Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. október 2022 23:34 Mikill fjöldi viðbragðsaðila er á svæðinu. AP/Ahn Young-joon Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. CNN greinir frá því að talið sé að um troðning vegna mikils fólksfjölda hafi verið að ræða en fyrr í kvöld var greint frá því að um hundrað þúsund manns hefði verið á staðnum. Hrekkjavakan í ár er sú fyrsta síðan kórónuveirufaraldurinn om á sjónaarsviðið þar sem fólk mátti vera grímulaust á hátíðarhöldunum. Tæplega tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir vera á vettvangi og rannsókn málsins í fullum gangi. Forseti Suður-Kóreu Yoon Suk Yeo á einnig að hafa sent af stað einskonar „hörmunga-heilbrigðisteymi“ til þess að aðstoða á vettvangi. Flest fórnarlamba harmleiksins séu táningar eða fólk á þrítugsaldri en yfirvöld hafa verið beðin um að hafa eins hraðar hendur og hægt er við að bera kennsl á fólkið svo hægt sé að láta fjölskyldur þeirra vita hvar þau séu niður komin. Neyðarmiðstöð hefur verið sett upp í borginni. Hér má sjá forseta Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeo á neyðarfundi vegna atburðarins.AP/South Korean Presidential Office Meðal þeirra látnu eru tveir erlendir ríkisborgarar og er einn til viðbótar meðal þeirra slösuðu. Hátíðarhöldin vegna hrekkjavökunnar þykja mjög vinsæl og er fólk sagt fljúga alls staðar að til þess að taka þátt. Hótel hafi verið uppbókuð fyrir helgina og miðar á viðburði uppseldir. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, Jake Sullivan sagði fyrr í kvöld á Twittersíðu sinni að Bandaríkin væru tilbúin til þess að veita Kóreu allan þann stuðning sem þau þyrftu á að halda. Samkvæmt CNN má einnig búast við yfirlýsingu frá Joe Biden, Bandaríkjaforseta vegna harmleiksins. Hann er sagður hafa verið í miklu áfalli þegar hönum var greint frá fjölda látinna. The reports out of Seoul are heartbreaking. We are thinking about all those who lost loved ones and hoping for a quick recovery for those injured. The United States stands ready to provide the Republic of Korea with any support it needs.— Jake Sullivan (@JakeSullivan46) October 29, 2022 Suður-Kórea Hrekkjavaka Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
CNN greinir frá því að talið sé að um troðning vegna mikils fólksfjölda hafi verið að ræða en fyrr í kvöld var greint frá því að um hundrað þúsund manns hefði verið á staðnum. Hrekkjavakan í ár er sú fyrsta síðan kórónuveirufaraldurinn om á sjónaarsviðið þar sem fólk mátti vera grímulaust á hátíðarhöldunum. Tæplega tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir vera á vettvangi og rannsókn málsins í fullum gangi. Forseti Suður-Kóreu Yoon Suk Yeo á einnig að hafa sent af stað einskonar „hörmunga-heilbrigðisteymi“ til þess að aðstoða á vettvangi. Flest fórnarlamba harmleiksins séu táningar eða fólk á þrítugsaldri en yfirvöld hafa verið beðin um að hafa eins hraðar hendur og hægt er við að bera kennsl á fólkið svo hægt sé að láta fjölskyldur þeirra vita hvar þau séu niður komin. Neyðarmiðstöð hefur verið sett upp í borginni. Hér má sjá forseta Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeo á neyðarfundi vegna atburðarins.AP/South Korean Presidential Office Meðal þeirra látnu eru tveir erlendir ríkisborgarar og er einn til viðbótar meðal þeirra slösuðu. Hátíðarhöldin vegna hrekkjavökunnar þykja mjög vinsæl og er fólk sagt fljúga alls staðar að til þess að taka þátt. Hótel hafi verið uppbókuð fyrir helgina og miðar á viðburði uppseldir. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, Jake Sullivan sagði fyrr í kvöld á Twittersíðu sinni að Bandaríkin væru tilbúin til þess að veita Kóreu allan þann stuðning sem þau þyrftu á að halda. Samkvæmt CNN má einnig búast við yfirlýsingu frá Joe Biden, Bandaríkjaforseta vegna harmleiksins. Hann er sagður hafa verið í miklu áfalli þegar hönum var greint frá fjölda látinna. The reports out of Seoul are heartbreaking. We are thinking about all those who lost loved ones and hoping for a quick recovery for those injured. The United States stands ready to provide the Republic of Korea with any support it needs.— Jake Sullivan (@JakeSullivan46) October 29, 2022
Suður-Kórea Hrekkjavaka Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira