Konur! Hættum að vinna ókeypis! Tatjana Latinovic skrifar 24. október 2022 08:02 Í dag höldum við kvennafrídag, 47 árum síðan kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög tóku sig fyrst saman og konur lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi árið 1975. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu hálfa öldina höfum við ekki enn náð að uppfylla þann draum sem Rauðsokkur, femínistar og aktívistar á áttunda áratugnum báru í brjósti sér; að útrýma kynbundnum launamun og ná fram kjarajafnrétti á Íslandi. Í dag er launamunur kynjanna 21,9%, þegar litið er á mun á heildartekjum kvenna og karla. Nú er langt liðið á þriðja áratug 21. aldarinnar og ótækt að okkur hafi ekki enn tekist að útrýma þessu þjóðarmeini. Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 til að starfa að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Enn í dag eru markmið félagsins hin sömu, að tryggja það að konur hafi jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og að þær hafi sömu tækifæri og sömu laun á vinnumarkaðnum. Þessi tvö markmið eru óaðskiljanleg. Við náum ekki kjarajafnrétti fyrr en konur taka fullan og jafnan þátt í að setja þau lög og reglur sem byggja upp samfélag okkar og vinnumarkað. Við minnumst þess í dag að 100 ár eru síðan Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi Íslendinga, fyrst kvenna. Það var ekki fyrr en 87 árum eftir að Ingibjörg komst á þing, árið 2009, að breytinga fór að gæta. Þá urðu konur 43% þingfólks og síðan þá hafa ótal lög sem bæta stöðu kvenna og jafnrétti verið sett. Það kemur í ljós að þegar konur fá dagskrárvald á þingi eru mál tekin fyrir sem tryggja jafnrétti og bæta stöðu allra okkar sem hér búa. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og tryggjum jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Enn er gefinn afsláttur af störfum kvenna og enn meiri afsláttur er gefinn af störfum jaðarsettra hópa svo sem innflytjenda og fatlaðra. Kvennastéttir hafa haldið uppi íslensku samfélagi í aldaraðir. Það eru kvennastéttir sem ala upp og kenna börnum, sem hjúkra sjúkum og hugsa um aldraða. Það eru konur sem halda uppi grunnstoðum samfélagsins og við verðum að meta störf þeirra að verðleikum. Við í Kvenréttindafélagi Íslands lítum nú til íslenskra stjórnvalda. Að stjórnvöld grípi til aðgerða sem tryggi að skakkt verðmætamat samfélagsins verði leiðrétt í eitt skipti fyrir öll. Þegar lítið er á mun á heildartekjum kvenna og karla á Íslandi í dag hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 15 mínútur. Konur vinna í dag ókeypis eftir kl. 15:15. Leiðréttum skakkt verðmætamat strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag höldum við kvennafrídag, 47 árum síðan kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög tóku sig fyrst saman og konur lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi árið 1975. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu hálfa öldina höfum við ekki enn náð að uppfylla þann draum sem Rauðsokkur, femínistar og aktívistar á áttunda áratugnum báru í brjósti sér; að útrýma kynbundnum launamun og ná fram kjarajafnrétti á Íslandi. Í dag er launamunur kynjanna 21,9%, þegar litið er á mun á heildartekjum kvenna og karla. Nú er langt liðið á þriðja áratug 21. aldarinnar og ótækt að okkur hafi ekki enn tekist að útrýma þessu þjóðarmeini. Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 til að starfa að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Enn í dag eru markmið félagsins hin sömu, að tryggja það að konur hafi jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og að þær hafi sömu tækifæri og sömu laun á vinnumarkaðnum. Þessi tvö markmið eru óaðskiljanleg. Við náum ekki kjarajafnrétti fyrr en konur taka fullan og jafnan þátt í að setja þau lög og reglur sem byggja upp samfélag okkar og vinnumarkað. Við minnumst þess í dag að 100 ár eru síðan Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi Íslendinga, fyrst kvenna. Það var ekki fyrr en 87 árum eftir að Ingibjörg komst á þing, árið 2009, að breytinga fór að gæta. Þá urðu konur 43% þingfólks og síðan þá hafa ótal lög sem bæta stöðu kvenna og jafnrétti verið sett. Það kemur í ljós að þegar konur fá dagskrárvald á þingi eru mál tekin fyrir sem tryggja jafnrétti og bæta stöðu allra okkar sem hér búa. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og tryggjum jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Enn er gefinn afsláttur af störfum kvenna og enn meiri afsláttur er gefinn af störfum jaðarsettra hópa svo sem innflytjenda og fatlaðra. Kvennastéttir hafa haldið uppi íslensku samfélagi í aldaraðir. Það eru kvennastéttir sem ala upp og kenna börnum, sem hjúkra sjúkum og hugsa um aldraða. Það eru konur sem halda uppi grunnstoðum samfélagsins og við verðum að meta störf þeirra að verðleikum. Við í Kvenréttindafélagi Íslands lítum nú til íslenskra stjórnvalda. Að stjórnvöld grípi til aðgerða sem tryggi að skakkt verðmætamat samfélagsins verði leiðrétt í eitt skipti fyrir öll. Þegar lítið er á mun á heildartekjum kvenna og karla á Íslandi í dag hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 15 mínútur. Konur vinna í dag ókeypis eftir kl. 15:15. Leiðréttum skakkt verðmætamat strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun