Bolsonaro sakaður um að kaupa sér atkvæði með fjárútlátum Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 11:46 Jair Bolsonaro á kosningafundi fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu um síðustu helgi. Vísir/EPA Skoðanakannanir benda til þess að umdeildar fjárveitingar ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro til velferðarmála fátækustu íbúa Brasilíu á lokametrum kosningabaráttu skili honum auknum stuðningi. Ásakanir eru um að fjárútlátin stangist á við kosningalög. Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, etja kappi um forsetastólinn í annarri umferð forsetakosninganna í Brasilíu um helgina. Lula hefur notið um fimm prósentustiga forskots á Bolsonaro í skoðanakönnunum en nú virðist sem að munurinn hafi mjókkað, sérstaklega á meðal fátækra sem hafa til þessa verið kjarnafylgi Lula. Útgjöld til velferðargreiðslna fyrir fátækustu íbúanna hafa aukist um helming. Um hálf milljón manna til viðbótar fær nú mánaðarlegar greiðslur frá alríkisstjórninni, umsóknarfrestur um þær hefur verið lengdur og í sumum tilfellum hefur greiðslunum verið flýtt. Alls ætlar ríkisstjórnin að auka útgjöldin um 52 milljarða dollara, jafnvirði um 7.500 milljarða íslenskra króna á þessu ári og því næsta. Fylgi Bolsonaro á meðal þeirra sem þiggja velferðargreiðslurnar jókst úr 33% í 40% á milli vikna í síðustu viku. Í september þegar forsetaframbjóðendurnir voru fleiri mældist Bolsonaro með 26% fylgi í þessum hópi kjósenda. Eloisa Machado, lögfræðiprófessor við hugveituna FGV í Sao Paulo segir Reuters-fréttastofunni að útgjaldaaukningin til velferðarmála í kosningabaráttunni sé fordæmalaust brot á kosningalögum. „Það eru fjölmörg merki um að forsetinn víki frá tilgangi félagslegrar og efnahagslegrar stefnu til þess að bæta eigin líkur á kjöri,“ segir hún. Saksóknarar sem framfylgja kosningalögum hafa ekki brugðist við áskorunum um að rannsaka hvort að fjárútlátin samræmist lögum. Luka hefur heldur ekki reynt að fá yfirkjörstjórn landsins til þess að skarast í leikinn. Ráðgjafar hans segja að hann bíði með það til þess að gefa Bolsonaro ekki skotfæri á sér gagnvart fátækum kjósendum. Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi. 3. október 2022 10:26 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, etja kappi um forsetastólinn í annarri umferð forsetakosninganna í Brasilíu um helgina. Lula hefur notið um fimm prósentustiga forskots á Bolsonaro í skoðanakönnunum en nú virðist sem að munurinn hafi mjókkað, sérstaklega á meðal fátækra sem hafa til þessa verið kjarnafylgi Lula. Útgjöld til velferðargreiðslna fyrir fátækustu íbúanna hafa aukist um helming. Um hálf milljón manna til viðbótar fær nú mánaðarlegar greiðslur frá alríkisstjórninni, umsóknarfrestur um þær hefur verið lengdur og í sumum tilfellum hefur greiðslunum verið flýtt. Alls ætlar ríkisstjórnin að auka útgjöldin um 52 milljarða dollara, jafnvirði um 7.500 milljarða íslenskra króna á þessu ári og því næsta. Fylgi Bolsonaro á meðal þeirra sem þiggja velferðargreiðslurnar jókst úr 33% í 40% á milli vikna í síðustu viku. Í september þegar forsetaframbjóðendurnir voru fleiri mældist Bolsonaro með 26% fylgi í þessum hópi kjósenda. Eloisa Machado, lögfræðiprófessor við hugveituna FGV í Sao Paulo segir Reuters-fréttastofunni að útgjaldaaukningin til velferðarmála í kosningabaráttunni sé fordæmalaust brot á kosningalögum. „Það eru fjölmörg merki um að forsetinn víki frá tilgangi félagslegrar og efnahagslegrar stefnu til þess að bæta eigin líkur á kjöri,“ segir hún. Saksóknarar sem framfylgja kosningalögum hafa ekki brugðist við áskorunum um að rannsaka hvort að fjárútlátin samræmist lögum. Luka hefur heldur ekki reynt að fá yfirkjörstjórn landsins til þess að skarast í leikinn. Ráðgjafar hans segja að hann bíði með það til þess að gefa Bolsonaro ekki skotfæri á sér gagnvart fátækum kjósendum.
Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi. 3. október 2022 10:26 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi. 3. október 2022 10:26
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent