljónir dala. Líklega sé raunverulega upphæðin þó nokkuð hærri þar sem upplýsingarnar sem nefndin fékk ná eingöngu yfir forsetatíð Trumps og innihéldu ekki gögn um allan kostnað lífvarða hans á eignum hans né ferðir hans erlendis. Þá ná gögnin ekki yfir fjárflæði lífvarðasveitarinnar til fyrirtækis Trumps eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu og í Mar-a-Lago, sveitarklúbb sinn í Flórída, þar sem hann hefur búið síðan. The new documents indicate that Trump-owned properties repeatedly charged the Secret Service nightly rates FAR in excess of government per diem rates, including rates as high as $1,100 per room.— Oversight Committee (@OversightDems) October 17, 2022
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir „Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. 14. október 2022 14:16 Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. 13. október 2022 20:03 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það. 4. október 2022 22:00 Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
„Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. 14. október 2022 14:16
Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. 13. október 2022 20:03
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59
Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það. 4. október 2022 22:00
Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42