Búast við hlutfallslega lítilli aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 15:23 Aukin eftirspurn eftir kolum er víða í Evrópu eftir að Rússar skrúfuðu fyrir jarðgasleiðslur vegna Úkraínustríðsins. Endurnýjanlegir orkugjafar koma í veg fyrir að losun aukist meira en annars hefði orðið vegna þess. Vísir/EPA Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) spáir því að losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundumvegna bruna á jarðefnaeldsneyti aukist um innan við eitt prósent á þessu ári í samanburði við síðasta ár. Það megi þakka uppgangi endurnýjanlegra orkugjafa og rafknúinna bifreiða. Gangi spáin eftir nemur losun vegna bruna á eldsneyti til orkunotkunar þessa árs um 33,8 milljörðum tonna af koltvísýringi, um 300 milljónum tonnum meira en árið 2021. Það er mun minni aukning en á milli áranna 2020 og 2021 þegar hún jókst um tvo milljarða tonna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hér er þó ótalin önnur losun manna á gróðurhúsalofttegundum en með bruna á jarðefnaeldsneyti. Aukningin í ár er rakin til vaxandi orkuframleiðslu og flugumferð eftir að ferðamennska náði sér á strik eftir kórónuveirufaraldurinn. Eftirspurn eftir kolum tók kipp vegna hækkandi gasverðs sem er tilkomið vegna stríðsátakanna í Úkraínu. „Góðu fréttirnar eru að sólar- og vindorku fylla að verulegu leyti upp í skarðið en aukningin í kolum virðist hlutfallslega lítil og tímabundin,“ segir Fatih Birol, framkvæmdastjóri IEA. Þrátt fyrir að losunin sé minni en hún hefði getað orðið er þróunin langt frá því sem þarf til að hafa hemil á loftslagsbreytingum af völdum manna. Rakið hefur verið í hverri vísindaskýrslunni á fætur annarri um áratugaskeið að mannkynið þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt sé að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Metaukning í framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa Raforkuframleiðsla með vindi og sólarorku jókst um 700 teravattstundir á árinu og hefur hún aldrei aukist eins mikið á einu ári. Ef ekki hefði verið fyrir vöxt í endurnýjanlegri orku hefði losun mannkynsins geta verið allt að 600 milljónum tonnum meiri í ár. Um fimmtungur framleiðsluaukningar endurnýjanlegra orkugjafa kom frá vatnsaflsvirkjunum þrátt fyrir mikla þurrka víða um jörðina. Horfur er á því að losun Evrópusambandsríkja dragist saman á milli ára þrátt fyrir aukinn kolabruna. Búist er við því að kolin hverfi fljótt aftur enda standi til að bæta við um fimmtíu gígavöttum af endurnýjanlegri orku á næsta ári. Í Kína er hægagangur í efnahagsmálum og bakslag fyrir endurnýjanlega orkugjafa talið leiða til þess að losun standi í stað í ár. Uppfært 24. október 2022 Orðalagi fréttarinnar var breytt til að skerpa á að spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar nær aðeins til losunar gróðurhúsalofttegunda vegna bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Gangi spáin eftir nemur losun vegna bruna á eldsneyti til orkunotkunar þessa árs um 33,8 milljörðum tonna af koltvísýringi, um 300 milljónum tonnum meira en árið 2021. Það er mun minni aukning en á milli áranna 2020 og 2021 þegar hún jókst um tvo milljarða tonna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hér er þó ótalin önnur losun manna á gróðurhúsalofttegundum en með bruna á jarðefnaeldsneyti. Aukningin í ár er rakin til vaxandi orkuframleiðslu og flugumferð eftir að ferðamennska náði sér á strik eftir kórónuveirufaraldurinn. Eftirspurn eftir kolum tók kipp vegna hækkandi gasverðs sem er tilkomið vegna stríðsátakanna í Úkraínu. „Góðu fréttirnar eru að sólar- og vindorku fylla að verulegu leyti upp í skarðið en aukningin í kolum virðist hlutfallslega lítil og tímabundin,“ segir Fatih Birol, framkvæmdastjóri IEA. Þrátt fyrir að losunin sé minni en hún hefði getað orðið er þróunin langt frá því sem þarf til að hafa hemil á loftslagsbreytingum af völdum manna. Rakið hefur verið í hverri vísindaskýrslunni á fætur annarri um áratugaskeið að mannkynið þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt sé að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Metaukning í framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa Raforkuframleiðsla með vindi og sólarorku jókst um 700 teravattstundir á árinu og hefur hún aldrei aukist eins mikið á einu ári. Ef ekki hefði verið fyrir vöxt í endurnýjanlegri orku hefði losun mannkynsins geta verið allt að 600 milljónum tonnum meiri í ár. Um fimmtungur framleiðsluaukningar endurnýjanlegra orkugjafa kom frá vatnsaflsvirkjunum þrátt fyrir mikla þurrka víða um jörðina. Horfur er á því að losun Evrópusambandsríkja dragist saman á milli ára þrátt fyrir aukinn kolabruna. Búist er við því að kolin hverfi fljótt aftur enda standi til að bæta við um fimmtíu gígavöttum af endurnýjanlegri orku á næsta ári. Í Kína er hægagangur í efnahagsmálum og bakslag fyrir endurnýjanlega orkugjafa talið leiða til þess að losun standi í stað í ár. Uppfært 24. október 2022 Orðalagi fréttarinnar var breytt til að skerpa á að spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar nær aðeins til losunar gróðurhúsalofttegunda vegna bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira