Fúsi segir ekki mark takandi á Stefáni sem sitji sjálfur í áttunda sæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 08:01 Landsliðslínumaðurinn fyrrverandi skaut létt á Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmanna Hauka. Lars Ronbog/FrontzoneSport via Getty Images Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðslínumaður Íslands, segir ekki mark takandi á Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, eftir að sá síðarnefndi sagði að sigur Vals gegn ungverska liðinu Ferencváros hafi verið nokkuð auðveldur, eins og hann sjálfur hafði búist við. Stefán Rafn var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og þar ræddi hann meðal annars um sigur Vals gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta. Valsmenn unnu fjögurra marka sigur, 43-39, eftir að hafa mest náð tíu marka forskoti í leiknum. Stefán sagði að ungverska liðið hafi verið „rankað“ frekar hátt, en staða þeirra í deildinni heima fyrir gæfi réttari mynd af getustigi liðsins. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn meðal annars. Arnar Daði Arnarsson, sérfærðingur Seinni bylgjunnar og stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, benti þó á þá staðreynd á Twitter-síðu sinni að Ferencváros hafi aðeins leikið fimm deildarleiki á tímabilinu á meðan öll önnur lið deildarinnar hafi leikið sex eða sjö leiki. Þá hafi tveir af þessum leikjum verið gegn Pick Szeged og Tatabanya, efstu tveimur liðum deildarinnar, og þeim tveimur liðum sem Stefán nefndi sérstaklega sem sterkustu lið ungversku deildarinnar. Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson svaraði Arnari svo á Twitter og skaut létt á Stefán og lið hans, Hauka, sem hafa ekki farið jafn vel af stað í Olís-deildinni og vonast var eftir. „Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni?“ spurði Sigfús léttur, og lét blikkandi broskall fylgja með. Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni😉— fusi (@fusi69) October 28, 2022 Haukar hafa aðeins náð í fimm stig í fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deild karla á tímabilinu og sitja í 8.-10. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Grótta og KA. Liðið mætir Fram í næstu umferð deildarinnar næstkomandi mánudag og fari allt á versta veg fyrir Haukana gæti liðið endað í fallsæti að sjöundu umferðinni lokinni. Handbolti Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Stefán Rafn var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og þar ræddi hann meðal annars um sigur Vals gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta. Valsmenn unnu fjögurra marka sigur, 43-39, eftir að hafa mest náð tíu marka forskoti í leiknum. Stefán sagði að ungverska liðið hafi verið „rankað“ frekar hátt, en staða þeirra í deildinni heima fyrir gæfi réttari mynd af getustigi liðsins. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn meðal annars. Arnar Daði Arnarsson, sérfærðingur Seinni bylgjunnar og stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, benti þó á þá staðreynd á Twitter-síðu sinni að Ferencváros hafi aðeins leikið fimm deildarleiki á tímabilinu á meðan öll önnur lið deildarinnar hafi leikið sex eða sjö leiki. Þá hafi tveir af þessum leikjum verið gegn Pick Szeged og Tatabanya, efstu tveimur liðum deildarinnar, og þeim tveimur liðum sem Stefán nefndi sérstaklega sem sterkustu lið ungversku deildarinnar. Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson svaraði Arnari svo á Twitter og skaut létt á Stefán og lið hans, Hauka, sem hafa ekki farið jafn vel af stað í Olís-deildinni og vonast var eftir. „Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni?“ spurði Sigfús léttur, og lét blikkandi broskall fylgja með. Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni😉— fusi (@fusi69) October 28, 2022 Haukar hafa aðeins náð í fimm stig í fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deild karla á tímabilinu og sitja í 8.-10. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Grótta og KA. Liðið mætir Fram í næstu umferð deildarinnar næstkomandi mánudag og fari allt á versta veg fyrir Haukana gæti liðið endað í fallsæti að sjöundu umferðinni lokinni.
Handbolti Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira