„Virðingin sem að Snorri hefur fengið er bara ekki næg“ Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 12:31 Snorri Steinn Guðjónsson og aðstoðarmaður hans, Óskar Bjarni Óskarsson, hafa gert stórkostlega hluti á Hlíðarenda. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson dásamaði Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara meistara Vals, eftir að liðið vann Ferencváros í fyrsta leik í Evrópudeildinni. Arnar Daði og Theodór Ingi Pálmason fóru yfir málin með Stefáni Árna Pálssyni eftir leik, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hrósuðu Snorra Steini sérstaklega, ekki bara fyrir sigurinn frækna í gærkvöld heldur vegna þess frábæra liðs sem hann hefur mótað. „Þetta er allt annað en við höfum séð í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór og bætti við: „Þessi hraði og ekki bara að spila svona hratt heldur að ráða við það og hvernig þeir útfæra það. Líka þessi agressívi varnarleikur. Það sem þeir gerðu er nákvæmlega sama taktík og þegar þeir rústuðu Íslandsmótinu í fyrra. Það að fara hérna á móti toppklassa evrópsku liði, og pakka því saman, er risastórt fyrir Snorra Stein líka.“ Umræðuna um Snorra eftir leik má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Daði lofaði Snorra Stein í hástert Arnar Daði sagði fólk einfaldlega þurfa að fara að átta sig betur á því hvað Snorri Steinn væri búinn að afreka á Hlíðarenda, eftir að hann sneri heim sumarið 2017: „Hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta“ „Virðingin sem að Snorri Steinn hefur fengið undanfarnar vikur, mánuði og jafnvel árið hún er bara ekki næg. Fólkið sem fylgist með þessu, íþróttafréttamenn, það verður bara að viðurkenna það. Þetta sem hann er búinn að búa til er nákvæmlega sama lið ár, eftir ár, eftir ár. Það er ekkert eðlilega erfitt að halda standardinum svona háum, ár eftir ár. Hafa fókusinn, viljann, trúna og geðveikina í að vinna hvern einasta titil sem er í boði. Horfið bara á körfuboltann, fótboltann og handboltann síðustu tíu ár. Það er alltaf eitthvað lið sem að vinnur kannski tvo titla en sofnar svo á verðinum. Valur er búinn að vinna sjö titla í röð, standa sig fáránlega vel í Áskorendakeppni Evrópu og eru nú komnir á næststærsta svið í Evrópu og byrja svona,“ sagði Arnar Daði og hélt áfram: „Þetta snýst ekki bara um þennan sigur. Liðið sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, er fáránlegt. Þetta er einn besti þjálfari á landinu, ekki bara í handbolta. Þið verðið að gúggla þetta og skoða tölfræðina. Það sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, bara meikar ekki sens. Það má ekki gleyma því að hann tók við Val og það gekk ekki neitt fyrstu árin. Þetta tók bara sinn tíma. Hann trúði á það sem hann ætlaði að gera og hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta,“ sagði Arnar Daði. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni í vetur eru sýndir á Stöð 2 Sport. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira
Arnar Daði og Theodór Ingi Pálmason fóru yfir málin með Stefáni Árna Pálssyni eftir leik, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hrósuðu Snorra Steini sérstaklega, ekki bara fyrir sigurinn frækna í gærkvöld heldur vegna þess frábæra liðs sem hann hefur mótað. „Þetta er allt annað en við höfum séð í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór og bætti við: „Þessi hraði og ekki bara að spila svona hratt heldur að ráða við það og hvernig þeir útfæra það. Líka þessi agressívi varnarleikur. Það sem þeir gerðu er nákvæmlega sama taktík og þegar þeir rústuðu Íslandsmótinu í fyrra. Það að fara hérna á móti toppklassa evrópsku liði, og pakka því saman, er risastórt fyrir Snorra Stein líka.“ Umræðuna um Snorra eftir leik má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Daði lofaði Snorra Stein í hástert Arnar Daði sagði fólk einfaldlega þurfa að fara að átta sig betur á því hvað Snorri Steinn væri búinn að afreka á Hlíðarenda, eftir að hann sneri heim sumarið 2017: „Hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta“ „Virðingin sem að Snorri Steinn hefur fengið undanfarnar vikur, mánuði og jafnvel árið hún er bara ekki næg. Fólkið sem fylgist með þessu, íþróttafréttamenn, það verður bara að viðurkenna það. Þetta sem hann er búinn að búa til er nákvæmlega sama lið ár, eftir ár, eftir ár. Það er ekkert eðlilega erfitt að halda standardinum svona háum, ár eftir ár. Hafa fókusinn, viljann, trúna og geðveikina í að vinna hvern einasta titil sem er í boði. Horfið bara á körfuboltann, fótboltann og handboltann síðustu tíu ár. Það er alltaf eitthvað lið sem að vinnur kannski tvo titla en sofnar svo á verðinum. Valur er búinn að vinna sjö titla í röð, standa sig fáránlega vel í Áskorendakeppni Evrópu og eru nú komnir á næststærsta svið í Evrópu og byrja svona,“ sagði Arnar Daði og hélt áfram: „Þetta snýst ekki bara um þennan sigur. Liðið sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, er fáránlegt. Þetta er einn besti þjálfari á landinu, ekki bara í handbolta. Þið verðið að gúggla þetta og skoða tölfræðina. Það sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, bara meikar ekki sens. Það má ekki gleyma því að hann tók við Val og það gekk ekki neitt fyrstu árin. Þetta tók bara sinn tíma. Hann trúði á það sem hann ætlaði að gera og hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta,“ sagði Arnar Daði. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni í vetur eru sýndir á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira