Verstappen ræsir þriðji eftir að hafa tryggt sér titilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. október 2022 08:00 Max Verstappen ræsir aðeins þriðji í sinni fyrstu keppni eftir að hafa tryggt sér heimsmeistaratitilinn. Chris Graythen/Getty Images Max Verstappen, nýkrýndur heimsmeistari í Formúlu 1, ræsir þriðji í Texas í kvöld í sinni fyrstu keppni eftir að hafa tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í íþróttinni á ferlinum. Þrátt fyrir að Verstappen hafi nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn er baráttan um annað sætið enn hörð. Sergio Perez, liðsfélagi hans hjá Red Bull, situr eins og er í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar með 253 stig, Charles Leclerc á Ferrari er þriðji með 252 stig, George Russell á Mercedes situr í fjórða sæti með 207 stig og Carlos Sainz á Ferrari situr í fimmta sæti með 202 stig. Það var einmitt sá síðastnefndi, Carlos Sainz, sem átti hraðasta hringinn í tímatökunum í Texas í gærkvöldi og verður hann því á ráspól þegar ljósin slokkna í kvöld. Með honum í fremstu rásröð verður liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, og svo koma þeir í annarri rásröð liðsfélagarnir hjá Red Bull, Max Verstappen og Sergio Perez. CARLOS SAINZ TAKES POLE!He storms to his third pole in F1, with Leclerc second-fastest, and Verstappen third#USGP #F1 pic.twitter.com/xvwibxXxKy— Formula 1 (@F1) October 22, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Verstappen hafi nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn er baráttan um annað sætið enn hörð. Sergio Perez, liðsfélagi hans hjá Red Bull, situr eins og er í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar með 253 stig, Charles Leclerc á Ferrari er þriðji með 252 stig, George Russell á Mercedes situr í fjórða sæti með 207 stig og Carlos Sainz á Ferrari situr í fimmta sæti með 202 stig. Það var einmitt sá síðastnefndi, Carlos Sainz, sem átti hraðasta hringinn í tímatökunum í Texas í gærkvöldi og verður hann því á ráspól þegar ljósin slokkna í kvöld. Með honum í fremstu rásröð verður liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, og svo koma þeir í annarri rásröð liðsfélagarnir hjá Red Bull, Max Verstappen og Sergio Perez. CARLOS SAINZ TAKES POLE!He storms to his third pole in F1, with Leclerc second-fastest, and Verstappen third#USGP #F1 pic.twitter.com/xvwibxXxKy— Formula 1 (@F1) October 22, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira