Hjólreiðamaður ekinn niður við Kringlumýrarbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2022 11:20 Grænklæddur hjólreiðamaður í götunni og gráum fólksbílnum ekið í burtu. Hjólreiðamaður var ekinn niður á fjölförnum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í morgunumferðinni. Ökumaður náði atvikinu á myndavél og vonast til að geta náð til hjólreiðamannsins sem hann vonar að hafi ekki orðið meint af. Myndband af atvikinu náðist á mælaborðsmyndavél Konráðs Jónssonar lögmanns sem var á ferðinni með börnin sín á leið til skóla. Þau voru á rauðu ljósi á leið suður Kringlumýrarbraut þegar ekið er á hjólreiðamanninn. „Mér dauðbregður,“ segir Konráð. Hjólreiðamaðurinn var í neongrænum vindjakka á ferð í norðurátt, vestanmegin Kringlumýrarbrautar og klukkan að nálgast hálf níu. „Blessunarlega stendur hjólreiðamaðurinn strax upp eftir þetta og nær að leiða hjólið áfram. Taldi kannski ekki tilefni til að stoppa og huga að honum - með þrjú börn í aftursætinu. Manni var svolítið brugðið,“ segir Konráð. Vill ná til hjólreiðamannsins Hann segist á sama tíma feginn að hafa náð atvikinu á myndband til að geta mögulega komið því til hjólreiðamannsins. „Ef hann skyldi þurfa að sækja rétt sinn vegna þessa atviks,“ segir Konráð sem kann bókstaf laganna betur en flestir. „Mér finnst forkastalegt að þessi bílstjóri hafi haldið áfram sína leið,“ bætir Konráð við. Blaðamaður fékk Konráð til að rýna í myndbandið. „Það virðist sem hjólreiðamaðurinn sé að vinna út frá því að eftir örskotssund komi grænt ljós. Hann leggur af stað aðeins of snemma. En aftur á móti virðist vera komið rautt ljós á beygjuljós á ökumanninn,“ segir Konráð. Tilkynnti málið til lögreglu „Ef við erum að horfa á þetta frá sjónarhorni ökumannsins þá fer hann yfir á rauðu beygjuljósi. Hann keyrir á þennan hjólreiðamann og heldur svo áfram,“ segir Konráð. Það sé að öllum líkindum þannig að það sé komið rautt á ökumanninn en ekki alveg grænt á hjólreiðamanninn. Konráð hefur tilkynnt ákeyrsluna til lögreglu ef hjólreiðamaðurinn skyldi hafa samband þangað. Samgöngur Hjólreiðar Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Myndband af atvikinu náðist á mælaborðsmyndavél Konráðs Jónssonar lögmanns sem var á ferðinni með börnin sín á leið til skóla. Þau voru á rauðu ljósi á leið suður Kringlumýrarbraut þegar ekið er á hjólreiðamanninn. „Mér dauðbregður,“ segir Konráð. Hjólreiðamaðurinn var í neongrænum vindjakka á ferð í norðurátt, vestanmegin Kringlumýrarbrautar og klukkan að nálgast hálf níu. „Blessunarlega stendur hjólreiðamaðurinn strax upp eftir þetta og nær að leiða hjólið áfram. Taldi kannski ekki tilefni til að stoppa og huga að honum - með þrjú börn í aftursætinu. Manni var svolítið brugðið,“ segir Konráð. Vill ná til hjólreiðamannsins Hann segist á sama tíma feginn að hafa náð atvikinu á myndband til að geta mögulega komið því til hjólreiðamannsins. „Ef hann skyldi þurfa að sækja rétt sinn vegna þessa atviks,“ segir Konráð sem kann bókstaf laganna betur en flestir. „Mér finnst forkastalegt að þessi bílstjóri hafi haldið áfram sína leið,“ bætir Konráð við. Blaðamaður fékk Konráð til að rýna í myndbandið. „Það virðist sem hjólreiðamaðurinn sé að vinna út frá því að eftir örskotssund komi grænt ljós. Hann leggur af stað aðeins of snemma. En aftur á móti virðist vera komið rautt ljós á beygjuljós á ökumanninn,“ segir Konráð. Tilkynnti málið til lögreglu „Ef við erum að horfa á þetta frá sjónarhorni ökumannsins þá fer hann yfir á rauðu beygjuljósi. Hann keyrir á þennan hjólreiðamann og heldur svo áfram,“ segir Konráð. Það sé að öllum líkindum þannig að það sé komið rautt á ökumanninn en ekki alveg grænt á hjólreiðamanninn. Konráð hefur tilkynnt ákeyrsluna til lögreglu ef hjólreiðamaðurinn skyldi hafa samband þangað.
Samgöngur Hjólreiðar Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira