Snorri Másson fór í bókabúð og ræddi við bóksalann, Birgittu Björgu Guðmarsdóttur, í Eymundsson:
Birgitta segir sögulegar skáldsögur muni að öllum líkindum einkenna jólabókaflóðið þessi jólin. Þá er von á bókum frá stærri höfundum líkt og Ólafi Jóhanni Ólafssyni, Guðrún Evu Mínervudóttur, Jóni Kalmani Stefánssyni og Sigríði Hagalín Björnsdóttur, svo fáeinir séu nefndir. Þá er rúm vika í bækur frá Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur.
Verðmiðinn á bókum hækkar með hverju ári. Nú virðist bókin að jafnaði vera komin í tæpar átta þúsund krónur.
„Þetta er auðvitað svolítið þungt í veskið. Einhvern tímann las ég að á tímum Shakespeare hafi bókin kostað á við 25 brauðhleifa, sem væru 12 þúsund krónur í íslensku samfélagi í dag,“ segir Birgitta.
Birgitta er sjálf spennt fyrir bók Elísabetar Jökulsdóttur, sem ber titilinn Saknaðarilmur, sem og nýrri bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Útsýni.