Innlent

Bein útsending: Síðasta formannsræða Loga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Logi Einarsson er að hætta sem formaður Samfylkingarinnar eftir sex ára formennskutíð.
Logi Einarsson er að hætta sem formaður Samfylkingarinnar eftir sex ára formennskutíð. Vísir/Vilhelm

Logi Einarsson, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, mun flytja sína síðustu ræðu sem formaður flokksins á landsfundi Samfylkingarinnar sem hófst í dag.

Horfa má á beina útsendingu frá setningu fundarins og ræðu Loga í streyminu hér að neðan. Áætlað er að formleg setningarathöfn fundarins hefjist klukkan 17.30. Ræða Loga er á dagskrá klukkan 17.40

Kristrún Frostadóttir mun taka við formennsku flokksins af Loga á landsfundnum en hún er eini frambjóðandinn í formannskjörinu. Logi hefur verið formaður Samfylkingarinnar frá árinu 2016.

Horfa má á útsendingu frá setningarathöfninni og ræðunni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Flosi blandar sér ekki í slag Guðmundar Ara og Kjartans

Hávær orðrómur hefur verið uppi um það að Flosi Eiríksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafgreinasambandsins, hyggist bjóða sig fram gegn Kjartani Valgarðssyni í stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarninnar. Hann hefur nú tekið ákvörðun um að láta ekki slag standa.

Býður sig fram gegn Kjartani

Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag.

Kristrún ein í framboði til formanns

Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×