Henry Birgir henti í heita kartöflu um Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 16:01 Tom Brady virðist ekki alveg með fulla einbeitingu á lið Tampa Bay Buccaneers þessa dagana og gengi liðsins er eftir því. Getty/Mike Ehrmann Tom Brady er að flestum talinn vera besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar og þekktur fyrir að fórna flestu fyrir fótboltann. Fréttir helgarinnar voru því svolítið mikið úr karakter fyrir þennan sjöfalda meistara. Hann skrópaði á æfingu rétt fyirr leik til að mæta í brúðkaup hjá eiganda hans gamla liðs, New England Patriots. Liðið hans Tampa Bay Buccaneers tapaði óvænt á móti Pittsburgh Steelers. Ein af sögulínunum sem Lokasóknin tók fyrir í síðasta þætti var Tom Brady. Lokasóknin er vikulega á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 og þar er farið yfir alla leiki deildarinnar helgina á undan. „Fyrri sögulínan okkar snýr að Tom Brady. Hestgamall, 45 ára gamall, enn að spila en það gengur ekki neitt. Bucs liðið er 3-3 og hann nennir ekki að mæta á æfingar. Tók sér tvo frídaga og er rífandi kjaft. Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út. Beggi ég ætla að byrja á þér. Er ballið búið hjá Brady,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. Spólum aðeins til baka „Þú segir að þetta líti illa út en spólum aðeins til baka. 2020 þegar Brady var nýkominn í Tampa Bay Buccaneers þá tapaði hann á móti Saints 38-3 og kastaði boltanum þrisvar frá sér. Hvað gerði hann svo? Hann fór og vann Super Bowl. Hvað er öðruvísi núna? Þetta er ekkert öðruvísi og hann er búinn að spila fínt,“ sagði Bergþór Philip Pálsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Ertu ekki að tala um fyrir tveimur árum? Ég man alveg muninn á mér núna og fyrir tveimur árum,“ skaut Henry Birgir inn í. Klippa: Lokasóknin: Umræða um Tom Brady „Hann er að spila ágætlega, með fimmtu flestu sendingajardana og er búinn að kasta fyrir átta snertimörkum. Hann er með 95 rating samtals sem er bara fínt og hann er ekki mikið búinn að vera með sína bestu leikmenn,“ sagði Bergþór. Slæmt tap um helgina „Þetta var vissulega slæmt tap um helgina. Við getum ekki horft fram hjá því,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Þau eru búin að vera nokkur slæm töpin hjá þeim til þessa,“ spurði Henry Birgir og hélt svo áfram. Lifir í einhverjum draumaheimi „Þú lifir í einhverjum draumaheimi. Ég ætla að henda í eina heita kartöflu hérna. Þetta er búið að vera bras á Brady og það er ýmislegt í gangi í einkalífinu og annað. Ég ætla að kasta þessu fram hérna og þið heyrðuð þetta fyrst hér. Á næstu vikum mun Tom Brady leggja skóna enn og aftur á hilluna til þess að bjarga hjónabandinu og tanka þessu tímabili endanlega,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá alla umfjöllunin um Tom Brady hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Hann skrópaði á æfingu rétt fyirr leik til að mæta í brúðkaup hjá eiganda hans gamla liðs, New England Patriots. Liðið hans Tampa Bay Buccaneers tapaði óvænt á móti Pittsburgh Steelers. Ein af sögulínunum sem Lokasóknin tók fyrir í síðasta þætti var Tom Brady. Lokasóknin er vikulega á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 og þar er farið yfir alla leiki deildarinnar helgina á undan. „Fyrri sögulínan okkar snýr að Tom Brady. Hestgamall, 45 ára gamall, enn að spila en það gengur ekki neitt. Bucs liðið er 3-3 og hann nennir ekki að mæta á æfingar. Tók sér tvo frídaga og er rífandi kjaft. Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út. Beggi ég ætla að byrja á þér. Er ballið búið hjá Brady,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. Spólum aðeins til baka „Þú segir að þetta líti illa út en spólum aðeins til baka. 2020 þegar Brady var nýkominn í Tampa Bay Buccaneers þá tapaði hann á móti Saints 38-3 og kastaði boltanum þrisvar frá sér. Hvað gerði hann svo? Hann fór og vann Super Bowl. Hvað er öðruvísi núna? Þetta er ekkert öðruvísi og hann er búinn að spila fínt,“ sagði Bergþór Philip Pálsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Ertu ekki að tala um fyrir tveimur árum? Ég man alveg muninn á mér núna og fyrir tveimur árum,“ skaut Henry Birgir inn í. Klippa: Lokasóknin: Umræða um Tom Brady „Hann er að spila ágætlega, með fimmtu flestu sendingajardana og er búinn að kasta fyrir átta snertimörkum. Hann er með 95 rating samtals sem er bara fínt og hann er ekki mikið búinn að vera með sína bestu leikmenn,“ sagði Bergþór. Slæmt tap um helgina „Þetta var vissulega slæmt tap um helgina. Við getum ekki horft fram hjá því,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Þau eru búin að vera nokkur slæm töpin hjá þeim til þessa,“ spurði Henry Birgir og hélt svo áfram. Lifir í einhverjum draumaheimi „Þú lifir í einhverjum draumaheimi. Ég ætla að henda í eina heita kartöflu hérna. Þetta er búið að vera bras á Brady og það er ýmislegt í gangi í einkalífinu og annað. Ég ætla að kasta þessu fram hérna og þið heyrðuð þetta fyrst hér. Á næstu vikum mun Tom Brady leggja skóna enn og aftur á hilluna til þess að bjarga hjónabandinu og tanka þessu tímabili endanlega,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá alla umfjöllunin um Tom Brady hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira