Klopp: Fengum nógu mörg færi til að vinna Hjörvar Ólafsson skrifar 22. október 2022 14:00 Jürgen Klopp á hliðarlínunni í leik liðanna í dag. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði lið sitt hafa fengið nógu mörg færi til þess að fá stig úr heimsókn sinni á City Ground í dag. „Ég hef útskýringu á reiðum höndum á frammistöðu liðsins en ég get ekki útskýrt úrslitin ef ég á að vera hreinskilinn. Við fengum fjögur til fimm frábær færi eftir föst leikatriði sem ég skil ekki hvernig við fórum að því að skora ekki úr," sagði Klopp að leik loknum en Nottingham Forest lagði Liverpool að velli með einu marki gegn einu. „Við vorum undirbúnir fyrir þá leikaðferð sem þeir settu upp og við vissum hvernig þeir myndu verjast gegn okkur. Við hefðum bara átt að klára þennan leik og nýta færin betur svo ég sé alveg hreinskilinn," sagði Þjóðverjinn enn fremur í samtali við BT Sport. „Markið sem þeir skora kemur eftir stór mistök hjá okkuar. Við missum boltann á vondum stað, gefum óþarfa aukaspyrnu á hættulegu fyrirgjafarfæri og markið kemur í kjölfarið. Önnur færi sem þeir fá komu eftir annars konar mistök hjá okkur," sagði Klopp um leikinn. „Við þurftum að gera margar breytingar frá leiknum gegn West Ham United og sumar þeirra á síðustu stundu. Það er augljóslega ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir erfiðan leik. Liðið hefur spilað sex leiki á skömmum tíma og þrjá leiki með hárri ákefð síðustu daga og það hefur tekið sinn toll. Það sást augljóslega að það vantaði takt og orku í liðið eftir að leikmenn höfðu sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni síðustu vikurnar. Það er bara eins og það er og við breytum því ekki. Við hefðum getað gert betur á mörgum sviðum og náð í stigin sem við vildum," sagði hann. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Sjá meira
„Ég hef útskýringu á reiðum höndum á frammistöðu liðsins en ég get ekki útskýrt úrslitin ef ég á að vera hreinskilinn. Við fengum fjögur til fimm frábær færi eftir föst leikatriði sem ég skil ekki hvernig við fórum að því að skora ekki úr," sagði Klopp að leik loknum en Nottingham Forest lagði Liverpool að velli með einu marki gegn einu. „Við vorum undirbúnir fyrir þá leikaðferð sem þeir settu upp og við vissum hvernig þeir myndu verjast gegn okkur. Við hefðum bara átt að klára þennan leik og nýta færin betur svo ég sé alveg hreinskilinn," sagði Þjóðverjinn enn fremur í samtali við BT Sport. „Markið sem þeir skora kemur eftir stór mistök hjá okkuar. Við missum boltann á vondum stað, gefum óþarfa aukaspyrnu á hættulegu fyrirgjafarfæri og markið kemur í kjölfarið. Önnur færi sem þeir fá komu eftir annars konar mistök hjá okkur," sagði Klopp um leikinn. „Við þurftum að gera margar breytingar frá leiknum gegn West Ham United og sumar þeirra á síðustu stundu. Það er augljóslega ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir erfiðan leik. Liðið hefur spilað sex leiki á skömmum tíma og þrjá leiki með hárri ákefð síðustu daga og það hefur tekið sinn toll. Það sást augljóslega að það vantaði takt og orku í liðið eftir að leikmenn höfðu sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni síðustu vikurnar. Það er bara eins og það er og við breytum því ekki. Við hefðum getað gert betur á mörgum sviðum og náð í stigin sem við vildum," sagði hann.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Sjá meira