Jón Skaftason nýr stjórnarformaður Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2022 12:24 Jón og Rannveig fara fyrir nýrri stjórn Sýnar. Jón Skaftason, forsvarsmaður Gavia Invest, er nýr stjórnarformaður Sýnar. Þrír af fimm stjórnarmönnum eru hluti af hópi einkafjárfesta sem hafa eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hluthafafundur fór fram í morgun. Stjórnina skipa nú auk Jóns þau Hákon Stefánsson, Páll Gíslason, Rannveig Eir Einarsdóttir og Sesselía Birgisdóttir. Í varastjórn voru kjörin þau Daði Kristjánsson og Salóme Guðmundsdóttir. Jón er sem fyrr segir nýr stjórnarformaður og Rannveig var kjörin varaformaður. Gavia Invest, sem Jón fer fyrir, á næststærsta hlutinn í Sýn eða 10,92 prósent. Hópurinn keypti stóran hlut Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra, í fyrirtækinu. Aðeins Gildi lífeyrissjóður á stærri hlut eða 14,03 prósent. Töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafalistann Rannveig Eir og Hilmar Þór Kristinsson, eiginmaður hennar, fjárfestu nýlega fyrir 1,3 milljarð króna í Sýn. Rannveig er forstjóri Reirs Verk í byggingargeiranum sem er sem stendur með yfir 800 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í byggingu eða á teikniborðinu. Boðað var til hluthafafundar hjá Sýn í lok ágúst þar sem Jón, Hilmar Þór og Reynir Grétarsson, stofnandi CreditInfo og stærsti eigandi Gavia Invest, buðu fram krafta sína. Jón var sá eini af þremenningunum sem náði kjöri. Jóhann Hjartarson náði ekki kjöri í stjórn Sýnar í dag. Jóhann er yfirlögfræðingur Íslenskrar erfðagreiningar. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var kjörin stjórnarformaður og aðrir í stjórn voru auk Jóns þau Jóhann Hjartarson, Páll Gíslason og Sesselía Birgisdóttir. Öll nema Jóhann voru endurkjörin í stjórn. Hluthafarnir voru ekki sáttir við niðurstöðuna og töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp Sýnar. „Einkafjárfestar eru orðnir fyrirferðamiklir á hluthafalistanum og bæði eðlilegt og sjálfsagt að þeir komi að stjórn félagsins með virkari hætti en nú er,“ sagði Hilmar Þór við Vísi. Dró framboð sitt til baka Hluthafarnir gerðu kröfu um annan hluthafafund sem fór fram í morgun. Í aðdraganda hans dró Petrea Ingileif framboð sitt til stjórnar til baka vegna afarkosta sem hún sagði Orkuveitu Reykjavíkur setja eiginmanni hennar. Ný stjórn var svo kjörin í morgun. Jón, Rannveig og Hákon koma úr fyrrnefndum hópi einkafjárfesta sem hafa nýlega eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hákon er fyrrverandi framkvæmdastjóri Credit Info. Páll Gíslason á ekki hlut í Sýn en er forstjóri World Financial Desk LLC og hefur fimmtán ára reynslu af hátíðniviðskiptum á kauphöllum víða um heim. Sesselía er forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum. Fréttin hefur verið uppfærð. Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. 27. september 2022 16:00 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Stjórnina skipa nú auk Jóns þau Hákon Stefánsson, Páll Gíslason, Rannveig Eir Einarsdóttir og Sesselía Birgisdóttir. Í varastjórn voru kjörin þau Daði Kristjánsson og Salóme Guðmundsdóttir. Jón er sem fyrr segir nýr stjórnarformaður og Rannveig var kjörin varaformaður. Gavia Invest, sem Jón fer fyrir, á næststærsta hlutinn í Sýn eða 10,92 prósent. Hópurinn keypti stóran hlut Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra, í fyrirtækinu. Aðeins Gildi lífeyrissjóður á stærri hlut eða 14,03 prósent. Töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafalistann Rannveig Eir og Hilmar Þór Kristinsson, eiginmaður hennar, fjárfestu nýlega fyrir 1,3 milljarð króna í Sýn. Rannveig er forstjóri Reirs Verk í byggingargeiranum sem er sem stendur með yfir 800 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í byggingu eða á teikniborðinu. Boðað var til hluthafafundar hjá Sýn í lok ágúst þar sem Jón, Hilmar Þór og Reynir Grétarsson, stofnandi CreditInfo og stærsti eigandi Gavia Invest, buðu fram krafta sína. Jón var sá eini af þremenningunum sem náði kjöri. Jóhann Hjartarson náði ekki kjöri í stjórn Sýnar í dag. Jóhann er yfirlögfræðingur Íslenskrar erfðagreiningar. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var kjörin stjórnarformaður og aðrir í stjórn voru auk Jóns þau Jóhann Hjartarson, Páll Gíslason og Sesselía Birgisdóttir. Öll nema Jóhann voru endurkjörin í stjórn. Hluthafarnir voru ekki sáttir við niðurstöðuna og töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp Sýnar. „Einkafjárfestar eru orðnir fyrirferðamiklir á hluthafalistanum og bæði eðlilegt og sjálfsagt að þeir komi að stjórn félagsins með virkari hætti en nú er,“ sagði Hilmar Þór við Vísi. Dró framboð sitt til baka Hluthafarnir gerðu kröfu um annan hluthafafund sem fór fram í morgun. Í aðdraganda hans dró Petrea Ingileif framboð sitt til stjórnar til baka vegna afarkosta sem hún sagði Orkuveitu Reykjavíkur setja eiginmanni hennar. Ný stjórn var svo kjörin í morgun. Jón, Rannveig og Hákon koma úr fyrrnefndum hópi einkafjárfesta sem hafa nýlega eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hákon er fyrrverandi framkvæmdastjóri Credit Info. Páll Gíslason á ekki hlut í Sýn en er forstjóri World Financial Desk LLC og hefur fimmtán ára reynslu af hátíðniviðskiptum á kauphöllum víða um heim. Sesselía er forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. 27. september 2022 16:00 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26
Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. 27. september 2022 16:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent