Ósammála félögum sínum í meirihlutanum: „Frumvarpið virðist hrein og bein aðför að réttindum launafólks“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2022 15:21 Orri Páll Jóhannsson er þingflokksmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði virðast vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín starfsmenn sem standa utan stéttarfélaga og lágmarksréttindi launafólks gætu orðið að engu. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að frátöldum ráðherrum og forseta Alþingis lögðu fram frumvarpið í vikunni. Þar er meðal annars tekið fram að óheimilt yrði að draga félagsgjald af launafólki eða skrá það í stéttarfélag án ótvíræðs samþykkis þess og óheimilt yrði að skylda fólk til að ganga í tiltekið stéttarfélag. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur einnig gagnrýnt frumvarpið. Hann sagði í vikunni að næði frumvarpið fram að ganga yrði það til þess fallið að taka allt bit úr verkfallsvopninu og kippa rekstrargrundvelli undan stéttarfélögum á Íslandi. Stéttarfélög tryggi sjálfsögð réttindi Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna er ósammála félögum sínum í meirihlutanum. Hann segir í aðsendri skoðanagrein á Vísi að sterk verkalýðshreyfing hafi í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags. Frumvarpið væri hins vegar til þess fallið að grafa undan áratugalangri sátt í stéttarfélagsmálum. „Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri,“ segir Orri Páll. Allt í nafni frelsisins Hann tekur dæmi um tvo launþega sem báðir verða veikir. Annar þeirra í stéttarfélagi en hinn ekki. Orri reifar hvernig réttarstaða þess fyrrnefnda sé augljóslega miklu betri en þess sem ekki er í stéttarfélagi. Réttindi launafólks séu tryggð með þátttöku í stéttarfélögum. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins,“ segir Orri Páll að lokum. Vinnumarkaður Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Réttindi launafólks og frelsið Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. 22. október 2022 15:01 Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. 18. október 2022 12:49 Vilja tryggja félagafrelsi með nýju lagafrumvarpi Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu. 14. október 2022 12:04 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að frátöldum ráðherrum og forseta Alþingis lögðu fram frumvarpið í vikunni. Þar er meðal annars tekið fram að óheimilt yrði að draga félagsgjald af launafólki eða skrá það í stéttarfélag án ótvíræðs samþykkis þess og óheimilt yrði að skylda fólk til að ganga í tiltekið stéttarfélag. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur einnig gagnrýnt frumvarpið. Hann sagði í vikunni að næði frumvarpið fram að ganga yrði það til þess fallið að taka allt bit úr verkfallsvopninu og kippa rekstrargrundvelli undan stéttarfélögum á Íslandi. Stéttarfélög tryggi sjálfsögð réttindi Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna er ósammála félögum sínum í meirihlutanum. Hann segir í aðsendri skoðanagrein á Vísi að sterk verkalýðshreyfing hafi í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags. Frumvarpið væri hins vegar til þess fallið að grafa undan áratugalangri sátt í stéttarfélagsmálum. „Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri,“ segir Orri Páll. Allt í nafni frelsisins Hann tekur dæmi um tvo launþega sem báðir verða veikir. Annar þeirra í stéttarfélagi en hinn ekki. Orri reifar hvernig réttarstaða þess fyrrnefnda sé augljóslega miklu betri en þess sem ekki er í stéttarfélagi. Réttindi launafólks séu tryggð með þátttöku í stéttarfélögum. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins,“ segir Orri Páll að lokum.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Réttindi launafólks og frelsið Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. 22. október 2022 15:01 Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. 18. október 2022 12:49 Vilja tryggja félagafrelsi með nýju lagafrumvarpi Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu. 14. október 2022 12:04 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Réttindi launafólks og frelsið Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. 22. október 2022 15:01
Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. 18. október 2022 12:49
Vilja tryggja félagafrelsi með nýju lagafrumvarpi Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu. 14. október 2022 12:04