Strákarnir okkar skráðir í Ólympíuhöllina í München Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2022 14:30 Strákarnir okkar hafa verið fastagestir á EM síðustu tvo áratugi og rúmlega það. EPA-EFE/Tamas Kovacs Ísland hefur ekki misst af EM karla í handbolta alla þessa öld og nú er svo komið að handknattleikssamband Evrópu hefur þegar ákveðið hvar Ísland ætti að spila á næsta EM, í janúar 2024 í Þýskalandi. Ísland hóf undankeppni EM fyrr í þessum mánuði og þrátt fyrir örugga sigra gegn Ísrael og Eistlandi á liðið alveg eftir að tryggja sér sæti í lokakeppninni. Það gerist í fyrsta lagi næsta vor, eftir heimsmeistaramótið sem fram fer í janúar. Engu að síður hefur EHF nú þegar gefið út hvar Ísland spilar á EM í Þýskalandi, með þeim fyrirvara að liðið komist þangað. Það yrði í Ólympíuhöllinni í München og yrði Ísland í C-riðli. Danmörk er örugg um sæti á EM eftir bronsverðlaun á síðasta EM, og mun einnig spila í Ólympíuhöllinni en í F-riðli. Gestgjafar Þýskalands og liðin sem léku til úrslita á síðasta EM, Spánn og Svíþjóð, eru einnig örugg um sæti á EM. Þjóðverjar spila í A-riðli en Svíar í E-riðli. Noregi hefur svo verið raðað í D-riðil og Króatíu í B-riðil, en bæði lið eiga eftir að vinna sig inn á EM. Á mótinu verður alls spilað í sex borgum. Til stendur að setja áhorfendamet á 50.000 manna velli í Düsseldorf, á upphafsleik mótsins, en í riðlakeppninni verður einnig spilað í Berlín, Mannheim og München. Í milliriðlakeppninni verður spilað í Hamborg og Köln og úrslitahelgin verður svo í Köln, í hinni frægu LANXESS-höll þar sem úrslitin hafa ráðist í Meistaradeild Evrópu um árabil. Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ísland hóf undankeppni EM fyrr í þessum mánuði og þrátt fyrir örugga sigra gegn Ísrael og Eistlandi á liðið alveg eftir að tryggja sér sæti í lokakeppninni. Það gerist í fyrsta lagi næsta vor, eftir heimsmeistaramótið sem fram fer í janúar. Engu að síður hefur EHF nú þegar gefið út hvar Ísland spilar á EM í Þýskalandi, með þeim fyrirvara að liðið komist þangað. Það yrði í Ólympíuhöllinni í München og yrði Ísland í C-riðli. Danmörk er örugg um sæti á EM eftir bronsverðlaun á síðasta EM, og mun einnig spila í Ólympíuhöllinni en í F-riðli. Gestgjafar Þýskalands og liðin sem léku til úrslita á síðasta EM, Spánn og Svíþjóð, eru einnig örugg um sæti á EM. Þjóðverjar spila í A-riðli en Svíar í E-riðli. Noregi hefur svo verið raðað í D-riðil og Króatíu í B-riðil, en bæði lið eiga eftir að vinna sig inn á EM. Á mótinu verður alls spilað í sex borgum. Til stendur að setja áhorfendamet á 50.000 manna velli í Düsseldorf, á upphafsleik mótsins, en í riðlakeppninni verður einnig spilað í Berlín, Mannheim og München. Í milliriðlakeppninni verður spilað í Hamborg og Köln og úrslitahelgin verður svo í Köln, í hinni frægu LANXESS-höll þar sem úrslitin hafa ráðist í Meistaradeild Evrópu um árabil.
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira