KKÍ vísar málinu til aganefndar og Tindastól mögulega dæmt tap Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 15:18 Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu en ef boltinn hefði ekki farið ofan í hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls getað náð boltanum og hafið sókn. Skjáskot/RÚV Mögulegt er að Haukar taki sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að stjórn KKÍ ákvað nú í hádeginu að vísa til aga- og úrskurðarnefndar máli varðandi fjölda erlendra leikmanna sem Tindastóll notaði í sigri sínum gegn Haukum á mánudag. Eftir öruggan sigur Tindastóls gegn Haukum á Sauðárkróki á mánudag kom í ljós að um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls verið inni á vellinum. Það stangast á við nýjar reglur sem tóku gildi fyrir tímabilið, um þann hámarksfjölda erlendra leikmanna sem mega vera inni á vellinum í hvoru liði hverju sinni. Þeir mega í mesta lagi vera þrír. Boltinn telst í leik þegar víti eru tekin en þar sem að Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu, og Tindastóll tók leikhlé strax í kjölfarið, var boltanum ekki spilað á meðan að of margir erlendir leikmenn voru á gólfinu. Í reglum KKÍ segir að hafi lið teflt fram ólöglegum leikmanni sé því dæmt 20-0 tap í viðkomandi leik, nema að liðið hafi unnið sigur með stærri mun. Haukar íhuguðu að kæra málið en stjórn KKÍ tók af þeim ómakið eftir fund í dag, og ákvað að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi. Leik Njarðvíkur frestað þar til vitað er hver mótherjinn verður „Við fengum fréttir af þessu máli seinni partinn í gær. Formlega ábendingu í kjölfarið. Þá ber okkur að skoða málið samkvæmt lögum og reglum sambandsins. Við komum saman á stuttum stjórnarfundi í hádeginu og stjórnin ákvað að fara með málið fyrir aga- og úrskurðarnefnd, til að hún taki málið fyrir og þar til bærir aðilar taki á málinu,“ sagði Hannes. Stjórn KKÍ tók því ekki afstöðu til málsins og nú tekur við bið eftir gagnaöflun og niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndarinnar. Búast má við að sú bið verði lengri en til mánaðamóta, en næsta umferð í bikarnum á að vera spiluð 30. og 31. október. Hannes segir að leik Njarðvíkur og Tindastóls verði sennilega frestað þar til að niðurstaða fæst í það hvort að andstæðingur Njarðvíkur verður Tindastóll eða Haukar. „Við þurfum að skrifa upp okkar greinargerð og annað til nefndarinnar, og getum vonandi skilað því af okkur í fyrramálið. Þá mun Tindastóll fá sinn tíma til að skila sinni vörn og sínum skoðunum, og mun væntanlega fá sjö daga í það. Nefndin muni svo eflaust taka sinn tíma og því er ekki von á niðurstöðu fyrr en eftir 2-3 vikur myndi ég halda,“ segir Hannes. VÍS-bikarinn Tindastóll Haukar Körfubolti Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Eftir öruggan sigur Tindastóls gegn Haukum á Sauðárkróki á mánudag kom í ljós að um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls verið inni á vellinum. Það stangast á við nýjar reglur sem tóku gildi fyrir tímabilið, um þann hámarksfjölda erlendra leikmanna sem mega vera inni á vellinum í hvoru liði hverju sinni. Þeir mega í mesta lagi vera þrír. Boltinn telst í leik þegar víti eru tekin en þar sem að Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu, og Tindastóll tók leikhlé strax í kjölfarið, var boltanum ekki spilað á meðan að of margir erlendir leikmenn voru á gólfinu. Í reglum KKÍ segir að hafi lið teflt fram ólöglegum leikmanni sé því dæmt 20-0 tap í viðkomandi leik, nema að liðið hafi unnið sigur með stærri mun. Haukar íhuguðu að kæra málið en stjórn KKÍ tók af þeim ómakið eftir fund í dag, og ákvað að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi. Leik Njarðvíkur frestað þar til vitað er hver mótherjinn verður „Við fengum fréttir af þessu máli seinni partinn í gær. Formlega ábendingu í kjölfarið. Þá ber okkur að skoða málið samkvæmt lögum og reglum sambandsins. Við komum saman á stuttum stjórnarfundi í hádeginu og stjórnin ákvað að fara með málið fyrir aga- og úrskurðarnefnd, til að hún taki málið fyrir og þar til bærir aðilar taki á málinu,“ sagði Hannes. Stjórn KKÍ tók því ekki afstöðu til málsins og nú tekur við bið eftir gagnaöflun og niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndarinnar. Búast má við að sú bið verði lengri en til mánaðamóta, en næsta umferð í bikarnum á að vera spiluð 30. og 31. október. Hannes segir að leik Njarðvíkur og Tindastóls verði sennilega frestað þar til að niðurstaða fæst í það hvort að andstæðingur Njarðvíkur verður Tindastóll eða Haukar. „Við þurfum að skrifa upp okkar greinargerð og annað til nefndarinnar, og getum vonandi skilað því af okkur í fyrramálið. Þá mun Tindastóll fá sinn tíma til að skila sinni vörn og sínum skoðunum, og mun væntanlega fá sjö daga í það. Nefndin muni svo eflaust taka sinn tíma og því er ekki von á niðurstöðu fyrr en eftir 2-3 vikur myndi ég halda,“ segir Hannes.
VÍS-bikarinn Tindastóll Haukar Körfubolti Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira