Elsti starfandi barnaskóli landsins 170 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2022 21:04 Skólinn er elsti starfandi barnaskóli á Íslandi, 170 ára takk fyrir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið um dýrðir í Barnaskólanum á Eyrarbakka- og Stokkseyri í dag því skólinn fagnar 170 afmæli en hann er elsti starfandi barnaskóli landsins. Afmælisdagurinn er þó ekki fyrr en 25. október en þann dag 1852 var skólinn stofnaður fyrir samskot almennings í héraðinu. Forseti Íslands var heiðursgestur á afmælishátíð dagsins, sem fór fram í skólanum á Stokkseyri. Stutt ávörp voru haldin, auk skemmti og tónlistaratriða og konurnar í Kvenfélagi Stokkseyrar sáu um veitingar dagsins.Í dag eru 125 nemendur í skólanum og 50 starfsmenn. Starfið gengur mjög vel þrátt fyrir áföll eins og myglu í skólahúsnæðinu á Eyrarbakka og heimsfaraldur. Skólastjórinn er stoltur af því að vera skólastjóri elsta starfandi barnaskóla landsins. Nemendur skólans sungu og spiluðu og skemmtu þannig gestum í tilefni af 170 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er ábyrgðarstarf og staða, sem ég tek mjög alvarlega og það er mér mjög mikið í mun að fólkinu hérna líði vel. Ég er bæði stolt og ofsalega auðmjúk . Við erum í stöðugri skólaþróun og við erum að nýta tæknina í kennslu,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri. Fjöldi fólks mætti í 170 ára afmælið í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert með frábæra nemendur og frábært starfsfólk eða hvað? „Já, það besta, alveg það besta, allir leggja sig fram.“ Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands hélt létta og skemmtilega ræðu í tilefni dagsins og endaði á þessum orðum. „Í lok þessarar ræðu telst mér til að ég hafi flutt um eitt hundrað orð á mínútu. Hæfni náð en ekki viðmiði þrjú er ég hræddur um, en ég lofa að reyna að gera betur næst þegar ég kem og verð með ykkur og tala miklu hraðar og fæ miklu betri einkunn,“ sagði Guðni og uppskar mikinn hlátur. Hr. Guðni Th. og Fjóla Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg voru ánægð með daginn og afmælisdagskrána en þau fluttu bæði ávarp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tímamót Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Forseti Íslands var heiðursgestur á afmælishátíð dagsins, sem fór fram í skólanum á Stokkseyri. Stutt ávörp voru haldin, auk skemmti og tónlistaratriða og konurnar í Kvenfélagi Stokkseyrar sáu um veitingar dagsins.Í dag eru 125 nemendur í skólanum og 50 starfsmenn. Starfið gengur mjög vel þrátt fyrir áföll eins og myglu í skólahúsnæðinu á Eyrarbakka og heimsfaraldur. Skólastjórinn er stoltur af því að vera skólastjóri elsta starfandi barnaskóla landsins. Nemendur skólans sungu og spiluðu og skemmtu þannig gestum í tilefni af 170 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er ábyrgðarstarf og staða, sem ég tek mjög alvarlega og það er mér mjög mikið í mun að fólkinu hérna líði vel. Ég er bæði stolt og ofsalega auðmjúk . Við erum í stöðugri skólaþróun og við erum að nýta tæknina í kennslu,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri. Fjöldi fólks mætti í 170 ára afmælið í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert með frábæra nemendur og frábært starfsfólk eða hvað? „Já, það besta, alveg það besta, allir leggja sig fram.“ Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands hélt létta og skemmtilega ræðu í tilefni dagsins og endaði á þessum orðum. „Í lok þessarar ræðu telst mér til að ég hafi flutt um eitt hundrað orð á mínútu. Hæfni náð en ekki viðmiði þrjú er ég hræddur um, en ég lofa að reyna að gera betur næst þegar ég kem og verð með ykkur og tala miklu hraðar og fæ miklu betri einkunn,“ sagði Guðni og uppskar mikinn hlátur. Hr. Guðni Th. og Fjóla Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg voru ánægð með daginn og afmælisdagskrána en þau fluttu bæði ávarp.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tímamót Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira