Símalaus sunnudagur – upplifum ævintýri saman Ellen Calmon skrifar 29. október 2022 14:00 Á morgun sunnudaginn 30. október fer fram Símalaus sunnudagur á vegum Barnaheilla Save the Children á Íslandi. Glápirðu á skjáinn í tíma og ótíma? Er barnið að hnippa í þig þegar þú ert að hafa kósýkvöld og horfa á fjölskyldubíó? Segir barnið stundum – hættu að horfa á símann og horfðu á mig? Ég kannast því miður við þetta og er ekki fullkomin uppalandi frekar en mörg okkar en reyni að gera mitt besta. Á morgun höfum við tækifæri að staldra við og taka þátt í Símalausum sunnudegi og leggja símann eða önnur skjátæki frá okkur frá kl. 9-21. Það er ekki þar með sagt að það megi ekki svara í símann þegar amma hringir, en við skulum reyna að vera ekkert að glápa á hann eða strjúka skjái skjátækja þann daginn. Iðkum tengslamyndun Rannsóknir hafa sýnt að skjáirnir hafa neikvæð áhrif á tengslamyndum foreldra og barna. Þá vitum við af því að börn, þrátt fyrir að hafa ekki aldur til, eru á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau ekki þroska til þátttöku og eiga erfitt með að greina upplýsingar og áreiti sem berst í gegnum þessa miðla. Því miður vitum við líka að einelti og áreitni á sér stað á slíkum miðlum, oft í heimi sem forsjáraðilar hafa ekki aðgang að eða þekkja ekki. Það er mikilvægt að uppalendur standi saman um þessi aldurstakmörk og virði þau börnunum til heilla. Tilgangurinn með símalausa sunnudeginum er að vekja fólk til umhugsunar um símanotkun og áhrif hennar á tengslamyndun í fjölskyldum. Dagurinn getur verið ágætis byrjun á að breyta hegðun og taka frá tíma, hvort sem það er sunnudagur eða ekki, til að vera í raun til staðar fyrir sig og sína. Upplifum ævintýrin saman Þau sem skrá sig til leiks á www.simalaus.is geta unnið fjölskylduvæna vinninga og fá sendar hugmyndir að afþreyingu sem hentar stórum sem smáum. Ég hvet öll, foreldra, forsjáraðila, ömmur, afa, frænkur og frændur til að taka þátt í Símalausum sunnudegi – skrá sig til leiks og leita að ævintýrum utan skjáa. Njótið saman! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Á morgun sunnudaginn 30. október fer fram Símalaus sunnudagur á vegum Barnaheilla Save the Children á Íslandi. Glápirðu á skjáinn í tíma og ótíma? Er barnið að hnippa í þig þegar þú ert að hafa kósýkvöld og horfa á fjölskyldubíó? Segir barnið stundum – hættu að horfa á símann og horfðu á mig? Ég kannast því miður við þetta og er ekki fullkomin uppalandi frekar en mörg okkar en reyni að gera mitt besta. Á morgun höfum við tækifæri að staldra við og taka þátt í Símalausum sunnudegi og leggja símann eða önnur skjátæki frá okkur frá kl. 9-21. Það er ekki þar með sagt að það megi ekki svara í símann þegar amma hringir, en við skulum reyna að vera ekkert að glápa á hann eða strjúka skjái skjátækja þann daginn. Iðkum tengslamyndun Rannsóknir hafa sýnt að skjáirnir hafa neikvæð áhrif á tengslamyndum foreldra og barna. Þá vitum við af því að börn, þrátt fyrir að hafa ekki aldur til, eru á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau ekki þroska til þátttöku og eiga erfitt með að greina upplýsingar og áreiti sem berst í gegnum þessa miðla. Því miður vitum við líka að einelti og áreitni á sér stað á slíkum miðlum, oft í heimi sem forsjáraðilar hafa ekki aðgang að eða þekkja ekki. Það er mikilvægt að uppalendur standi saman um þessi aldurstakmörk og virði þau börnunum til heilla. Tilgangurinn með símalausa sunnudeginum er að vekja fólk til umhugsunar um símanotkun og áhrif hennar á tengslamyndun í fjölskyldum. Dagurinn getur verið ágætis byrjun á að breyta hegðun og taka frá tíma, hvort sem það er sunnudagur eða ekki, til að vera í raun til staðar fyrir sig og sína. Upplifum ævintýrin saman Þau sem skrá sig til leiks á www.simalaus.is geta unnið fjölskylduvæna vinninga og fá sendar hugmyndir að afþreyingu sem hentar stórum sem smáum. Ég hvet öll, foreldra, forsjáraðila, ömmur, afa, frænkur og frændur til að taka þátt í Símalausum sunnudegi – skrá sig til leiks og leita að ævintýrum utan skjáa. Njótið saman! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar