Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Það er grafalvarlegt að mæður þurfi að flytja sig á milli landshluta til að fæða börn, þegar þjónustan ætti að vera til staðar í nærumhverfinu, að sögn formanns Læknafélags Íslands. Snjóhengja vofi yfir kerfinu þar sem kynslóð héraðslækna sem sættir sig við óboðlegar vinnuaðstæður sé á leið á eftirlaun.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum en í kvöldfréttum í gær sagði kona frá því að hún þurfi að flytja með fjölskylduna á Akureyri yfir jólin til að fæða barn sitt.

Í hádegisfréttum er einnig rætt við náttúruvársérfræðing um skjálftahrinu við Herðubreið, staðan tekin á Bretlandi og fjallað um hugmyndir Haraldar Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um veggjöld til að hraða vegaframkvæmdum.

Þá verður sagt frá árangursríkri jafnlaunastefnu í Árborg og enskum áhrifum á heiti verslana og fyrirtækja í Madríd.

Þéttur hádegisfréttatími á Bylgjunni kl. 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×