Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 21:53 Kveðjustund Borisar fyrir framan Downing stræti 10. Nú eru allar líkur taldar á því að hann geri tilraun til að komast aftur til valda, aðeins 45 dögum frá afsögn sinni. AP/Stefan Rousseau Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðeins Penny Mordaunt hefur gefið kost á sér þegar þetta er skrifað og aðeins eru um 60 klukkustundir þar til framboðsfrestur rennur úr. Stjórnmálaskýrendur þar ytra telja hana ekki hafa eins mikinn meðbyr og í síðustu kosningum. Sem stendur nýtur Rishi Sunak, sem beið lægri hlut í kosningeinvígi gegn Liz Truss, mesta stuðnings flokksmanna Íhaldsflokksins en breska ríkisútvarpið hefur greint frá því að hann nálgist 100 þingmenn sem er einmitt sá þingmannastuðningur sem þarf til að verða leiðtogi flokksins. „Svo er kötturinn í sekknum, sem er að koma fram. Það er enginn annar en Boris Johnson. Það eru allar líkur taldar á því að hann muni slá til. Hann er að fá mikinn stuðning úr þingmannaliði Íhaldsflokksins þessa dagana; margir fyrrverandi ráðherrar og tugir þingmanna Íhaldsflokksins sem komu fram í dag og sögðust myndu styðja hann,“ segir Baldur. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Boris njóti stuðnings um 44 þingmanna. Penny Mordaunt er sögð njóta stuðnings 22 þingmanna. Þinglið Íhaldsflokksins mun kjósa tvo þingmenn sem almennir flokksmenn munu svo gera upp á milli í netkosningum fram að næsta föstudag. Spurður að því hvaða áhrif það muni hafa á stjórnmálaástand í Bretlandi, snúi Boris aftur svo skömmu eftir afsögn segir Baldur að óöld innan Íhaldsflokksins myndi áfram ríkja. „Núna bara fyrir nokkrum mínútum lýsti William Hague, fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, því yfir að það yrði hreinn hryllingur ef að Boris Johnson yrði aftur leiðtogi og forsætisráðherra. Það mætti bara alls ekki gerast fyrir land og þjóð,“ segir Baldur. Boris muni ekki sameina flokkinn og halda áfram sömu braut og Liz Truss hafi verið komin á, á endanum með ríkisfjármálin. Varðandi fylgi flokksins, sem hefur hrunið algjörlega hrunið á síðustu vikum, telur Baldur ómögulegt að segja til um hvernig það muni þróast en ljóst sé að erfitt muni reynast að endurheimta traust kjósenda vegna efnahagsstefnunnar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór einnig gaumgæfilega yfir stjórnmálaástand Breta í kvöldfréttum Stöðvar 2: Bretland Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Hann var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðeins Penny Mordaunt hefur gefið kost á sér þegar þetta er skrifað og aðeins eru um 60 klukkustundir þar til framboðsfrestur rennur úr. Stjórnmálaskýrendur þar ytra telja hana ekki hafa eins mikinn meðbyr og í síðustu kosningum. Sem stendur nýtur Rishi Sunak, sem beið lægri hlut í kosningeinvígi gegn Liz Truss, mesta stuðnings flokksmanna Íhaldsflokksins en breska ríkisútvarpið hefur greint frá því að hann nálgist 100 þingmenn sem er einmitt sá þingmannastuðningur sem þarf til að verða leiðtogi flokksins. „Svo er kötturinn í sekknum, sem er að koma fram. Það er enginn annar en Boris Johnson. Það eru allar líkur taldar á því að hann muni slá til. Hann er að fá mikinn stuðning úr þingmannaliði Íhaldsflokksins þessa dagana; margir fyrrverandi ráðherrar og tugir þingmanna Íhaldsflokksins sem komu fram í dag og sögðust myndu styðja hann,“ segir Baldur. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Boris njóti stuðnings um 44 þingmanna. Penny Mordaunt er sögð njóta stuðnings 22 þingmanna. Þinglið Íhaldsflokksins mun kjósa tvo þingmenn sem almennir flokksmenn munu svo gera upp á milli í netkosningum fram að næsta föstudag. Spurður að því hvaða áhrif það muni hafa á stjórnmálaástand í Bretlandi, snúi Boris aftur svo skömmu eftir afsögn segir Baldur að óöld innan Íhaldsflokksins myndi áfram ríkja. „Núna bara fyrir nokkrum mínútum lýsti William Hague, fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, því yfir að það yrði hreinn hryllingur ef að Boris Johnson yrði aftur leiðtogi og forsætisráðherra. Það mætti bara alls ekki gerast fyrir land og þjóð,“ segir Baldur. Boris muni ekki sameina flokkinn og halda áfram sömu braut og Liz Truss hafi verið komin á, á endanum með ríkisfjármálin. Varðandi fylgi flokksins, sem hefur hrunið algjörlega hrunið á síðustu vikum, telur Baldur ómögulegt að segja til um hvernig það muni þróast en ljóst sé að erfitt muni reynast að endurheimta traust kjósenda vegna efnahagsstefnunnar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór einnig gaumgæfilega yfir stjórnmálaástand Breta í kvöldfréttum Stöðvar 2:
Bretland Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira