Sýknuð af lyfjaakstri vegna ávísunar fra lækni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2022 13:12 Þjóðvegur 1. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið sýknuð af því að aka undir áhrifjum slævandi lyfja. Konan var sýknuð á þeim grundvelli að læknir hafði ávísað lyfinu, hún hafi byggt upp þol gagnvart því og að ósannað væri að konan hafi verið undir áhrifum umræddra lyfja við aksturinn. Málið má rekja til þess að konan var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur þann 1. september árið 2020. Varð hún fyrir því óhappi að velta bíl sínum. Var konan flutt af vettvangi slyssins á sjúkrahús í Reykjavík. Þar var tekið úr henni blóðsýni sem leiddi í ljós að í blóði hennar mátti finna lyfin Nordíazepam og Búprenorfín í blóði hennar. Í matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja og eiturefnafræðum vegna málsins kom fram að gera mætti ráð fyrir því að konan hafi ekki getað stjórnað bílnum öruggelga vegna áhrifa lyfjanna. Var konan ákærð fyrir akstur undir áhrifjum lyfja. Framburður lækna skipti sköpum Fyrir dómi neitaði konan sök. Sagði hún að frá árinu 2019 hafi hún tekið lyfið Suboxone, sem innihheldur búprenorfín að morgni hvers dags, auk annarra lyfja yfir daginn, öll skömmtuð af heimahjúkrun. Taldi hún sig ekki hafa fundið fyrir áhrifjum lyfja við aksturinn. Yfirlæknir á ótilgreindu sjúkrahúsi bar vitni fyrir dómi og sagði konuna vera skjólstæðing sinn. Hann hafi ávísað lyfinu sem ætti eitt og sér ekki að skerða akstursgetu þeirra sem taki það inn. Læknir sem kom á slysstað og sinnti ökumanninum bar einnig vitni og kom fram í máli hans að ökumaðurinn hafi verið ágætlega áttaður eftir slysið. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands er vísað í framburð læknis konunar um að búprenorfín hefði ekki áhrif á hæfni fólks til akstur þegar lyfið er tekið eftir ráðleggingum læknis. Þá var einnig vísað í framburð læknisins sem kom á slysstað og segir héraðsdómur að framburður hans bendi ekki til að konan hafi verið undir áhrifum lyfja. Var konan því sýknuð af akstri undir áhrifum lyfja í umrætt skipti. Samgöngur Dómsmál Samgönguslys Lyf Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Sjá meira
Málið má rekja til þess að konan var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur þann 1. september árið 2020. Varð hún fyrir því óhappi að velta bíl sínum. Var konan flutt af vettvangi slyssins á sjúkrahús í Reykjavík. Þar var tekið úr henni blóðsýni sem leiddi í ljós að í blóði hennar mátti finna lyfin Nordíazepam og Búprenorfín í blóði hennar. Í matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja og eiturefnafræðum vegna málsins kom fram að gera mætti ráð fyrir því að konan hafi ekki getað stjórnað bílnum öruggelga vegna áhrifa lyfjanna. Var konan ákærð fyrir akstur undir áhrifjum lyfja. Framburður lækna skipti sköpum Fyrir dómi neitaði konan sök. Sagði hún að frá árinu 2019 hafi hún tekið lyfið Suboxone, sem innihheldur búprenorfín að morgni hvers dags, auk annarra lyfja yfir daginn, öll skömmtuð af heimahjúkrun. Taldi hún sig ekki hafa fundið fyrir áhrifjum lyfja við aksturinn. Yfirlæknir á ótilgreindu sjúkrahúsi bar vitni fyrir dómi og sagði konuna vera skjólstæðing sinn. Hann hafi ávísað lyfinu sem ætti eitt og sér ekki að skerða akstursgetu þeirra sem taki það inn. Læknir sem kom á slysstað og sinnti ökumanninum bar einnig vitni og kom fram í máli hans að ökumaðurinn hafi verið ágætlega áttaður eftir slysið. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands er vísað í framburð læknis konunar um að búprenorfín hefði ekki áhrif á hæfni fólks til akstur þegar lyfið er tekið eftir ráðleggingum læknis. Þá var einnig vísað í framburð læknisins sem kom á slysstað og segir héraðsdómur að framburður hans bendi ekki til að konan hafi verið undir áhrifum lyfja. Var konan því sýknuð af akstri undir áhrifum lyfja í umrætt skipti.
Samgöngur Dómsmál Samgönguslys Lyf Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Sjá meira