Jón Skaftason nýr stjórnarformaður Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2022 12:24 Jón og Rannveig fara fyrir nýrri stjórn Sýnar. Jón Skaftason, forsvarsmaður Gavia Invest, er nýr stjórnarformaður Sýnar. Þrír af fimm stjórnarmönnum eru hluti af hópi einkafjárfesta sem hafa eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hluthafafundur fór fram í morgun. Stjórnina skipa nú auk Jóns þau Hákon Stefánsson, Páll Gíslason, Rannveig Eir Einarsdóttir og Sesselía Birgisdóttir. Í varastjórn voru kjörin þau Daði Kristjánsson og Salóme Guðmundsdóttir. Jón er sem fyrr segir nýr stjórnarformaður og Rannveig var kjörin varaformaður. Gavia Invest, sem Jón fer fyrir, á næststærsta hlutinn í Sýn eða 10,92 prósent. Hópurinn keypti stóran hlut Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra, í fyrirtækinu. Aðeins Gildi lífeyrissjóður á stærri hlut eða 14,03 prósent. Töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafalistann Rannveig Eir og Hilmar Þór Kristinsson, eiginmaður hennar, fjárfestu nýlega fyrir 1,3 milljarð króna í Sýn. Rannveig er forstjóri Reirs Verk í byggingargeiranum sem er sem stendur með yfir 800 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í byggingu eða á teikniborðinu. Boðað var til hluthafafundar hjá Sýn í lok ágúst þar sem Jón, Hilmar Þór og Reynir Grétarsson, stofnandi CreditInfo og stærsti eigandi Gavia Invest, buðu fram krafta sína. Jón var sá eini af þremenningunum sem náði kjöri. Jóhann Hjartarson náði ekki kjöri í stjórn Sýnar í dag. Jóhann er yfirlögfræðingur Íslenskrar erfðagreiningar. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var kjörin stjórnarformaður og aðrir í stjórn voru auk Jóns þau Jóhann Hjartarson, Páll Gíslason og Sesselía Birgisdóttir. Öll nema Jóhann voru endurkjörin í stjórn. Hluthafarnir voru ekki sáttir við niðurstöðuna og töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp Sýnar. „Einkafjárfestar eru orðnir fyrirferðamiklir á hluthafalistanum og bæði eðlilegt og sjálfsagt að þeir komi að stjórn félagsins með virkari hætti en nú er,“ sagði Hilmar Þór við Vísi. Dró framboð sitt til baka Hluthafarnir gerðu kröfu um annan hluthafafund sem fór fram í morgun. Í aðdraganda hans dró Petrea Ingileif framboð sitt til stjórnar til baka vegna afarkosta sem hún sagði Orkuveitu Reykjavíkur setja eiginmanni hennar. Ný stjórn var svo kjörin í morgun. Jón, Rannveig og Hákon koma úr fyrrnefndum hópi einkafjárfesta sem hafa nýlega eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hákon er fyrrverandi framkvæmdastjóri Credit Info. Páll Gíslason á ekki hlut í Sýn en er forstjóri World Financial Desk LLC og hefur fimmtán ára reynslu af hátíðniviðskiptum á kauphöllum víða um heim. Sesselía er forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum. Fréttin hefur verið uppfærð. Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. 27. september 2022 16:00 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Stjórnina skipa nú auk Jóns þau Hákon Stefánsson, Páll Gíslason, Rannveig Eir Einarsdóttir og Sesselía Birgisdóttir. Í varastjórn voru kjörin þau Daði Kristjánsson og Salóme Guðmundsdóttir. Jón er sem fyrr segir nýr stjórnarformaður og Rannveig var kjörin varaformaður. Gavia Invest, sem Jón fer fyrir, á næststærsta hlutinn í Sýn eða 10,92 prósent. Hópurinn keypti stóran hlut Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra, í fyrirtækinu. Aðeins Gildi lífeyrissjóður á stærri hlut eða 14,03 prósent. Töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafalistann Rannveig Eir og Hilmar Þór Kristinsson, eiginmaður hennar, fjárfestu nýlega fyrir 1,3 milljarð króna í Sýn. Rannveig er forstjóri Reirs Verk í byggingargeiranum sem er sem stendur með yfir 800 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í byggingu eða á teikniborðinu. Boðað var til hluthafafundar hjá Sýn í lok ágúst þar sem Jón, Hilmar Þór og Reynir Grétarsson, stofnandi CreditInfo og stærsti eigandi Gavia Invest, buðu fram krafta sína. Jón var sá eini af þremenningunum sem náði kjöri. Jóhann Hjartarson náði ekki kjöri í stjórn Sýnar í dag. Jóhann er yfirlögfræðingur Íslenskrar erfðagreiningar. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var kjörin stjórnarformaður og aðrir í stjórn voru auk Jóns þau Jóhann Hjartarson, Páll Gíslason og Sesselía Birgisdóttir. Öll nema Jóhann voru endurkjörin í stjórn. Hluthafarnir voru ekki sáttir við niðurstöðuna og töldu stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp Sýnar. „Einkafjárfestar eru orðnir fyrirferðamiklir á hluthafalistanum og bæði eðlilegt og sjálfsagt að þeir komi að stjórn félagsins með virkari hætti en nú er,“ sagði Hilmar Þór við Vísi. Dró framboð sitt til baka Hluthafarnir gerðu kröfu um annan hluthafafund sem fór fram í morgun. Í aðdraganda hans dró Petrea Ingileif framboð sitt til stjórnar til baka vegna afarkosta sem hún sagði Orkuveitu Reykjavíkur setja eiginmanni hennar. Ný stjórn var svo kjörin í morgun. Jón, Rannveig og Hákon koma úr fyrrnefndum hópi einkafjárfesta sem hafa nýlega eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hákon er fyrrverandi framkvæmdastjóri Credit Info. Páll Gíslason á ekki hlut í Sýn en er forstjóri World Financial Desk LLC og hefur fimmtán ára reynslu af hátíðniviðskiptum á kauphöllum víða um heim. Sesselía er forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. 27. september 2022 16:00 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26
Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. 27. september 2022 16:00