Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2022 17:45 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Egill Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. Þeir sæta enn gæsluvarðhaldi grunaðir um að hyggja á hryðjuverk. Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum. Sigríður Björk var stödd á Interpol ráðstefnu í Nýju Delí þegar Reykjavík síðdegis ræddi við hana og spurði hvort komið væri að vatnaskilum í öryggisgæslu við æðstu ráðamenn þjóðarinnar vegna málsins. „Það getur verið uppi einhver sérstök ógn sem steðjar að einum umfram annan og við bregðumst við því en við teljum ekki að við séum komin á þann stað að ráðherrar séu með fylgdarfólk í hverju skrefi. Ísland er ekki talið vera svo hættulegt en eins og við segi, við erum vakandi, við erum að reyna að æfa okkur og búa til áætlanir og hugsa fram í tímann til að geta brugðist hratt við.“ Sigríður segir að hótanir í garð stjórnmálafólks geti grafið undan sjálfu lýðræðinu. „Stóra málið í þessu er það að það ógnar lýðræðinu ef fólk má ekki tjá skoðanir sínar og óttast að fá einhverjar hótanir og leiðindi í kjölfarið. Við þurfum að passa það að stjórnmálamenn geti sinnt sínu starfi óhikað og óhræddir. Það er eitt af hlutverkum lögreglu að reyna að tryggja það eins og hægt er,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir í Reykjavík síðdegis. Reykjavík síðdegis Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Öryggis- og varnarmál Lögreglan Tengdar fréttir Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43 „Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05 Töluðu líka um að myrða Guðlaug Þór Öruggar heimildir Vísis herma að mennirnir tveir, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk, hafi rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 17. október 2022 18:34 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Þeir sæta enn gæsluvarðhaldi grunaðir um að hyggja á hryðjuverk. Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum. Sigríður Björk var stödd á Interpol ráðstefnu í Nýju Delí þegar Reykjavík síðdegis ræddi við hana og spurði hvort komið væri að vatnaskilum í öryggisgæslu við æðstu ráðamenn þjóðarinnar vegna málsins. „Það getur verið uppi einhver sérstök ógn sem steðjar að einum umfram annan og við bregðumst við því en við teljum ekki að við séum komin á þann stað að ráðherrar séu með fylgdarfólk í hverju skrefi. Ísland er ekki talið vera svo hættulegt en eins og við segi, við erum vakandi, við erum að reyna að æfa okkur og búa til áætlanir og hugsa fram í tímann til að geta brugðist hratt við.“ Sigríður segir að hótanir í garð stjórnmálafólks geti grafið undan sjálfu lýðræðinu. „Stóra málið í þessu er það að það ógnar lýðræðinu ef fólk má ekki tjá skoðanir sínar og óttast að fá einhverjar hótanir og leiðindi í kjölfarið. Við þurfum að passa það að stjórnmálamenn geti sinnt sínu starfi óhikað og óhræddir. Það er eitt af hlutverkum lögreglu að reyna að tryggja það eins og hægt er,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir í Reykjavík síðdegis.
Reykjavík síðdegis Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Öryggis- og varnarmál Lögreglan Tengdar fréttir Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43 „Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05 Töluðu líka um að myrða Guðlaug Þór Öruggar heimildir Vísis herma að mennirnir tveir, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk, hafi rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 17. október 2022 18:34 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43
„Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05
Töluðu líka um að myrða Guðlaug Þór Öruggar heimildir Vísis herma að mennirnir tveir, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk, hafi rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 17. október 2022 18:34