Hjólreiðamaður ekinn niður við Kringlumýrarbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2022 11:20 Grænklæddur hjólreiðamaður í götunni og gráum fólksbílnum ekið í burtu. Hjólreiðamaður var ekinn niður á fjölförnum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í morgunumferðinni. Ökumaður náði atvikinu á myndavél og vonast til að geta náð til hjólreiðamannsins sem hann vonar að hafi ekki orðið meint af. Myndband af atvikinu náðist á mælaborðsmyndavél Konráðs Jónssonar lögmanns sem var á ferðinni með börnin sín á leið til skóla. Þau voru á rauðu ljósi á leið suður Kringlumýrarbraut þegar ekið er á hjólreiðamanninn. „Mér dauðbregður,“ segir Konráð. Hjólreiðamaðurinn var í neongrænum vindjakka á ferð í norðurátt, vestanmegin Kringlumýrarbrautar og klukkan að nálgast hálf níu. „Blessunarlega stendur hjólreiðamaðurinn strax upp eftir þetta og nær að leiða hjólið áfram. Taldi kannski ekki tilefni til að stoppa og huga að honum - með þrjú börn í aftursætinu. Manni var svolítið brugðið,“ segir Konráð. Vill ná til hjólreiðamannsins Hann segist á sama tíma feginn að hafa náð atvikinu á myndband til að geta mögulega komið því til hjólreiðamannsins. „Ef hann skyldi þurfa að sækja rétt sinn vegna þessa atviks,“ segir Konráð sem kann bókstaf laganna betur en flestir. „Mér finnst forkastalegt að þessi bílstjóri hafi haldið áfram sína leið,“ bætir Konráð við. Blaðamaður fékk Konráð til að rýna í myndbandið. „Það virðist sem hjólreiðamaðurinn sé að vinna út frá því að eftir örskotssund komi grænt ljós. Hann leggur af stað aðeins of snemma. En aftur á móti virðist vera komið rautt ljós á beygjuljós á ökumanninn,“ segir Konráð. Tilkynnti málið til lögreglu „Ef við erum að horfa á þetta frá sjónarhorni ökumannsins þá fer hann yfir á rauðu beygjuljósi. Hann keyrir á þennan hjólreiðamann og heldur svo áfram,“ segir Konráð. Það sé að öllum líkindum þannig að það sé komið rautt á ökumanninn en ekki alveg grænt á hjólreiðamanninn. Konráð hefur tilkynnt ákeyrsluna til lögreglu ef hjólreiðamaðurinn skyldi hafa samband þangað. Samgöngur Hjólreiðar Samgönguslys Reykjavík Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
Myndband af atvikinu náðist á mælaborðsmyndavél Konráðs Jónssonar lögmanns sem var á ferðinni með börnin sín á leið til skóla. Þau voru á rauðu ljósi á leið suður Kringlumýrarbraut þegar ekið er á hjólreiðamanninn. „Mér dauðbregður,“ segir Konráð. Hjólreiðamaðurinn var í neongrænum vindjakka á ferð í norðurátt, vestanmegin Kringlumýrarbrautar og klukkan að nálgast hálf níu. „Blessunarlega stendur hjólreiðamaðurinn strax upp eftir þetta og nær að leiða hjólið áfram. Taldi kannski ekki tilefni til að stoppa og huga að honum - með þrjú börn í aftursætinu. Manni var svolítið brugðið,“ segir Konráð. Vill ná til hjólreiðamannsins Hann segist á sama tíma feginn að hafa náð atvikinu á myndband til að geta mögulega komið því til hjólreiðamannsins. „Ef hann skyldi þurfa að sækja rétt sinn vegna þessa atviks,“ segir Konráð sem kann bókstaf laganna betur en flestir. „Mér finnst forkastalegt að þessi bílstjóri hafi haldið áfram sína leið,“ bætir Konráð við. Blaðamaður fékk Konráð til að rýna í myndbandið. „Það virðist sem hjólreiðamaðurinn sé að vinna út frá því að eftir örskotssund komi grænt ljós. Hann leggur af stað aðeins of snemma. En aftur á móti virðist vera komið rautt ljós á beygjuljós á ökumanninn,“ segir Konráð. Tilkynnti málið til lögreglu „Ef við erum að horfa á þetta frá sjónarhorni ökumannsins þá fer hann yfir á rauðu beygjuljósi. Hann keyrir á þennan hjólreiðamann og heldur svo áfram,“ segir Konráð. Það sé að öllum líkindum þannig að það sé komið rautt á ökumanninn en ekki alveg grænt á hjólreiðamanninn. Konráð hefur tilkynnt ákeyrsluna til lögreglu ef hjólreiðamaðurinn skyldi hafa samband þangað.
Samgöngur Hjólreiðar Samgönguslys Reykjavík Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira