„Mótið er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. október 2022 22:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson. Vísir/Vilhelm Breiðablik komst aftur á sigurbraut eftir 2-5 sigur á Val á Origo-vellinum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Var ánægður með sigurinn en furðaði sig á lengd Bestu deildarinnar. „Mér fannst þetta ágætis svar frá síðasta leik. Leikurinn bar þess merki að það var ekkert undir. Við höfum oft spilað betur en það er hægara sagt en gert. Leikmenn eru búnir að vera að í tæpt ár og menn eru orðnir þreyttir. Hungrið er farið, það er búið að tilkynna fullt af leikmönnum í þessari deild að þeir verða ekki áfram í sama liði og margir eru orðnir atvinnulausir. Þetta var bara fínn leikur þótt hann hafi litast af því að það var ekkert undir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Valur jafnaði leikinn tvisvar og fannst Óskari hans menn sofna á verðinum. „Menn sofnuðu bara á verðinum. Við vorum ólíkir sjálfum okkur án bolta í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt Valur hefur að engu að keppa þá eru þeir með frábæra leikmenn sem refsa sem var saga fyrri hálfleiks.“ „Við vorum fínir í seinni hálfleik en ég hefði viljað sjá meiri hraða í spilinu. Þessi leikur verður minnisvarði um tilgangsleysi þar sem menn hafa æft í ár nánast án þess að fá frí og ég upplifi ekkert hungur og mikla þreytu en það er eins og það er. Við munum klára þetta mót með sæmd.“ Óskar talaði um að mótið væri eins og löng bók og reyndi að koma með lausnir fyrir næsta tímabil. „Það var óheppilegt að spennan í mótinu var ekki mikil. Mögulega gætum við fært bikarinn og fjölgað leikdögum fyrir deildina inn á tímabilinu og þjappa deildinni meira saman. Þá væri hægt að enda mótið fyrr.“ „Það er búið að draga mótið á langinn. Þetta er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng. Bókin er fjögur hundruð blaðsíður en hefði átt að vera þrjú hundruðu blaðsíður. Þú hefðir getað komið öllu til skila en ert að teygja lopann upp í fjögur hundruð blaðsíður. Ég er ekki að gagnrýna það að við bættum við leikjum heldur þarf að þjappa þessu betur saman,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
„Mér fannst þetta ágætis svar frá síðasta leik. Leikurinn bar þess merki að það var ekkert undir. Við höfum oft spilað betur en það er hægara sagt en gert. Leikmenn eru búnir að vera að í tæpt ár og menn eru orðnir þreyttir. Hungrið er farið, það er búið að tilkynna fullt af leikmönnum í þessari deild að þeir verða ekki áfram í sama liði og margir eru orðnir atvinnulausir. Þetta var bara fínn leikur þótt hann hafi litast af því að það var ekkert undir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Valur jafnaði leikinn tvisvar og fannst Óskari hans menn sofna á verðinum. „Menn sofnuðu bara á verðinum. Við vorum ólíkir sjálfum okkur án bolta í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt Valur hefur að engu að keppa þá eru þeir með frábæra leikmenn sem refsa sem var saga fyrri hálfleiks.“ „Við vorum fínir í seinni hálfleik en ég hefði viljað sjá meiri hraða í spilinu. Þessi leikur verður minnisvarði um tilgangsleysi þar sem menn hafa æft í ár nánast án þess að fá frí og ég upplifi ekkert hungur og mikla þreytu en það er eins og það er. Við munum klára þetta mót með sæmd.“ Óskar talaði um að mótið væri eins og löng bók og reyndi að koma með lausnir fyrir næsta tímabil. „Það var óheppilegt að spennan í mótinu var ekki mikil. Mögulega gætum við fært bikarinn og fjölgað leikdögum fyrir deildina inn á tímabilinu og þjappa deildinni meira saman. Þá væri hægt að enda mótið fyrr.“ „Það er búið að draga mótið á langinn. Þetta er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng. Bókin er fjögur hundruð blaðsíður en hefði átt að vera þrjú hundruðu blaðsíður. Þú hefðir getað komið öllu til skila en ert að teygja lopann upp í fjögur hundruð blaðsíður. Ég er ekki að gagnrýna það að við bættum við leikjum heldur þarf að þjappa þessu betur saman,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira