Óvissa með útgreiðslur til hluthafa Íslandsbanka vegna óróa á mörkuðum
Íslandsbanki mun nota síðasta fjórðung ársins til að kanna hvaða valkosti hann hefur vegna áður boðaðra áforma um að kaup á eigin bréfum fyrir allt að 15 milljarða króna, að sögn bankastjórans, en umrót á fjármálamörkuðum veldur því að óvissa er um hvenær getur orðið af slíkum útgreiðslum til hluthafa. Seðlabankastjóri hefur áður brýnt fyrir bönkunum að þeir þurfi að gæta vel að lausafjárstöðu sinni við þessar krefjandi markaðsaðstæður.
Tengdar fréttir
Spá því að hagnaður bankanna minnki talsvert þrátt fyrir auknar vaxtatekjur
Útlit er fyrir að afkoma stóru bankanna tveggja sem skráðir eru á hlutabréfamarkað muni dragast umtalsvert saman á þriðja ársfjórðungi eða um 16 til 29 prósent. Samdrátturinn mun eiga sér stað þrátt fyrir að vaxtatekjur muni aukast verulega vegna hærra vaxtastigs og aukinna útlána.
SÍ brýnir fyrir bönkunum að bæta lausafjárstöðuna á næstu misserum
Viðskiptabankarnir verða að auka markaðsfjármögnun, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum, og samhliða huga að bindingu innlána til að treysta lausafjárstöðu sína til lengri tíma litið. Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika, riti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands.
Bættu við sig í Íslandsbanka fyrir á þriðja milljarð króna
Helstu lífeyrissjóðir landsins halda áfram að stækka stöðugt hlutabréfastöðu sína í Íslandsbanka og í liðnum mánuði má ætla að þeir hafi bætt við sig bréfum í bankanum fyrir samtals meira en 2,5 milljarða króna.