Marsskjálftamælir nam stóran loftsteinaárekstur Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 11:32 Fyrir og eftir. Svarthvítar myndir MRO af staðnum þar sem loftsteinn skall á yfirborði Mars á Amazonissléttunni 24. desember. Á myndinni til hægri má sjá hvernig efni þeyttist tugi kílómetra frá gígnum við áreksturinn. NASA/JPL-Caltech/MSSS Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni. Atburðarásin fór af stað þegar Insight-könnunarfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA mældi jarðskjálfta fjóra að stærð á aðfangadag í fyrra. Þegar vísindamenn stofnunarinnar skoðuðu myndir frá brautarfarinu Mars Reconnaissance Orbiter (MRO) komu þeir auga á glænýjan loftsteinagíg sem passaði nákvæmlega við tímasetningu og stefnu höggbylgjunnar gagnvart Insight. Gígurinn reyndist 150 metra breiður og 21 metra djúpur. Brak frá árekstrinum þeyttist allt að 37 kílómetra frá gígnum. Áætlað er að loftsteinninn sem myndaði hann hafi verið á bilinu fimm til tólf metrar að þvermáli, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu JPL sem smíðar og stýrir geimleiðangrum fyrir NASA. Á jörðinni hefði loftsteinn af þessari stærð fuðrað upp í lofthjúpnum en á Mars er loftið svo þunnt að það hægði varla á steininum. NASA segir að myndirnar af gígnum og jarðmælingar Insight bendi til þess að gígurinn sé sá stærsti sem menn hafa náð að sjá myndast á Mars. Margir enn stærri loftsteinagígar eru á Mars en þeir eru mun eldri og mynduðust löngu áður en menn byrjuðu að senda vélvædda fulltrúa sína til reikistjörnunnar á síðustu öld. „Það er fordæmalaust að finna nýjan árekstur af þessari stærð. Þetta er spennandi augnablik í jarðsögu og við fengum að verða vitni að því,“ segir Ingrid Daubar frá Brown-háskóla sem stýrir vísindateymi Insight-leiðangursins. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti sem Insight greindi svonefndar yfirborðsbylgjur sem bárust í gegnum skorpu Mars. Áður hafði skjálftamælir þess aðeins greint svonefndar S- og P-skjálftabylgjur. Aldrei áður hafa yfirborðsbylgjur af þessu tagi mælst utan jarðarinnar. Loftsteinagígurinn er um 150 metrar að þvermáli. Myndin var tekin með Hirise-myndavél MRO-brautarfarsins.NASA/JPL-Caltech/Arizona-háskóli Aldrei séð ís svo nærri miðbaug Mars Árekstur loftsteinsins þeytti stórum ísklumpum í kringum gíginn. Aldrei áður hefur ís undir yfirborði Mars sést svo nærri miðbaug reikistjörnunnar. Miðbaugssvæðið er það hlýjasta á Mars og það væri því líklegasti áfangastaður mannaðra leiðangra. Verði geimfarar sendir til Mars gæti neðanjarðarís leikið lykilhlutverk. Úr honum væri hægt að vinna drykkjarvatn, súrefni og vetni sem hægt væri að nýta til að knýja eldflaugar og komast þannig hjá því að þurfa að flytja það allt með frá jörðinni. Bylgjurnar sem Insight mældi frá árekstrinum vörpuðu einnig ljósi á jarðfræði skorpunnar á Mars. Svæðið á milli geimfarsins og loftsteinagígsins reyndist einsleitt að gerð og afar þétt, nokkuð ólíkt jörðinni undir geimfarinu sjálfu. Þær upplýsingar gætu hjálpað vísindamönnum að skilja hvers vegna norður- og suðurhvel Mars eru svo ólík. Norðurhvelið er láglent og tiltölulega flatt en suðurhvelið stendur hærra og er fjalllent. Kenningar voru um að jarðskorpan á hvelunum tveimur væri ekki úr sömu efnum en gögnin frá loftsteinaárekstrinum benda til þess að sú sé ekki endilega raunin, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Líður að lokum leiðangursins Insight lenti á Mars í nóvember árið 2018 en geimfarinu var fyrst og fremst ætlað að rannsaka innviði rauðu reikistjörnunnar, jarðskorpuna, möttulinn og kjarnann. Það er búið jarðskjálftamæli, fyrst geimfara sem senda hafa verið til Mars. Frá lendingu hefur Insight numið 1.318 Marsskjálfta, þar á meðal nokkra af völdum lítilla lofsteinaárekstra. Nú hyllir undir lok Insight-leiðangursins. Orka þess er af skornum skammti vegna ryks sem hefur sest á sólarsellur geimfarsins. Búist er við því að það slökkni á geimfarinu á næstu sex vikum og leiðangrinum ljúki þar með. Mars Geimurinn Vísindi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Atburðarásin fór af stað þegar Insight-könnunarfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA mældi jarðskjálfta fjóra að stærð á aðfangadag í fyrra. Þegar vísindamenn stofnunarinnar skoðuðu myndir frá brautarfarinu Mars Reconnaissance Orbiter (MRO) komu þeir auga á glænýjan loftsteinagíg sem passaði nákvæmlega við tímasetningu og stefnu höggbylgjunnar gagnvart Insight. Gígurinn reyndist 150 metra breiður og 21 metra djúpur. Brak frá árekstrinum þeyttist allt að 37 kílómetra frá gígnum. Áætlað er að loftsteinninn sem myndaði hann hafi verið á bilinu fimm til tólf metrar að þvermáli, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu JPL sem smíðar og stýrir geimleiðangrum fyrir NASA. Á jörðinni hefði loftsteinn af þessari stærð fuðrað upp í lofthjúpnum en á Mars er loftið svo þunnt að það hægði varla á steininum. NASA segir að myndirnar af gígnum og jarðmælingar Insight bendi til þess að gígurinn sé sá stærsti sem menn hafa náð að sjá myndast á Mars. Margir enn stærri loftsteinagígar eru á Mars en þeir eru mun eldri og mynduðust löngu áður en menn byrjuðu að senda vélvædda fulltrúa sína til reikistjörnunnar á síðustu öld. „Það er fordæmalaust að finna nýjan árekstur af þessari stærð. Þetta er spennandi augnablik í jarðsögu og við fengum að verða vitni að því,“ segir Ingrid Daubar frá Brown-háskóla sem stýrir vísindateymi Insight-leiðangursins. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti sem Insight greindi svonefndar yfirborðsbylgjur sem bárust í gegnum skorpu Mars. Áður hafði skjálftamælir þess aðeins greint svonefndar S- og P-skjálftabylgjur. Aldrei áður hafa yfirborðsbylgjur af þessu tagi mælst utan jarðarinnar. Loftsteinagígurinn er um 150 metrar að þvermáli. Myndin var tekin með Hirise-myndavél MRO-brautarfarsins.NASA/JPL-Caltech/Arizona-háskóli Aldrei séð ís svo nærri miðbaug Mars Árekstur loftsteinsins þeytti stórum ísklumpum í kringum gíginn. Aldrei áður hefur ís undir yfirborði Mars sést svo nærri miðbaug reikistjörnunnar. Miðbaugssvæðið er það hlýjasta á Mars og það væri því líklegasti áfangastaður mannaðra leiðangra. Verði geimfarar sendir til Mars gæti neðanjarðarís leikið lykilhlutverk. Úr honum væri hægt að vinna drykkjarvatn, súrefni og vetni sem hægt væri að nýta til að knýja eldflaugar og komast þannig hjá því að þurfa að flytja það allt með frá jörðinni. Bylgjurnar sem Insight mældi frá árekstrinum vörpuðu einnig ljósi á jarðfræði skorpunnar á Mars. Svæðið á milli geimfarsins og loftsteinagígsins reyndist einsleitt að gerð og afar þétt, nokkuð ólíkt jörðinni undir geimfarinu sjálfu. Þær upplýsingar gætu hjálpað vísindamönnum að skilja hvers vegna norður- og suðurhvel Mars eru svo ólík. Norðurhvelið er láglent og tiltölulega flatt en suðurhvelið stendur hærra og er fjalllent. Kenningar voru um að jarðskorpan á hvelunum tveimur væri ekki úr sömu efnum en gögnin frá loftsteinaárekstrinum benda til þess að sú sé ekki endilega raunin, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Líður að lokum leiðangursins Insight lenti á Mars í nóvember árið 2018 en geimfarinu var fyrst og fremst ætlað að rannsaka innviði rauðu reikistjörnunnar, jarðskorpuna, möttulinn og kjarnann. Það er búið jarðskjálftamæli, fyrst geimfara sem senda hafa verið til Mars. Frá lendingu hefur Insight numið 1.318 Marsskjálfta, þar á meðal nokkra af völdum lítilla lofsteinaárekstra. Nú hyllir undir lok Insight-leiðangursins. Orka þess er af skornum skammti vegna ryks sem hefur sest á sólarsellur geimfarsins. Búist er við því að það slökkni á geimfarinu á næstu sex vikum og leiðangrinum ljúki þar með.
Mars Geimurinn Vísindi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36