„Vona að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 08:02 Á myndinni sést að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar á sama tíma, eitt augnablik gegn Haukum. Það er brot á reglum um fjölda erlenda leikmanna í meistaraflokki á Íslandi. Skjáskot/RÚV Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur. Tindastóll vann öruggan sigur á Haukum í bikarleik liðanna á Sauðárkróki á mánudag og væri að óbreyttu að fara að mæta Njarðvík í 16-liða úrslitum eftir viku. Í leiknum kom hins vegar upp atvik um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, þar sem að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum á sama tíma. Það gerðist þegar Adomas Drungilas skipti sér inn á fyrir Sigurð Gunnar Þorsteinsson. Bæði vítaskot Hilmars Smára Henningssonar fóru ofan í körfuna og því leið enginn tími af leikklukkunni áður en Tindastóll gat leiðrétt skiptinguna, í samræmi við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þar sem segir að hið minnsta tveir íslenskir leikmenn þurfi að vera inn á í hvoru liði hverju sinni. Leikur telst engu að síður í gangi þegar verið er að taka vítaskot. Stjórn KKÍ ákvað eftir fund sinn í hádeginu á fimmtudag að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar og má ætla að það taki í minnsta lagi 2-3 vikur að fá niðurstöðu í málið. Verði úrskurðurinn Tindastóli í óhag fá Haukar 20-0 sigur og farseðil í leikinn við Njarðvík í 16-liða úrslitum. Ljóst er að leik Njarðvíkinga verður frestað þar til að niðurstaða fæst um hverjir andstæðingar liðsins verða. Segist virða það við Hauka að hafa ekki kært Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, segir óskandi að aganefnd hafi svigrúm til þess að úrskurða „á þann eina veg sem vit er í“. Hann lýsir þó ekki yfir neinni óánægju með ákvörðun stjórnar KKÍ um að vísa málinu til aganefndar: „Við getum í sjálfu sér ekki gert neinar athugasemdir við hana en virðum það auðvitað við Haukana að þeir hafi ekki kært vegna þessara mistaka okkar sem voru gerð eftir að vallarklukka var stöðvuð og leiðrétt áður hún var sett í gang aftur.“ Viðurkenna brot en óvíst hvernig brugðist yrði við refsingu En hvernig ætla Sauðkrækingar að bregðast við? Viðurkenna þeir brot á reglum um körfuknattleiksmót? „Við viðurkennum brotið á þessu nýja ákvæði í reglunum. Brotið var reynt að leiðrétta strax þegar vítaskotin voru tekin, án árangurs, og það var síðan leiðrétt án þess að ein sekúnda liði af leiklukku. Svo er annað mál hvort þetta útlendingaákvæði standist reglur,“ segir Dagur. Tindastólsmenn gera sér því fulla grein fyrir því að mistökin séu þeirra, en ítreka að þau hafi engin áhrif haft á leikinn: „Við gerðum mistökin. Aganefnd verður hins vegar að meta samskiptin okkar við dómara þegar við reyndum að leiðrétta þau áður en leikur hæfist að nýju,“ segir Dagur. Dagur segir of snemmt að segja til um það hvernig Tindastólsmenn myndu bregðast við ef að aganefnd úrskurðaði Haukum 20-0 sigur. „Ég vona samt að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för,“ segir Dagur. VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Tindastóll vann öruggan sigur á Haukum í bikarleik liðanna á Sauðárkróki á mánudag og væri að óbreyttu að fara að mæta Njarðvík í 16-liða úrslitum eftir viku. Í leiknum kom hins vegar upp atvik um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, þar sem að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum á sama tíma. Það gerðist þegar Adomas Drungilas skipti sér inn á fyrir Sigurð Gunnar Þorsteinsson. Bæði vítaskot Hilmars Smára Henningssonar fóru ofan í körfuna og því leið enginn tími af leikklukkunni áður en Tindastóll gat leiðrétt skiptinguna, í samræmi við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þar sem segir að hið minnsta tveir íslenskir leikmenn þurfi að vera inn á í hvoru liði hverju sinni. Leikur telst engu að síður í gangi þegar verið er að taka vítaskot. Stjórn KKÍ ákvað eftir fund sinn í hádeginu á fimmtudag að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar og má ætla að það taki í minnsta lagi 2-3 vikur að fá niðurstöðu í málið. Verði úrskurðurinn Tindastóli í óhag fá Haukar 20-0 sigur og farseðil í leikinn við Njarðvík í 16-liða úrslitum. Ljóst er að leik Njarðvíkinga verður frestað þar til að niðurstaða fæst um hverjir andstæðingar liðsins verða. Segist virða það við Hauka að hafa ekki kært Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, segir óskandi að aganefnd hafi svigrúm til þess að úrskurða „á þann eina veg sem vit er í“. Hann lýsir þó ekki yfir neinni óánægju með ákvörðun stjórnar KKÍ um að vísa málinu til aganefndar: „Við getum í sjálfu sér ekki gert neinar athugasemdir við hana en virðum það auðvitað við Haukana að þeir hafi ekki kært vegna þessara mistaka okkar sem voru gerð eftir að vallarklukka var stöðvuð og leiðrétt áður hún var sett í gang aftur.“ Viðurkenna brot en óvíst hvernig brugðist yrði við refsingu En hvernig ætla Sauðkrækingar að bregðast við? Viðurkenna þeir brot á reglum um körfuknattleiksmót? „Við viðurkennum brotið á þessu nýja ákvæði í reglunum. Brotið var reynt að leiðrétta strax þegar vítaskotin voru tekin, án árangurs, og það var síðan leiðrétt án þess að ein sekúnda liði af leiklukku. Svo er annað mál hvort þetta útlendingaákvæði standist reglur,“ segir Dagur. Tindastólsmenn gera sér því fulla grein fyrir því að mistökin séu þeirra, en ítreka að þau hafi engin áhrif haft á leikinn: „Við gerðum mistökin. Aganefnd verður hins vegar að meta samskiptin okkar við dómara þegar við reyndum að leiðrétta þau áður en leikur hæfist að nýju,“ segir Dagur. Dagur segir of snemmt að segja til um það hvernig Tindastólsmenn myndu bregðast við ef að aganefnd úrskurðaði Haukum 20-0 sigur. „Ég vona samt að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för,“ segir Dagur.
VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira