Bróðir Jóns segir Ingu og Guðmund vera siðblind Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2022 07:03 Jón Hjaltason vill fá afsökunarbeiðni og ýtir bróðir hans undir það. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Hjaltason, bróðir Jóns Hjaltasonar, segir Ingu Sæland og Guðmund Inga Kristinsson vera siðblind. Þorsteini finnst furðulegt að enginn hafi beðið bróður hans afsökunar. Greint var frá því fyrir tveimur vikum síðan að Jón Hjaltason, frambjóðandi Flokks fólksins á Akureyri, krefðist afsökunarbeiðni frá Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, Guðmundi Inga Kristinssyni, varaformanni flokksins, og þremur frambjóðendum flokksins, þeim Málfríði Þórðardóttur, Tinnu Guðmundsdóttur og Hannesínu Scheving Virgild Chester, fyrir að hafa sakað sig um andlegt ofbeldi og ýjað að því að hann hafi áreitt konurnar kynferðislega. Engin afsökunarbeiðni hefur borist en Jón, sem sat í þriðja sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri í síðustu sveitarstjórnarkosningum, og Brynjólfur Ingvarsson, oddviti flokksins, hafa sagt sig úr Flokki fólksins. Brynjólfur situr nú í bæjarstjórn Akureyrar utan flokka og gegnir Jón nefndarstörfum einnig utan flokka. Þorsteinn Hjaltason er bróðir Jóns Hjaltasonar. Í grein sem Þorsteinn Hjaltason, bróðir Jóns, ritar í Morgunblaðið í dag rekur hann forsögu málsins. Hann segir allar þær ásakanir sem forysta flokksins og konurnar þrjár hafa gefið út vera afar óljósar. „Í sex daga var fjallað um málið og þessir tveir engdust við að reyna að verja sig gegn alvarlegum ásökunum en svo óljósum að erfitt var að henda reiður á málinu og bera hönd fyrir höfuð sér. Þá loks 19. september héldu konurnar fréttamannafund og sögðu að Brynjólfur og Jón hefðu ekki beitt þær kynferðislegri áreitni, þeir væru saklausir af því. Þetta sögðu þær án þess að sýna nokkurn vott af iðrun yfir því að hafa valdið því, að allir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar landsins fjölluðu um þessar ásakanir á hendur þeim Jóni og Brynjólfi,“ skrifar Þorsteinn. Þorsteinn gagnrýnir að á fundinum hafi konurnar ekki verið krafðar skýringa á orðum sínum. Þá heimtar hann afsökunarbeiðni fyrir hönd bróður sín. Líkt og Þorsteinn bendir á í grein sinni hefur Guðmundur Ingi sagst hvorki ætla að biðjast afsökunar á einu né neinu. Ef mennirnir vilji segja sig úr flokknum sé það þeirra mál. „Varaformaður og formaður Flokks fólksins sjá ekkert athugavert við þessa hegðun, þeir eru blindir á góða siði, þ.e. virðast siðblindir. Slíkt smitast yfirleitt niður til undirsátanna eins og þekkt er, því ella fá þeir ekki að vera með. Ég held hins vegar að flestir aðrir sjái, að þessi framkoma er alls ekki við hæfi,“ skrifar Þorsteinn. Hann sakar konurnar þrjár um að misbeita „heilögu vopni“ sem #MeToo-bylgjan hafi fært þeim. „Vopnið er heilagt og ber að koma fram við það af virðingu. Það er grafalvarlegt mál þegar það er vanhelgað og slævt, og spellvirki unnin á því, með að misnota það eins og gert var í þessu máli, þegar það var notað af valdagræðgi og yfirgangi við pólitískar hreinsanir í Flokki fólksins,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir Ingu, Guðmund og fleiri mega skammast sín niður í lægstu læðir. Þá fordæmir hann framferði kvennanna harðlega. Flokkur fólksins Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Akureyri MeToo Tengdar fréttir Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. 20. september 2022 09:47 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Greint var frá því fyrir tveimur vikum síðan að Jón Hjaltason, frambjóðandi Flokks fólksins á Akureyri, krefðist afsökunarbeiðni frá Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, Guðmundi Inga Kristinssyni, varaformanni flokksins, og þremur frambjóðendum flokksins, þeim Málfríði Þórðardóttur, Tinnu Guðmundsdóttur og Hannesínu Scheving Virgild Chester, fyrir að hafa sakað sig um andlegt ofbeldi og ýjað að því að hann hafi áreitt konurnar kynferðislega. Engin afsökunarbeiðni hefur borist en Jón, sem sat í þriðja sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri í síðustu sveitarstjórnarkosningum, og Brynjólfur Ingvarsson, oddviti flokksins, hafa sagt sig úr Flokki fólksins. Brynjólfur situr nú í bæjarstjórn Akureyrar utan flokka og gegnir Jón nefndarstörfum einnig utan flokka. Þorsteinn Hjaltason er bróðir Jóns Hjaltasonar. Í grein sem Þorsteinn Hjaltason, bróðir Jóns, ritar í Morgunblaðið í dag rekur hann forsögu málsins. Hann segir allar þær ásakanir sem forysta flokksins og konurnar þrjár hafa gefið út vera afar óljósar. „Í sex daga var fjallað um málið og þessir tveir engdust við að reyna að verja sig gegn alvarlegum ásökunum en svo óljósum að erfitt var að henda reiður á málinu og bera hönd fyrir höfuð sér. Þá loks 19. september héldu konurnar fréttamannafund og sögðu að Brynjólfur og Jón hefðu ekki beitt þær kynferðislegri áreitni, þeir væru saklausir af því. Þetta sögðu þær án þess að sýna nokkurn vott af iðrun yfir því að hafa valdið því, að allir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar landsins fjölluðu um þessar ásakanir á hendur þeim Jóni og Brynjólfi,“ skrifar Þorsteinn. Þorsteinn gagnrýnir að á fundinum hafi konurnar ekki verið krafðar skýringa á orðum sínum. Þá heimtar hann afsökunarbeiðni fyrir hönd bróður sín. Líkt og Þorsteinn bendir á í grein sinni hefur Guðmundur Ingi sagst hvorki ætla að biðjast afsökunar á einu né neinu. Ef mennirnir vilji segja sig úr flokknum sé það þeirra mál. „Varaformaður og formaður Flokks fólksins sjá ekkert athugavert við þessa hegðun, þeir eru blindir á góða siði, þ.e. virðast siðblindir. Slíkt smitast yfirleitt niður til undirsátanna eins og þekkt er, því ella fá þeir ekki að vera með. Ég held hins vegar að flestir aðrir sjái, að þessi framkoma er alls ekki við hæfi,“ skrifar Þorsteinn. Hann sakar konurnar þrjár um að misbeita „heilögu vopni“ sem #MeToo-bylgjan hafi fært þeim. „Vopnið er heilagt og ber að koma fram við það af virðingu. Það er grafalvarlegt mál þegar það er vanhelgað og slævt, og spellvirki unnin á því, með að misnota það eins og gert var í þessu máli, þegar það var notað af valdagræðgi og yfirgangi við pólitískar hreinsanir í Flokki fólksins,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir Ingu, Guðmund og fleiri mega skammast sín niður í lægstu læðir. Þá fordæmir hann framferði kvennanna harðlega.
Flokkur fólksins Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Akureyri MeToo Tengdar fréttir Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. 20. september 2022 09:47 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52
Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53
Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. 20. september 2022 09:47