„Áfram hef ég trú á þessari þjóð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 20. október 2022 21:45 Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins og Örn Bárður Jónsson, prestur og fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs. Stöð 2 Í dag eru liðin tíu ár frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. Formaður Stjórnarskrárfélagsins efast um að fólki þyki eðlilegt að bíða í tíu ár eftir nýrri stjórnarskrá sem þjóðin hafi samþykkt. Fyrrverandi meðlimur í stjórnlagaráði segir Alþingi ekki hafa virt vilja þjóðarinnar. Afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar var fagnað í dag við Alþingishúsið, boðið var upp á köku og var miðum sem skrifaðir voru á þjóðfundi um nýja stjórnarskrá varpað á Alþingishúsið nú í kvöld. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins segist ekki hafa búist við því að bíða í tíu ár eftir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu séu virtar. Nauðsynlegt sé að niðurstöður lýðræðislegra kosninga séu virtar, flestir séu á þeirri skoðun að Íslendingar þurfi nýja stjórnarskrá. „Hérna erum við tíu árum seinna, mætt á Austurvöll og við verðum hérna tuttugu árum seinna ef þess þarf, við munum ekki gefast upp en þetta er orðið ansi langt það verður að segjast,“ segir Katrín. Örn Bárður Jónsson, prestur og fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs segir þjóðina ekki hafa brugðist, hún hafi lýst yfir stuðningi við tillögur ráðsins. Það sé Alþingi sem hafi ekki virt vilja þjóðarinnar, það sé alvarlegt. „Áfram hef ég trú á þessari þjóð, að hún muni ekki láta hér við sitja og muni gera það sem að í hennar valdi stendur til þess að þessi draumur okkar um réttlátara Ísland og betra Ísland nái fram að ganga,“ segir Örn. Viðtalið við Katrínu og Örn Bárð má sjá í spilaranum hér að ofan. Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. 18. október 2022 19:42 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar var fagnað í dag við Alþingishúsið, boðið var upp á köku og var miðum sem skrifaðir voru á þjóðfundi um nýja stjórnarskrá varpað á Alþingishúsið nú í kvöld. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins segist ekki hafa búist við því að bíða í tíu ár eftir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu séu virtar. Nauðsynlegt sé að niðurstöður lýðræðislegra kosninga séu virtar, flestir séu á þeirri skoðun að Íslendingar þurfi nýja stjórnarskrá. „Hérna erum við tíu árum seinna, mætt á Austurvöll og við verðum hérna tuttugu árum seinna ef þess þarf, við munum ekki gefast upp en þetta er orðið ansi langt það verður að segjast,“ segir Katrín. Örn Bárður Jónsson, prestur og fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs segir þjóðina ekki hafa brugðist, hún hafi lýst yfir stuðningi við tillögur ráðsins. Það sé Alþingi sem hafi ekki virt vilja þjóðarinnar, það sé alvarlegt. „Áfram hef ég trú á þessari þjóð, að hún muni ekki láta hér við sitja og muni gera það sem að í hennar valdi stendur til þess að þessi draumur okkar um réttlátara Ísland og betra Ísland nái fram að ganga,“ segir Örn. Viðtalið við Katrínu og Örn Bárð má sjá í spilaranum hér að ofan.
Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. 18. október 2022 19:42 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. 18. október 2022 19:42