Gerrard rýfur þögnina Atli Arason skrifar 22. október 2022 07:01 Steven Gerrard niðurlútur eftir tap Aston Villa gegn Fulham síðasta fimmtudag. Getty Images Steven Gerrard tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega eftir brottreksturinn frá Aston Villa en Gerrard bað alla stuðningsmenn Villa afsökunar á frammistöðu liðsins undanfarið. „Við stuðningsmennina vil ég segja að mikill eftirsjá er hjá mér yfir því að hlutirnir gengu ekki upp eins og áætlað var. Ég stend hins vegar í mikilli þakkarskuld við ykkur fyrir það hvernig þið tókuð á móti mér og studdu liðið í gegnum þessa erfiðu tíma. Aston Villa er félag með ríka sögu og ég vildi færa liðinu aftur ógleymanleg afrek en því miður tókst það ekki. Ég óska öllum hjá félaginu velfarnaðar í náinni framtíð,“ skrifaði Gerrad á Instagram í gær. Gerrard var einungis í 11 mánuði við stjórnvölinn hjá Villa en liðið byrjaði vel undir hans stjórn á síðasta ári áður en árangurinn fór að dala undir lok síðasta tímabils og sá slæmi árangur hélt áfram í byrjun yfirstandandi leiktímabils. Aston Villa er sem stendur í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með níu stig. Liðið hefur einungis unnið tvo af fyrstu 11 leikjum sínum í ár en knattspyrnustjórinn var rekinn eftir 3-0 tap gegn Fulham í vikunni. Gerrard tók við Aston Villa þegar hann yfirgaf stjórnarstöðuna hjá Rangers eftir frábæran árangur með liðinu í skosku úrvalsdeildinni þar sem Rangers vann sinn fyrsta titill í 10 ár en Rangers fór í gegnum allt tímabilið 2020/21 í Skotlandi án þess að tapa leik. Gerrard og Rangers bundu þar með enda 10 ára sigurgöngu erkifjendanna í Celtic. Tíminn einn mun leiða í ljós hvað verkefni Gerrard tekur að sér næst en hann er sagður vilja halda áfram sem knattspyrnustjóri en gæti þó einnig boðist að taka að sér störf sem sparkspekingur eins og fyrrum samherji hans hjá Liverpool, Jamie Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Gerrard rekinn frá Aston Villa Knattspyrnustjórin Steven Gerrard hefur verið rekinn frá Aston Villa eftir ellefu mánuði í starfi. 20. október 2022 21:57 Gerrard fékk far með liðsrútunni eftir brottreksturinn Steven Gerrard ferðaðist aftur til Birmingham með leikmannahópi og starfsliði Aston Villa þrátt fyrir að hafa verið rekinn strax eftir tap fyrir Fulham í gær. 21. október 2022 09:31 Carra: Frábært starf fyrir Steven Gerrard Jamie Carragher, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports og liðsfélagi Steven Gerrard til fjölda ára, er ánægður fyrir hönd síns gamla félaga sem varð í gær knattspyrnustjóri hjá Aston Villa. 12. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fleiri fréttir Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Sjá meira
„Við stuðningsmennina vil ég segja að mikill eftirsjá er hjá mér yfir því að hlutirnir gengu ekki upp eins og áætlað var. Ég stend hins vegar í mikilli þakkarskuld við ykkur fyrir það hvernig þið tókuð á móti mér og studdu liðið í gegnum þessa erfiðu tíma. Aston Villa er félag með ríka sögu og ég vildi færa liðinu aftur ógleymanleg afrek en því miður tókst það ekki. Ég óska öllum hjá félaginu velfarnaðar í náinni framtíð,“ skrifaði Gerrad á Instagram í gær. Gerrard var einungis í 11 mánuði við stjórnvölinn hjá Villa en liðið byrjaði vel undir hans stjórn á síðasta ári áður en árangurinn fór að dala undir lok síðasta tímabils og sá slæmi árangur hélt áfram í byrjun yfirstandandi leiktímabils. Aston Villa er sem stendur í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með níu stig. Liðið hefur einungis unnið tvo af fyrstu 11 leikjum sínum í ár en knattspyrnustjórinn var rekinn eftir 3-0 tap gegn Fulham í vikunni. Gerrard tók við Aston Villa þegar hann yfirgaf stjórnarstöðuna hjá Rangers eftir frábæran árangur með liðinu í skosku úrvalsdeildinni þar sem Rangers vann sinn fyrsta titill í 10 ár en Rangers fór í gegnum allt tímabilið 2020/21 í Skotlandi án þess að tapa leik. Gerrard og Rangers bundu þar með enda 10 ára sigurgöngu erkifjendanna í Celtic. Tíminn einn mun leiða í ljós hvað verkefni Gerrard tekur að sér næst en hann er sagður vilja halda áfram sem knattspyrnustjóri en gæti þó einnig boðist að taka að sér störf sem sparkspekingur eins og fyrrum samherji hans hjá Liverpool, Jamie Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gerrard rekinn frá Aston Villa Knattspyrnustjórin Steven Gerrard hefur verið rekinn frá Aston Villa eftir ellefu mánuði í starfi. 20. október 2022 21:57 Gerrard fékk far með liðsrútunni eftir brottreksturinn Steven Gerrard ferðaðist aftur til Birmingham með leikmannahópi og starfsliði Aston Villa þrátt fyrir að hafa verið rekinn strax eftir tap fyrir Fulham í gær. 21. október 2022 09:31 Carra: Frábært starf fyrir Steven Gerrard Jamie Carragher, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports og liðsfélagi Steven Gerrard til fjölda ára, er ánægður fyrir hönd síns gamla félaga sem varð í gær knattspyrnustjóri hjá Aston Villa. 12. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fleiri fréttir Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Sjá meira
Gerrard rekinn frá Aston Villa Knattspyrnustjórin Steven Gerrard hefur verið rekinn frá Aston Villa eftir ellefu mánuði í starfi. 20. október 2022 21:57
Gerrard fékk far með liðsrútunni eftir brottreksturinn Steven Gerrard ferðaðist aftur til Birmingham með leikmannahópi og starfsliði Aston Villa þrátt fyrir að hafa verið rekinn strax eftir tap fyrir Fulham í gær. 21. október 2022 09:31
Carra: Frábært starf fyrir Steven Gerrard Jamie Carragher, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports og liðsfélagi Steven Gerrard til fjölda ára, er ánægður fyrir hönd síns gamla félaga sem varð í gær knattspyrnustjóri hjá Aston Villa. 12. nóvember 2021 09:00