Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila Snorri Másson skrifar 23. október 2022 20:59 Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við. Þegar maður sér Strætó á ferð um Reykjavík eru um helmingslíkur á að vagninn sé ekki í eigu borgarinnar - og að vagnstjórinn starfi hjá einkafyrirtæki. Af rúmlega 150 vögnum í þjónustu Strætó er um helmingur í eigu einkafyrirtækja eins og Hópbíla hf. eða Kynnisferða. Strætisvagnar á vegum byggðasamlagsins og einkaaðila.stöð 2 Hugmyndir eru uppi um aukna útvistun, sem myndi auka hlutfall þeirra vagna sem eru í eigu og rekstri einkafyrirtækja fyrir Strætó. Þessar hugmyndir koma til dæmis frá sjálfum stjórnarformanni Strætó, Magnúsi Erni Guðmundssyni, sem segir blasa við að bjóða í auknum mæli út rekstur Strætó. Útvistun sé augljóslega skynsamlegri kostur en að félagið annist aksturinn sjálft. Á svipuðum nótum talar Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, sem segir að hagræðing felist í að úthýsa rekstrinum. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segist aldrei hafa séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann hóf störf.Mynd/Strætó Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir að honum lítist ljómandi vel á þessar hugmyndir. „Þetta er umræða sem hefur átt sér stað mjög lengi inni í Strætó og á meðal pólitíkusa í sveitarfélaginu. Vonandi fer að koma einhver endanleg ákvörðun í þetta þannig að hægt sé að vinna í rétta átt,“ segir Jóhannes. Mynduð þið vilja bjóða allan reksturinn út? „Já, í lokin sjáum við fyrir okkur að allur reksturinn sé boðinn út,“ segir Jóhannes, sem segir þó ekki nákvæmt að kalla það einkavæðingu. „Nei, ég myndi ekki segja það. Þetta er bara að bjóða út á samkeppnismarkaði. Samkeppni um verðin. Þannig teljum við okkur geta fengið hagstæðari verð.“ Skipulag og rekstur kerfisins væri enn alfarið í höndum Strætó bs. þótt einkafyrirtæki ættu vagnana og réðu bílstjórana. Strætó á ekki sjö dagana sæla. Nýtt app hefur farið brösulega af stað, Næturstrætó var lagður af við lítinn fögnuð notenda, óánægju hefur gætt með þjónustuna almennt og rekstrarerfiðleikarnir hafa aldrei verið meiri. Jóhannes kveðst sjálfur ekki hafa séð það svartara en bendir á að aukin útboð séu ekki lausn á bráðavandanum sem steðji að núna. „Að bjóða út er ekki kannski lausn sem reddar okkur núna en eins og ég sagði áðan hefur í útboðunum komið lægri verð en við höfum getað gert þetta sjálf. Þannig að til framtíðar getur þetta þýtt lægri kostnað fyrir Strætó,“ segir Jóhannes. Strætó Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði. 11. október 2022 16:46 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Þegar maður sér Strætó á ferð um Reykjavík eru um helmingslíkur á að vagninn sé ekki í eigu borgarinnar - og að vagnstjórinn starfi hjá einkafyrirtæki. Af rúmlega 150 vögnum í þjónustu Strætó er um helmingur í eigu einkafyrirtækja eins og Hópbíla hf. eða Kynnisferða. Strætisvagnar á vegum byggðasamlagsins og einkaaðila.stöð 2 Hugmyndir eru uppi um aukna útvistun, sem myndi auka hlutfall þeirra vagna sem eru í eigu og rekstri einkafyrirtækja fyrir Strætó. Þessar hugmyndir koma til dæmis frá sjálfum stjórnarformanni Strætó, Magnúsi Erni Guðmundssyni, sem segir blasa við að bjóða í auknum mæli út rekstur Strætó. Útvistun sé augljóslega skynsamlegri kostur en að félagið annist aksturinn sjálft. Á svipuðum nótum talar Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, sem segir að hagræðing felist í að úthýsa rekstrinum. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segist aldrei hafa séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann hóf störf.Mynd/Strætó Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir að honum lítist ljómandi vel á þessar hugmyndir. „Þetta er umræða sem hefur átt sér stað mjög lengi inni í Strætó og á meðal pólitíkusa í sveitarfélaginu. Vonandi fer að koma einhver endanleg ákvörðun í þetta þannig að hægt sé að vinna í rétta átt,“ segir Jóhannes. Mynduð þið vilja bjóða allan reksturinn út? „Já, í lokin sjáum við fyrir okkur að allur reksturinn sé boðinn út,“ segir Jóhannes, sem segir þó ekki nákvæmt að kalla það einkavæðingu. „Nei, ég myndi ekki segja það. Þetta er bara að bjóða út á samkeppnismarkaði. Samkeppni um verðin. Þannig teljum við okkur geta fengið hagstæðari verð.“ Skipulag og rekstur kerfisins væri enn alfarið í höndum Strætó bs. þótt einkafyrirtæki ættu vagnana og réðu bílstjórana. Strætó á ekki sjö dagana sæla. Nýtt app hefur farið brösulega af stað, Næturstrætó var lagður af við lítinn fögnuð notenda, óánægju hefur gætt með þjónustuna almennt og rekstrarerfiðleikarnir hafa aldrei verið meiri. Jóhannes kveðst sjálfur ekki hafa séð það svartara en bendir á að aukin útboð séu ekki lausn á bráðavandanum sem steðji að núna. „Að bjóða út er ekki kannski lausn sem reddar okkur núna en eins og ég sagði áðan hefur í útboðunum komið lægri verð en við höfum getað gert þetta sjálf. Þannig að til framtíðar getur þetta þýtt lægri kostnað fyrir Strætó,“ segir Jóhannes.
Strætó Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði. 11. október 2022 16:46 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33
Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði. 11. október 2022 16:46