Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. október 2022 23:34 Mikill fjöldi viðbragðsaðila er á svæðinu. AP/Ahn Young-joon Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. CNN greinir frá því að talið sé að um troðning vegna mikils fólksfjölda hafi verið að ræða en fyrr í kvöld var greint frá því að um hundrað þúsund manns hefði verið á staðnum. Hrekkjavakan í ár er sú fyrsta síðan kórónuveirufaraldurinn om á sjónaarsviðið þar sem fólk mátti vera grímulaust á hátíðarhöldunum. Tæplega tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir vera á vettvangi og rannsókn málsins í fullum gangi. Forseti Suður-Kóreu Yoon Suk Yeo á einnig að hafa sent af stað einskonar „hörmunga-heilbrigðisteymi“ til þess að aðstoða á vettvangi. Flest fórnarlamba harmleiksins séu táningar eða fólk á þrítugsaldri en yfirvöld hafa verið beðin um að hafa eins hraðar hendur og hægt er við að bera kennsl á fólkið svo hægt sé að láta fjölskyldur þeirra vita hvar þau séu niður komin. Neyðarmiðstöð hefur verið sett upp í borginni. Hér má sjá forseta Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeo á neyðarfundi vegna atburðarins.AP/South Korean Presidential Office Meðal þeirra látnu eru tveir erlendir ríkisborgarar og er einn til viðbótar meðal þeirra slösuðu. Hátíðarhöldin vegna hrekkjavökunnar þykja mjög vinsæl og er fólk sagt fljúga alls staðar að til þess að taka þátt. Hótel hafi verið uppbókuð fyrir helgina og miðar á viðburði uppseldir. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, Jake Sullivan sagði fyrr í kvöld á Twittersíðu sinni að Bandaríkin væru tilbúin til þess að veita Kóreu allan þann stuðning sem þau þyrftu á að halda. Samkvæmt CNN má einnig búast við yfirlýsingu frá Joe Biden, Bandaríkjaforseta vegna harmleiksins. Hann er sagður hafa verið í miklu áfalli þegar hönum var greint frá fjölda látinna. The reports out of Seoul are heartbreaking. We are thinking about all those who lost loved ones and hoping for a quick recovery for those injured. The United States stands ready to provide the Republic of Korea with any support it needs.— Jake Sullivan (@JakeSullivan46) October 29, 2022 Suður-Kórea Hrekkjavaka Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
CNN greinir frá því að talið sé að um troðning vegna mikils fólksfjölda hafi verið að ræða en fyrr í kvöld var greint frá því að um hundrað þúsund manns hefði verið á staðnum. Hrekkjavakan í ár er sú fyrsta síðan kórónuveirufaraldurinn om á sjónaarsviðið þar sem fólk mátti vera grímulaust á hátíðarhöldunum. Tæplega tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir vera á vettvangi og rannsókn málsins í fullum gangi. Forseti Suður-Kóreu Yoon Suk Yeo á einnig að hafa sent af stað einskonar „hörmunga-heilbrigðisteymi“ til þess að aðstoða á vettvangi. Flest fórnarlamba harmleiksins séu táningar eða fólk á þrítugsaldri en yfirvöld hafa verið beðin um að hafa eins hraðar hendur og hægt er við að bera kennsl á fólkið svo hægt sé að láta fjölskyldur þeirra vita hvar þau séu niður komin. Neyðarmiðstöð hefur verið sett upp í borginni. Hér má sjá forseta Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeo á neyðarfundi vegna atburðarins.AP/South Korean Presidential Office Meðal þeirra látnu eru tveir erlendir ríkisborgarar og er einn til viðbótar meðal þeirra slösuðu. Hátíðarhöldin vegna hrekkjavökunnar þykja mjög vinsæl og er fólk sagt fljúga alls staðar að til þess að taka þátt. Hótel hafi verið uppbókuð fyrir helgina og miðar á viðburði uppseldir. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, Jake Sullivan sagði fyrr í kvöld á Twittersíðu sinni að Bandaríkin væru tilbúin til þess að veita Kóreu allan þann stuðning sem þau þyrftu á að halda. Samkvæmt CNN má einnig búast við yfirlýsingu frá Joe Biden, Bandaríkjaforseta vegna harmleiksins. Hann er sagður hafa verið í miklu áfalli þegar hönum var greint frá fjölda látinna. The reports out of Seoul are heartbreaking. We are thinking about all those who lost loved ones and hoping for a quick recovery for those injured. The United States stands ready to provide the Republic of Korea with any support it needs.— Jake Sullivan (@JakeSullivan46) October 29, 2022
Suður-Kórea Hrekkjavaka Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira