Innlent

Flosi blandar sér ekki í slag Guðmundar Ara og Kjartans

Jakob Bjarnar skrifar
Meðal þess sem tekist verður á um á Landsfundi Samfylkingarinnar sem var að hefjast nú rétt í þessu er stóll formanns framkvæmdastjórnar flokksins. Þar eru sitjandi formaður, Kjartan Valgarðsson og Guðmundur Ari Sigurjónsson í framboði.
Meðal þess sem tekist verður á um á Landsfundi Samfylkingarinnar sem var að hefjast nú rétt í þessu er stóll formanns framkvæmdastjórnar flokksins. Þar eru sitjandi formaður, Kjartan Valgarðsson og Guðmundur Ari Sigurjónsson í framboði. vísir/vilhelm/samfylkingin

Hávær orðrómur hefur verið uppi um það að Flosi Eiríksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafgreinasambandsins, hyggist bjóða sig fram gegn Kjartani Valgarðssyni í stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarninnar. Hann hefur nú tekið ákvörðun um að láta ekki slag standa.

Flosi staðfestir þetta í samtali við Vísi sem greindi frá því fyrir skemmstu að Flosi væri undir feldi og væri að velta fyrir sér þeim kosti. En Kjartan, sem er núverandi formaður framkvæmdastjórnar, hefur verið nokkuð umdeildur innan flokks. Þetta þýðir hins vegar ekki að Kjartan verði sjálfkjörinn. Í morgun gaf Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarstjórnarfulltrúi á Seltjarnarnesi, það út að hann ætli gegn Kjartani.

Landsfundur Samfylkingarinnar er í þann veginn að hefjast á Grand Hótel í Reykjavík og hefst með því að Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar setur landsfund. Logi hefur gefið það út að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður og liggur fyrir að Kristrún Frostadóttir alþingismaður mun verða sjálfkjörin sem arftaki hans.


Tengdar fréttir

Býður sig fram gegn Kjartani

Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×