Ármann kemur til Rexby frá TripAdvisor en þar starfaði hann sem aðstoðarframkvæmdastjóri notendaupplifunarsviðs. Þar á undan var hann einn af lykilstarfsmönnum íslenska sprotafyrirtækisins Bókun sem selt var til TripAdvisor árið 2018.
Magnús er tölvunarfræðingur að mennt og er með fimmtán ára reynslu í forritun. Hann hefur meðal annars starfað hjá íslenska fyrirtækinu Dohop.
„Rexby smíðar hugbúnað sem gerir ferðaáhrifavöldum kleift að selja ferðaráðgjöf. Í dag nýta ferðáhrifavaldar í yfir fimmtán löndum hugbúnaðinn til að svara þeim fyrirspurnum sem þau fá í hverjum mánuði frá sínum fylgjendum sem vilja ferðast eins og þau,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Rexby kláraði nýlega fjármögnun til að ýta undir frekari vöxt. Meðal núverandi hluthafa er bandaríski sjóðurinn Techstars og reynslumiklir englar í ferðaþjónustu og íslenska atvinnulífinu. Samhliða fjármögnun settist Jenne Pierce, fyrrum varaforseti Expedia, í ráðgjafaráð félagsins.